Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Síða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Síða 68
68 tímavélin 25. maí 2018 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 SÓFADAGAR 25-60% AFSLÁTTUR Í maí árið 1997 kom bandaríski grínistinn Jerry Seinfeld í heim- sókn til Íslands ásamt lífverði sínum. Á þeim tíma voru komur frægra til Íslands ekki jafn tíðar og nú og því mikið fjallað um heim- sóknina í fjölmiðlum. Seinfeld fór í Bláa lónið og snæddi þar heitreyktan silung og heilagfisk ásamt lífverðinum. Síð- an var haldið út á lífið á skemmti- staðina Óðal og Astró. „Það var gaman í gærkvöldi,“ sagði grínist- inn í samtali við DV 20. maí. „Ég er með vini mínum hér og ætla að dvelja í nokkra daga.“ Heimsókn Seinfeld var fyrir- varalaus og kom svo flatt upp á landann að fæstir sem hittu hann gerðu sér strax grein fyrir því að þeir stæðu frammi fyrir einni stærstu sjónvarpsstjörnu samtím- ans. „Þegar þeir komu hingað af- greiddi ég hann án þess að líta upp,“ sagði Ásta Einarsdóttir í Bláa lóninu. Auglýsing á rafnudd- tæki kærð Vorið 1983 barst auglýsinga- bleðill inn á heimili fólks á höfuðborgarsvæðinu þar sem undratækinu Slendertone var lýst. Samkvæmt DV stóð þar meðal annars: „Slendertone gerir þér fært að endurheimta upprunalegan teygjanleika og styrk vöðvanna … Allt gerist þetta á stysta hugsanlega tíma á meðan þú liggur og slapp- ar af og hefur það gott.“ Tæk- ið, sem er ennþá selt á Íslandi, gefur frá sér rafboð sem berast um líkamann í gegnum mjúk- ar gúmmíplötur. Einn viðtak- andi taldi það brot á reglum að auglýsa vöruna eins og hún jafngilti erfiðri líkamsþjálfun og kærði auglýsinguna til Verð- lagsnefndar. Ólafur G. Sigurðsson, hjá innflutningsaðilanum Bata hf., sagði að það hefði aldrei verið ætlunin að kynna tækin með skrumi. „Við teljum þau ein- faldlega of góð til þess.“ Seinfeld fór á strippstaðinn Óðal T ónleikar Rage Against the Machine í Hafnarfirði árið 1993 eru sennilega einir goð- sagnakenndustu tónleikar Íslandssögunnar. Þeir sem voru þar monta sig af því og þeir sem voru þar ekki dauðöfunda þá. Hljóm- sveitin kom hingað á hápunkti frægðar sinnar og Íslendingar hreinlega misstu sig. Svartamarkaðsbrask Í raun minna tónleikarnir um margt á komu Led Zeppelin hingað árið 1970. Báðar hljómsveitirnar voru aðeins tveggja ára gamlar þegar þær spiluðu á Íslandi, skutust hratt upp á stjörnuhimininn og þóttu marka tímamót í rokkinu. Báðar komu hljómsveitirnar á Listahátíð, sem er aðallega þekkt fyrir að velja hámenningarlega viðburði frekar en skemmtiefni fyrir ungt fólk. Ljóst var að eftirspurn eft- ir miða yrði mikil og Kaplakriki myndi tæpast ná að hýsa alla sem vildu mæta. Fljótlega seldust miðarnir upp og svartamarkaðs- brask hófst. Fregnir bárust af því að miðaverð á svarta markaðinum væri um 8.000 krónur, skömmu fyrir tónleikana, en upphaflega kostaði miðinn 2.500. Fjögur þúsund manns mættu í Kaplakrika laugardagskvöldið 12. júní til að berja bandarísku stjörnurnar augum og vinsælasta hljómsveit landsins, Jet Black Joe, hitaði mannskapinn upp. Fáir urðu fyrir vonbrigðum með tón- listina sem boðið var upp á en sumir kvörtuðu yfir því að há- talararnir væru ekki stilltir nógu hátt. Klukkan tíu stigu Rage Aga- inst the Machine á svið. Á þeim tímapunkti var hitinn í salnum orðinn óbærilegur og loftræsti- kerfið réði ekki við neitt. Ösin var mikil og margir ölvaðir unglingar á staðnum. Svitinn beinlínis lak af veggjum hallarinnar. Þegar hljóm- sveitin hóf prógrammið með Take the Power Back, ærðist allt. Gæslan á svæðinu átti í stöku- stu erfiðleikum með að halda tón- leikagestum á sínum stöðum því að margir vildu príla upp á svið til hljómsveitarinnar. Einum tókst það og fór söngvarinn Zach de la Rocha fram á að honum yrði leyft að vera uppi og dansaði hann þá með sveitinni, frekar vandræðalega. De la Rocha, var heldur ekkert að reyna að róa Krikann niður heldur mess- aði yfir lýðnum um þann hrylling sem Bandaríkjastjórn hafði framið í Persaflóa. Ungmennin hoppuðu og þeyttu flösu í sælu og reiðivímu. Enginn fór vonsvikinn heim. Vopn og bognar fánastangir Dyraverðir í Kaplakrika voru vel á verði og tóku mikið magn af vopn- um af tónleikagestum. Fundu þeir fjóra hnífa, eitt bitjárn og eina handöxi sem færð voru lögreglunni í Hafnarfirði. Engar skýringar feng- ust á því af hverju tónleikagestir mættu vopnaðir. Margir voru þar mjög ölvaðir en enginn handtek- inn á staðnum vegna þessa. Þegar tónleikunum lauk upp úr miðnætti var gestum ekið í sérstök- um vögnum niður í miðbæ Reykja- víkur og þar virtust tónleikagestirn- ir loksins fá útrás fyrir reiði sinni. Nokkrir klifruðu upp í fánastengur á Lækjartorgi og létu sig hanga úr þeim. Stangirnar beygðust svo mik- ið að þær voru taldar ónýtar á eftir. Í Hafnarfirði þurfti að hafa afskipti af ofurölvi unglingum víðs vegar um bæinn en sama kvöld var ráðist inn í gambraverksmiðju við Reykja- víkurveg í Hafnarfirði. Þrátt fyrir þessa miklu ölvun og skemmdar- verk var framkvæmd tónleikanna sjálfra til mikillar fyrirmyndar og allir sem þar voru minnast þeirra sem ógleymanlegrar stundar í ís- lensku tónlistarlífi. n Gestir mættu vopnaðir Rage Against the Machine í Hafnarfirði: Vopnin sem gerð voru upptæk, DV 14. júní 1993. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.