Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 58
58 sakamál 25. maí 2018 D V fjallaði ítarlega um æsku, bakgrunn og uppvöxt Atla Guðjóns Helgasonar. Birtist hún hér að mestu óbreytt. Árið 1967 fluttu ung hjón með þrjú börn vestan af Holtsgötu inn í nýbyggt raðhús við Sæviðarsund. Þetta sama ár fæddist þeim fjórða barnið sem var þriðji sonurinn og var skírður Atli Guðjón Helga- son. Húsbóndinn vann í Lands- bankanum en húsmóðirin sinnti stækkandi barnahópnum sem að lokum taldi sex börn. Þarna ólst Atli Guðjón upp við ástríkt uppeldi í miðjum stórum systkinahópi. Í hverfinu var mikið af barnafjöl- skyldum á þessum tíma, þetta var útjaðar borgarinnar og þarna bjó unga fólkið. Kjölfestan í leik og starfi barnanna í hverfinu var knattspyrnufélagið Þróttur en völl- ur félagsins og höfuðbækistöðvar eru steinsnar frá heimili Atla. Atli Guðjón gekk í Langholts- skóla og var skólaganga hans án stórtíðinda en þegar hann var þrettán ára haustið 1980 varð stór- fjölskyldan í Sæviðarsundinu fyr- ir fyrsta stóra áfallinu. Elsti bróð- ir Atla lést með sviplegum hætti aðeins 25 ára að aldri og lét eftir sig eiginkonu og eitt barn. Dauða hans bar að með þeim hætti að lögreglan veitti bil hans eftirför vestur Skúlagötu að næturlagi seint í september. Á móts við af- greiðslu Akraborgarinnar snar- beygði bíll hans og ók beint fram af bryggjunni. Kafari fann bílinn 15-20 metra frá bryggju með all- ar hurðir læstar og ökumanninn látinn. Við þetta áfall segja kunn- ugir að fjölskyldan hafi dregið sig inn í skel og ekki náð að vinna úr sorginni með þeim hætti sem nú er gert. Atli leit mjög upp til bróð- ur síns sem var snjall knattspyrn- umaður og honum góð fyrirmynd á flestum sviðum. Fjölskyldan hélt áfram lífsbaráttu sinni en næsta áfall var mjög skammt undan þegar heimilisfaðirinn lést snögg- lega með sviplegum hætti á heim- ili fjölskyldunnar í lok október 1984. Fráfall hans kom eins og reiðarslag bæði fyrir fjölskylduna og félaga hans og varpaði skugga yfir fjölskylduna sem hefur haft áhrif á hana til þessa dags. Þrátt fyrir þessi áföll hélt Atli sínu striki í námi og lauk stúd- entsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti vorið 1987. Hann hafði æft knattspyrnu með Þrótti í sínu heimahverfi en nú skipti hann um félag og gekk til liðs við Víking. Það er mál manna sem þekktu Atla og umgengust hann á þessum árum að hann hafi verið einbeittur glað- vær félagi sem átti velgengni að fagna i leik og starfi. Hann var fé- lagslyndur og opinskár og enginn virðist hafa orðið var við í fari hans áhrif þeirra áfalla sem á fjöl- skyldunni höfðu dunið. Velgengni í leik og starfi Eftir stúdentspróf settist Atli á skólabekk í Háskóla íslands og lærði lögfræði. Hann æfði stíft með Víkingi, varð fyrirliði liðsins og leiddi það til sigurs í Íslands- meistarakeppni árið 1991. Á þess- um árum var Atli í sambúð með unnustu sinni og þau eignuðust saman barn 1989. Atli útskrifaðist úr lögfræðinni vorið 1993 með II einkunn, 6,74, og skrifaði lokarit- gerð sína í lögfræði um samþjöpp- un félaga. Eftir útskrift réðst hann til starfa á lögmannsstofu Atla Gíslasonar, nafna síns og félaga úr Víkingi, sem var meðal þekktra stuðningsmanna liðsins. Þeir sem störfuðu við hlið hans í knattspyrnunni segja hann hafa verið vinmargan og lífsglaðan mann sem var gæddur talsverð- um leiðtogahæfileikum og var auk þess góður knattspyrnumaður. Atli skipti um íþróttafélag árið 1994 og gekk til liðs við Val og lék þar til ársins 1997 þegar hann lagði fót- boltaskóna á hilluna. „Atli hafði sérstakan hæfileika til að villa á sér heimildir og koma öðruvísi til dyranna en hann var klæddur. Hann var „blöffari“, vel klæddur og greiddur en vand- aði ekki alltaf meðulin sem hann beitti,“ sagði gamall aðdáandi hans frá Víkingsárunum. „Hann var til dæmis sérfræðingur í að taka aukaspyrnur á öðrum tíma en bæði dómari og leikmenn áttu von á – en þó innan settra reglna.“ Skuggar fíkniefna birtast Svo virðist sem það hafi verið um líkt leyti og Atli útskrifaðist úr lög- fræðinni sem hann fór að neyta örvandi efna, s.s. amfetamíns og kókaíns. Leitaði hann sér með- ferðar við vímuefnavanda sínum á meðferðarheimili árið 1996 um líkt leyti og honum var sagt upp vinnu á lögfræðistofunni. Orsak- ir uppsagnar hans voru fjárdráttur sem mun hafa tengst neyslu vímu- efna. Meðferðin gekk vel og mun Atli hafa verið samvinnuþýður og opinskár við meðferðaraðila sem þar störfuðu og voru þeir bjart- sýnir fyrir hans hönd. Hann leigði sér skömmu siðar aðstöðu á lög- fræðistofu í Borgartúni í félagi við nokkra aðra lögfræðinga en tók lít- inn virkan þátt í samstarfinu við þá heldur hélt sig út af fyrir sig. Blekkti hann alla? Svo virðist sem nokkur straum- hvörf hafi orðið á ferli Atla árið 1997 þegar hann hætti að leika fót- bolta. Upp úr því virðist sem hann hafi leitað á ný á náðir fíkniefna. Fjölskylda Atla mun allt fram til þess að harmleikurinn í Öskju- hlíð varð lýðum ljós hafa trúað því statt og stöðugt að hann væri laus undan oki vímuefna og lifði hefð- bundnu lífi í samræmi við þann árangur sem hann náði í fíkniefna- meðferðinni 1996. Margir hafa undrast framkomu Atla í tengslum við leitina að Einari Erni Birgis- syni þar sem hann tók virkan þátt á vettvangi og ræddi opinskátt við fjölmiðla um áhyggjur sínar vegna málsins. DV var kunnugt um að eftir að leitin hófst og meðan á henni stóð leitaði Atli meðferðar hjá vönum meðferðaraðila og fór í gegnum slökunaræfingar og sam- talsmeðferð sem áttu að hjálpa honum að losa um spennu vegna þessara atburða. „Ég neita því ekki að fyrsta eina og hálfa árið eftir þennan voða- atburð var líf mitt hreint helvíti,“ sagði Atli í samtali við DV en bætti við að hann vildi ekki vorkunn. Þá sagði hann í öðru viðtali að hann hefði ekki viljað missa af þessari reynslu að fara í fangelsi, en bætti við að hann hefði viljað kynnast refsivist með annarri atburðarás. Atli vill ekki tjá sig Þegar Atli losnaði af Litla- Hrauni vildi hann ekki tjá sig við fjölmiðla og afþakkaði beiðni um viðtal. Atli sagði: „Það er nóg komið af þessari um- ræðu. Það finnst mér.“ Fjölskylda Einars hefur mátt þola það að sjá andlit morðingjans ítrekað í fjölmiðlum í gegnum árin. Seinna flutti hann í nágrenni við fjölskylduna og kom það alloft fyr- ir að fjölskyldan sá Atla bregða fyrir við hinar ýmsu aðstæður. Atli losn- aði af Litla-Hrauni 2009 og fór það- an á Vernd. Í frétt á RÚV var sagt að hann hefði starfað sem lögmaður frá árinu 2010 en hann var sviptur málfluttningsréttindum árið 2001 vegna morðsins. Atli var skráð- ur eigandi Lögmannsstofunnar Versus og voru fjórir lögmenn á stofunni áminntir af Lögmanna- félagi Íslands sem mat það svo að þeir hefðu gert Atla kleift að reka lögmannsstofu. Þeir sem ekki hafa lögmannsréttindi mega ekki vera skráðir eigendur að lögmannsstof- um. Samkvæmt frétt Vísis hóf Atli störf hjá Versus lögmönnum árið 2011 og var um tíma eini eig- andinn. Hafnaði hann því að hafa unnið störf sem ekki voru hon- um heimil. Í frétt Vísis sagði: „Atli tók sæti í stjórn Versus lögmanna í desember 2010 en í varastjórn eft- ir aðalfund í október 2012 og fór þá jafnframt með framkvæmdastjórn og prókúruumboð. Hann vék úr stjórn árið 2013 en var kjörinn í stjórn félagsins á ný í júní 2015 og tók þá jafnframt prókúruumboði á ný.“ Ári síðar, í lok árs 2015, hlaut Atli uppreist æru og sótti um lög- mannsréttindi sín aftur. Atli telst nú vera með óflekkað mannorð í skilningi laga. Fréttir um málið vöktu mikla athygli og reiði í samfélaginu og dró Atli umsókn sína til baka. Sagð- ist hann hafa gert það af virðingu við fjölskyldu Einars. Atli hefur nú fengið réttindi sín á ný og hefur Héraðsdómur Reykjaness úrskurð- að að Lögmannafélag Íslands hafi farið langt út fyrir lagaskyldu sína þegar það kannaði og rannsakaði hvort Atli ætti að fá réttindi sín á ný. Frá því var greint í Fréttablað- inu. Í niðurlagi fréttarinnar sagði að dómarinn hefði tekið fram að brot Atla hefði verið svívirðilegt en „hins vegar verði að líta til þess að 17 ár séu frá því að Atli hlaut dóm- inn, hann hafi afplánað sína refs- ingu og ekki orðið uppvís að refsi- verðri háttsemi síðan. Því sé rétt að verða við kröfu hans um endur- heimt lögmannsréttinda“. Einstakur persónuleiki, elskaður af vinum og fjölskyldu Einari er af fjölskyldu, vinum og kunningjum lýst sem einstöku ljúf- menni. Báðir foreldrar hans eru látnir og telja systkini Einars að rekja megi andlát þeirra beggja til þess að missa Einar. Á hjarta Birgis, föður Einars, hafi verið sár en hann hafi aldrei glímt við hjartveiki af neinu tagi. Birgir sagði í viðtali árið 2016 að fjölskyldan myndi ekki fyr- irgefa Atla. Aldís Einarsdóttir lýsti Einari syni sínum á þessa leið: „Alltaf frá því hann var barn hef- ur Einar verið mikill gleðigjafi, því hann var alltaf svo líflegur. Maður fyrirgaf honum allt, því hann var svo líflegur.“ [ ] „Hann var hreinn drengur, hjartahreinn og ljúfur…“ Birgir Svan Birgisson, bróðir Einars, ræddi þennan erfiða tíma opinberlega í fyrsta sinn við Helgu Arnardóttur í þættinum Manns- hvörf. Þar sagði Birgir: „Það er bara staðreynd með þennan mann. Það er sama við hvern þú talar. Það var ekki einn illan blett á honum að finna.“ Dó úr sorg Samband Einars við fjölskyldu sína var náið og ræddi hann við móð- ur sína einu sinni til tvisvar á dag. Þá heyrði hann einnig að lágmarki einu sinni á dag í systkinum sínum. Vegna þessa fallega einlæga sambands hans við fjölskyldu sína var hvarf- ið strax tekið mjög alvarlega. Birgir seg- ir að fjölskyldan hafi þjappað sér saman og farið með bænir á hverju kvöldi. Þá voru allir sem tengd- ust Einari þakklátir þeim mikla samhug sem þau skynjuðu frá þjóðinni. „Þetta hafði gríðarleg áhrif á hana mömmu mína. Blessuð sé minning hennar,“ sagði Birgir. „Við erum sannfærð fjöl- skyldan, hún lést úr krabbameini í maga, við erum sannfærð um að krabbameinið hafi komið til vegna magasárs sem hún fékk á þessu tímabili.“ Aldís Einarsdóttir, móðir Einars lýsti syni sínum með þessum orð- um í Íslandi í dag eftir að í ljós kom að elskulegur sonur hennar hafði verið myrtur. „Einar er mjög ljúfur og elsku- legur drengur og það getur engum þótt annað en vænt um hann.“ Kysstu mig góða nótt „Þegar ég hugsa um hversu fallega þú kvaddir mig um morguninn líð- ur mér vel. Þegar ég hugsa um þig líður mér vel. En þetta er svo sárt, ástin mín, og ég sakna þín svo mik- ið. Ég reyni eins og ég get að halda aftur af reiðinni. Ég veit þú vilt að ég sé sterk og dugleg. Ég ætla að vera sterk og dugleg en þú verður að hjálpa mér. Vertu alltaf hjá mér. Mig langar svo að finna fyrir þér. Lofaðu mér því að koma til mín á hverju kvöldi og kyssa mig góða nótt.“ n Saga Atla Helgasonar n Missti bróður sinn og föður n Bróðir ók í höfnina með lögregluna í eftirför „Lofaðu mér því að koma til mín á hverju kvöldi og kyssa mig góða nótt. Atli á leið út af lögreglustöð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.