Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Page 66

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Page 66
66 25. maí 2018 Tímavélin Gamla auglýsinginTíminn 15. júlí 1949 „Ég drep þennan kött“ „Það eru alveg hreinar línur. Ég drep þennan kött ef ég svo mikið sem sé hann aftur. Svona grimmt kvikindi er til alls lík- legt,“ sagði reiður íbúi í Vest- urbænum í samtali við DV 16. júlí árið 1986. Átti hann þar við síamsköttinn Tomma sem hafði gert íbúum hverfisins lífið leitt. Helgina áður hafði hann til dæmis komist inn í kjallaraí- búð, rifið í sig rækjur og læris- sneiðar, og skilið stofuna eftir eins og vígvöll. Að sögn íbúa hafði Tommi, sem gjarnan var kallaður Litla ljónið, látið aðra ketti hverfisins finna ærlega til tevatnsins. Ólöf Þorsteinsdóttir, eig- andi Tomma, sagði hins vegar að hann hafi ávallt verið ljúfur sem lamb en viðurkenndi að hún myndi þurfa að láta hann frá sér. „Það fer ekki gott orð af honum hér í Vesturbænum. Hann verður ekki seldur nein- um hér í hverfinu.“ Á rið 1532 urðu blóðug átök á tveimur stöðum á Suðurnesjum á milli Ís- lendinga, Þjóðverja og Englendinga, þar sem tugir manna féllu. Atburðirnir, sem voru einstaklega óvægnir og grimmdar- legir, hafa verið nefndir Grinda- víkurstríðið og snerist í grunninn um verslunar- og fiskveiðihags- muni stórveldanna hér á landi. Stórveldaslagur í uppsiglingu Englendingar hófu að sigla hingað til lands í upphafi fimmtándu aldar og í áratugi sátu þeir svo til einir að bæði verslun og skreiðarveið- um í mikilli óþökk Danakon- ungs. Um 1470 fengu þeir hins vegar samkeppni þegar þýsk skip fóru að venja komur sín- ar hingað. Það mætti segja að fyrsta blóðdropanum hafi verið spillt árið 1467 þegar Englendingar drápu hirðstjór- ann Björn ríka Þorleifsson árið 1467 en hann hafði feng- ið það hlutverk að hefta ólög- lega verslun Englendinga við strendur Íslands. Björn gekk að Englendingum á verslun- arstöð þeirra á Rifi á Snæfells- nesi og endaði sá bardagi með mannfalli Íslendinga en sonur Björns var tekinn til fanga. Englendingar voru með verstöðvar víða um land, þar af mjög öflugar á Suðurnesj- um. En þýskir Hansakaup- menn komu sér upp bækistöð í Hafnarfirði og nutu þeir velvild- ar Dana enda þýsku borgríkin hliðholl Danmörku í alþjóðastjórn- málunum. Það sem flækti stöðuna á Íslandi voru viðskiptatengsl hinna þriggja þjóðanna sem voru náin. En átökin uxu dag frá degi og árið 1518 skarst í brýnu milli Englendinga og Þjóðverja í Hafnarfirði. Skærur og sjórán voru tíð, sérstaklega af hálfu Englendinga og tjón Hansamanna töluvert, bæði í mannslífum og varningi. En umsvif Þjóðverja juk- ust dag frá degi og þeir vildu rétta sinn hlut. Afhöfðanir og pyntingar á Básendum Í mars árið 1532 sigldi skipstjóri að nafni Ludtkin Schmidt til Íslands, ásamt 30 manna vopnaðri áhöfn, og kom að Básendum á vestan- verðu Reykjanesi þar sem hann hugðist vera í höfn um sumarið. Síðar komu tveir enskir skipstjórar, Thomas Hammond og John Will- er, með samanlagt 140 manna lið að höfn í Básendum. Ákváðu þeir að ráðast á Schmidt og taka höfn- ina af honum og sögðust ætla að bjóða Íslendingum upp á „Þjóð- verjakjöt“ eftir sigurinn. En Schmidt sá hvað var í upp- siglingu og náði að safna 80 manna liði bæði Þjóðverja og Íslendinga. Englendingar létu til skarar skríða í orrustunni um Básenda 2. apr- íl 1532. Skip Willer hóf skothríð á skip Schimdt og skip Hamm- ond, sem lá við festar, fylgdi á eft- ir. Skip Schmidt laskaðist við þetta en menn hans náðu að losa skip Hammond sem rak stjórnlaust upp í fjöruna og strandaði þar. Komið var á vopnahléi um stund og Englendingar reyndu að losa skipið en þá veittust Þjóð- verjar aftur að þeim og yfirbug- uðu þá þrátt fyrir að vera færri. Þegar ljóst var að Englendingar hefðu ekki sigur, gáfust þeir upp og buðu góss sitt og skip til að bjarga lífi sínu. Skömmu síðar reyndu Englendingar aftur að ná yfir- höndinni en voru samstundis yfir- bugaðir og nokkrir drepnir. Englendingar voru neyddir til að greiða skaðabætur og fjór- um þeirra, sem taldi voru bera ábyrgð á ofbeldisverkum, var refs- að á staðnum. Tveir þeirra misstu höfuðið og tveir voru pyntaðir illa og skildir eftir fatalausir. Þeir sem lifðu af máttu sigla á öðru skip- inu til Grindavíkur, en þar var síðasta höfnin sem Englendingar réðu yfir á Suðurnesjum. Kom vilja sínum fram á meðan eiginmaðurinn lá bundinn Enski kaupmaðurinn John Breye kom að landi í Grinda- vík vorið 1532 og frétti af orr- ustunni í Básendum. Því lét hann byggja virki til að vernda höfnina ef Þjóðverjar og Íslendingar skyldu ráðast að honum. Breye var óþreyju- fullur og yfirgangssamur við Íslendinga þetta vor. Tveir menn, Ketill Jónsson og Þor- grímur Halldórsson, lentu sér- staklega illa í Breye. Hann tók góss og búfénað af þeim með ofbeldi, batt þá og píndi. Öðrum manni, Þórði Guðmundssyni, hót- aði hann afhöfðun ef hann skipti við aðra kaupmenn. Þá þótti Breye einnig yfirgangssamur í kvenna- málum. Flutti hann eina konu út í skip sitt og kom vilja sínum fram við hana á meðan eiginmaðurinn var þar geymdur bundinn. Að lokum fóru Grindvíkingar á fund fógetans á Bessastöðum, Diðrik frá Minden, og báðu hann um aðstoð. Diðrik reið til Hafnarfjarð- ar og safnaði þar liði Þjóðverja og fékk einnig senda menn frá öðr- um höfnum á Suðurnesjum. Söfn- uðust þeir saman við Þórðar- fell, norðan við Grindavík, og voru þá vel á þriðja hundrað. All- ir Englendingar í Grindavík voru lýstir réttdræpir, meðal annars fyr- ir að hafa reist virkið, og 11. júní lagði sveitin, vopnuð byssum, lás- bogum, sverðum og spjótum, af stað til orrustu. Veisla eftir slátrun Fáir voru í höfninni þegar her Dið- riks kom að um nóttina. Skip voru við veiðar og Breye hafði haldið veislu kvöldið áður. Fimmtán manns sváfu vært í tjaldbúðum Englendinga þessa nótt. Klukkan tvö réðist herinn öskrandi yfir virk- isveggina og menn Breye vöknuðu upp með andfælum. Atlagan var svo hröð að þeir náðu ekki að vígbú- ast og voru allir drepnir miskunnar- laust og, eins og Björns Þorsteins- son segir í bók sinni 10 þorskastríð, „sumir á níðingslegan hátt. Eftir skamma hríð lágu 15 Englendingar í blóði sínu í virkinu og meðal þeirra sundurhöggvinn líkami Jó- hanns Breiða (John Breye).“ Bátsmenn á þeim fimm ensku skipum sem lágu í höfninni sáu hvað var að gerast og reyndu að sigla burt í flýti. Eitt skipið, Pet- er Gibson, var fast og náðu menn Diðriks því. Annað strandaði því að veður var vont og sjórinn úfinn. Þeir átta Englendingar sem teknir voru höndum voru neyddir til að grafa lík félaga sinna en síð- an sló Diðrik upp mikilli veislu í Grindavík með öldrykkju, lúðra- þyt og trommuslætti. Skipinu Gibson var í kjölfar siglt til Bessa- staða og það lýst eign konungs og Englendingar dæmdir sekir. Friðarsamningar Grindavíkurstríðið var langt frá því að vera einhverjar smáskærur á af- skekktu skeri í norðurhöfum held- ur var það inni á borði hjá þjóð- höfðingjum stórveldanna. Hinrik VIII Englandskonungur tók við kærum og skrifaði um málið af all- nokkurri kunnáttu. Það gerði Max- imillian Þýskalandskeisari einnig. Semja þurfti ítarlega um frið á Íslandi og stóðu Englendingar þar höllum fæti, bæði vegna ósigranna í hernaði og eigin stöðu Hinriks gagnvart páfa vegna kvennamála. Samið var um frið á ráðstefnu í Hamborg í janúar árið 1533. Hinrik sendi mann að nafni Thomas Lee og Danakonungur sendi son sinn Kristján sem átti að verja málstað Íslands. Englendingar heimtuðu skaðabætur en Þjóðverjar sögðust hafa verið þátttakendur í lögreglu- aðgerð danska konungsins. Sáttafundir stóðu yfir 15. til 17. febrúar og niðurstaðan var sú að kröfur Englendinga voru hunsaðar. Loks var samið um að Englendingar mættu kaupa fisk við strendur Íslands en ekki veiða en þær heimildir voru ekki nýttar sökum áhugaleysis. Englendingar voru hataðir á Íslandi, Þjóðverj- ar allsráðandi og Skotar farnir að ræna enskum skipum. Englendingar höfðu lengi verið þyrnir í augum Danakonungs sem gat illa haldið þeim í burtu. Nú voru Þjóðverjar komnir í staðinn og beindust aðgerðir konungs því gegn þeim eftir Grindavíkurstríð- ið. Loks tókst að koma Þjóðverjum úr landi árið 1602 og sátu Danir þá sjálfir einir að nýlendu sinni. n BlóðBað Á SuðurneSjumþingmenn heimtuðu geimsíma Í októbermánuði árið 1996 háðu alþingismenn kjarabar- áttu til að fá til afnota svokall- aða geimsíma. Geimsímar voru þó ekki notaðir til þess að ná sambandi við framandi verur á öðrum plánetum, líkt og E.T. hafði í puttanum, heldur ósköp venju- legir GSM símar sem voru þá að ryðja sér til rúms. Geimsím- ar kostuðu á þeim tíma rúm- lega 45 þúsund krónur og kostnaðurinn þá þrjár milljónir fyrir alla alþingismenn. Í frétt Helgarpóstsins frá 17. október kom fram að þingfor- setinn taldi þessa kröfu ekki ósanngjarna en fjárveitingar- valdið væri tregt í taumi enda greiddi Alþingi þegar mörg út- gjöld þingmanna. Vísir 9. nóvember 1959Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.