Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Side 40
 25. maí 2018KYNNINGARBLAÐViðhald og framkvæmdir Ég vil vekja fólk til vitundar um fúsk í byggingariðnaði og að fólk vari sig á fúskurum, vanefndarmönnum sem tröllríða stéttinni, því miður. Leiðin til að átta sig á því hvort viðkomandi byggingaraðila sé treystandi er að fólk fái kennitölu hans, fletti henni upp á vefsvæði Mannvirkjastofn- unar og athugi hvort hann er með gæðakerfi eða ekki. Ef aðilinn er með gæðakerfi vill hann örugglega passa upp á sitt og vanda til verka. Ef hann er ekki með gæðakerfi getur hann gert hvað sem er við bygginguna, oft með skelfilegum afleiðingum en án þess að það sé rekjanlegt og hafi eftirmála,“ segir Benedikt Sveinsson byggingarstjóri. Heimsmet í myglu Benedikt, sem er byggingameistari að mennt, rekur fyrirtækið Mánabyggð og tekur að sér byggingastjórnun og verkstýringu á byggingum í samstarfi við arkitekta, verkfræðinga, bruna- hönnuði og fleiri fagaðila. Benedikt hefur ekki áhuga á að auglýsa starf- semi sína hér sérstaklega þar sem hann hefur meira en nóg að gera, heldur vill hann nota þetta tækifæri til að koma á framfæri alvarlegum skilaboðum varðandi byggingar- iðnaðinn í landinu. Telur hann að mikil óheillaþróun hafi orðið í nýbyggingum það sem af er þessari öld þar sem byggingahraði sé of mikill og víða við- gangist fúsk með ófyrirsjáanlegum og oft skelfilegum afleiðingum: „Við erum að setja heimsmet í myglu og hún á sér aðallega stað í nýbyggingum. Mestu lekamálin í dag eru í nýbyggingum en ekki í eldra húsnæði. Lekamál koma helst upp í eldra húsnæði þar sem einhverjir hafa verið að breyta húsnæði en ekki gert það á réttan hátt,“ segir Bene- dikt, en hann telur að þöggun hafi verið í gangi um fúsk í byggingar- iðnaði og nú sé orðið brýnt að afhjúpa raunveruleikann í þessum efnum og grípa til aðgerða: „Það er þöggun vegna þess að svo margir hafa hagsmuna að gæta. En þrátt fyrir það er umræðan í kringum mig orðin hávær og ég er búinn að skrifa Mannvirkjastofnun erindi og benda þeim á að þeir hafi upplýs- ingaskyldu og ættu að vara almenn- ing við því að ráða aðila til verks sem ekki hafa tilskilin réttindi og þekkingu.“ Fjársvelti kemur í veg fyrir fullnægjandi eftirlit Benedikt hefur stýrt endurbótum og viðgerðum hjá nokkrum húsfélögum undanfarið þar sem vanefndir hafa verið og vitlaust staðið að verki svo valdið hefur miklum skaða. „Ég vil taka það fram að Mann- virkjastofnun sinnir góðu hlutverki. Hún var sett á laggirnar árið 2010 til að mæta þessu rugli sem var orðið í byggingariðnaði. Byggingarfulltrúi og skipulagsfulltrúi eru fínar stofnanir og ég þekki þar margt gott fólk. Það sem er hins vegar að í stjórnsýslunni er mannekla og fjárskortur. Þetta er það sama og er að gerast í heilbrigð- iskerfinu, það er verið að svelta þess- ar stéttir og það hefur afleiðingar fyrir samfélagið.“ „Það eru vissulega líka til góðir verktakar í byggingariðnaði og þeir átta sig á að það þýðir ekki að loka steypu af með öðrum byggingar- efnum áður en hún hefur þornað. Það er verið að loka steyptum byggingarhlutum allt of hratt með öðrum efnum, t.d. parketi, timbur- þakvirki og klæðningum, og einangra löngu áður en það er hægt, en efnin verða að fá andrúm til að taka sig. Þetta er það sem er að. Gamalt hús- næði hér á landi andar miklu betur og loftar miklu betur en nokkurn tíma nýtt húsnæði. Forsenda í byggingu, sama hve mikið og hvernig bygging- arefni er notað, er að það lofti um efnið. Þetta er óheillaþróun sem hófst upp úr aldamótum þegar fjár- málakerfið varð allt frjálst. Allt snýst þetta um bankavexti, þeir stýra öllum framkvæmdum, takmarka og setja skrúfuna á allt saman.“ Lagabreytingar þurfa að eiga sér stað Benedikt er ómyrkur í máli en það vakir ekki fyrir honum að koma höggi á einstaka aðila heldur vekja sam- félagið til vitundar um að við erum á rangri leið í byggingaþróun: „Mér er mikið í mun að samfélagið þrífist á heilbrigðan hátt og fólki líði vel í húsunum sínum en þurfi ekki að byrja á viðhaldi um leið og það flytur inn í nýlegt eða nýtt húsnæði. Þetta er skelfilegt! Í flestum tilfellum er fólk að leggja aleigu sína í húsnæði.“ Benedikt vill sjá lagabreytingar og nýja eftirlitsstofnun. „Þetta getur ekki gengið mikið lengur svona. Það sem vantar inn í þetta umhverfi er opinber eftirlitsstofnun sem gerir ástandsmat á byggingum, nýjum sem gömlum, og það ætti ekki að vera hægt að selja þær fyrr en þær uppfylla skilyrði um öryggi og hollustuhætti. Það myndi hægja mjög á þessari lélegu fram- kvæmd sem víða á sér stað ef þetta yrði sett í lög.“ Benedikt Sveinsson hefur innleitt gæðastjórnunarkerfi byggingar- stjóra skv. lagagrein um mannvirki nr. 160/2010 þar sem gerð er krafa um að iðnmeistarar og byggingarstjórar skuli innleiða slíkt gæðakerfi og gerir Mannvirkjastofnun úttekt á kerfinu með virkniskoðun. Innleiðing gæða- kerfis viðeigandi iðnmeistara er m.a. skilyrði fyrir því að byggingaleyfi vegna framkvæmda fáist útgefið. Mann- virkjastofnun hefur á grundvelli virkni- skoðunar lokið skráningu gæðastjórn- unarkerfis Benedikts í gagnasafn stofnunarinnar á grundvelli laganna. Upplýsingar um skráða aðila gæðastjórnunarkerfisins er að finna á heimasíðu Mannvirkjastofnunar, www.mannvirkjastofnun.is á listum yfir löggilta hönnuði, löggilta iðnmeistara og aðila með starfsleyfi byggingarstjóra. BEnEdIkT SVEInSSon ByGGInGArSTjórI Er óMyrkur Í MáLI: Byggingahraði er of mikill og fúsk viðgengst – lagabreyting nauðsynleg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.