Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Side 54
54 fólk 25. maí 2018 Þ að er á vordegi sem við ljósmyndari rennum í hlað hjá Guðnýju Maríu. Hún býr í fallegu stein- húsi í Nökkvavogi og stendur í tröppunum fyrir utan í glæsi- legum og glitrandi hvítum kjól, skælbrosandi. „Velkomnar! Kom- ið endilega inn,“ segir hún glað- lega. Okkur Hönnu ljósmyndara fannst það skemmtileg tilviljun að sólageislarnir létu einmitt sjá sig um leið og við stigum út úr bílnum, en þeir hafa verið sjald- séð sjón undanfarið. „Mikið er þetta fallegur kjóll sem þú ert í,“ segi ég um leið og ég stíg inn á snoturt heimili Guðnýjar. „Já maður verður að klæða sig upp. Það er svo gaman að vera fínn, það er skemmtilegra,“ svarar hún glaðlega. Guðný María hefur undanfarið slegið í gegn með skemmtilegum lögum og myndböndum á Youtu- be. Vinsælasta lagið til þessar er lagið „Okkar okkar páska“ en um 60 þúsund manns hafa horft á mynd- band lagsins á efnisveitunni. Vel- gengni lagsins virðist staðfesta þá upphaflegu hugmynd Guðnýjar að páskarnir hafi orðið útundan þegar kemur að íslenskum laga- og texta- smíðum. „Mér finnst svo mikilvægt að hafa lögin mín glaðleg. Margir hugsa að tónlist geti ekki verið list nema henni fylgi einhver sorg. Því er ég ósammála, ég vil koma fólki í gott skap. Ég er búin að gefa út al- veg níu lög síðan í desember og það eru að koma tvö lög í viðbót. Það var að koma út lagið „Nei, það var ekki ég“. Það er voða fínt svona fyrir kosningarnar. Ég skil ekki af hverju ég fór ekki í pólitík. Í kvöld er ég einmitt að fara að taka upp mynd- band við lagið „Ég vinn og vinn og borga skattinn minn,“ segir Guðný kát. Komu vinsældirnar Guðnýju Maríu á óvart? „Mér finnst það allavega alveg dásamlegt. En ég er með þetta í genunum eins og þessir snillingar úr Þingeyjarsveitinni, Hörður Ás- kelsson, Jón Stefánsson og Jón Hlöðver. Við erum mörg úr Þing- eyjarsveitinni sem erum með þessi gen og þessa tónlistarhæfileika.“ Fékkst þú tónlistarlegt uppeldi? „Ég er mest í tónlistinni, fyr- ir utan ömmu mína. Hún var bara eins og Bylgjan, syngjandi allan daginn. Ég byrjaði líka snemma og var byrjuð að lesa nótur áður en ég byrjaði að lesa bókstafi.“ Hvenær byrjaðir þú að gera þetta svona af alvöru, taka upp lög- in þín og gefa út? „Það byrjaði síðasta sumar. Fyrst var ég svo feimin, ætli það sé ekki út af því að ég er úr sveit. Ég sagði eng- um að ég syngi og væri að semja. En svo var ég gestanemandi i MIT í lagasmíðum. Þar lærði ég margt áhugavert. Til dæmis varðandi lengd á lögum. „Okkar okkar páska” er minna en ein mínúta en „Nú fer ég í helgarfrí“ er alveg fjórar mín- útur. Ég vissi ekki hver reglan væri þar sem ég umgengst ekki mikið af tónlistarfólki. En það gaf mér ör- yggi að fara í MIT og læra betur um þetta. Í kjölfarið fékk ég mér hljóð- kort og byrjaði að taka upp. Ég tek allt upp sjálf,“ segir Guðný. Verður þú vör við að þú sért orðin fræg kjölfar vinsælda mynbandanna? Er fólk jafnvel byrj- að að þekkja þig út á götu? „Já ég lendi oft í því að vera stoppuð úti á götu. Spila mörg gigg líka og fólk má endilega hafa sam- band við mig ef það vantar eina hressa í veisluna. Ég samdi um daginn mitt eigið afmælislag og því hef ég verið mikið ráðin í afmæli. Fólk vill að ég syngi það í veislunni.“ Ertu að spila einhvers staðar um Verslunarmannahelgina? „Nei það er ekki búið að bóka mig enn þannig að við auglýsum hér með að ég er enn laus og alveg til í að spila.“ Með hvaða íslenska tónlistar- manni myndir þú helst vilja starfa? „Stebba Hilmars, ég væri alveg til í að syngja með honum. Líka Eyþóri, mér finnst hann mjög góð- ur. Veistu, ég hef meira að segja borið þetta undir hann Stebba, sendi honum líka nokkur lög. Hann sagði að hann þyrfti aðeins að hugsa sig um en við vonum það besta,“ svarar hún og hlær. Starfar þú við eitthvað með- fram tónlistinni? „Ég var að vinna í íþróttahús- inu í Garðabæ, Ásgarði. En núna er ég mest að vinna sem aukaleik- ari. Það hjálpaði mér mikið við að losna við feiminina að byrja að leika.“ En hver eru næstu skref hjá Guðnýju? „Það eru að koma tvö lög inn á Spotify á morgun og svo erum við að fara að taka upp lag í kvöld við lagið „Ég vinn og vinn og borga skattinn minn“. Svo mæli ég með að fólki skelli „Nei það var ekki ég“ á fóninn í kosningapartýjunum. Það passar mjög vel við.“ Er eitthvað á dagskránni að gefa út plötu eða er framtíðin bara á netinu? „Það er góð spurning. Það eru eiginlega allir hættir að gefa út plötur. Svo ég held bara áfram að gefa út á netinu á meðan það virkar.“ Hvaða ráð hefurðu fyrir þá sem langar að fara út í tónlistina en eru of feimnir? „Það er bara að byrja. Ég eyddi allt of löngum tíma í að þora ekki. Maður verður bara að slá til. En það bara gleður mig svo að gleðja aðra. Það er svo skemmtilegt að hafa gaman,“ segir hún brosandi. Að lokum stillir Guðný sér upp fyrir ljósmyndara og segir glettin: „Það er betra að taka myndir af mér aðeins lengra frá. Ég er svo- lítið eins og Húsavík, betri úr fjar- lægð,“ segir hún og skellihlær. n MANITOU MLT 625-75 H Nett fjölnotatæki Pétur O. Nikulásson ehf. • Melabraut 23, Hafnarfjörður • Símar: 552 2650 / 552 0110 • pon@pon.is 6.800.000 kr. + VSK Páskastjarnan og tónlistar- konan Guðný María elskar að hafa gaman „Ég er með þetta í genunum“ Steingerður Sonja Þórisdóttir ritstjorn@dv.is M y n d h a n n a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.