Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2018, Blaðsíða 78
78 fólk 25. maí 2018
Þ
að er fátt skemmtilegra en
að horfa á góða bíómynd
eða góða sjónvarpsseríu,
sérstaklega fyrir mig eftir
að hafa verið 19 farsæl ár í brans-
anum. En „gott“ efni er oft vand-
fundið þrátt fyrir að framboð hafi
aldrei verið meira. Það má eig-
inlega segja að ég sé mikill sci-fi
aðdáandi enda 10 ára gutti þegar
Star Wars var frumsýnd í Nýja Bíói
árið 1978 og eftir það varð ekki
aftur snúið. Einnig er ég spenntur
fyrir myndum og þáttum um yfir-
náttúruleg efni (supernatural) og
oft tengjast þessar greinar.
Of langt mál yrði að telja upp
uppáhaldsþættina svo ég ætla
frekar að einblína á það sem ég
er að horfa á þessa stundina þó
að ég bíði spenntur eftir lokaþætti
Game of Thrones sem eru í miklu
uppáhaldi.
Sá þáttur sem ég hlakka mest
til núna er nýr þáttur í hverri viku
af Westworld og ég tók mig til og
horfði á alla fyrstu seríuna áður
en sería 2 byrjaði, svona til að
rifja upp það helsta og skilja betur
djúpar pælingar þáttanna.
Athyglisverðir þætti á borð við
Grimm, Gotham, S.H.I.E.L.D. og
Taboo vekja alltaf áhuga en ég hef
minna gaman af gamanþáttum
þó ég skemmti mér yfirleitt vel yfir
The Big Bang Theory, kannski út
af því að þeir hafa nóg af sci-fi til-
vitnunum.
Eins hef ég litla þolinmæði fyr-
ir „raunveruleikaþáttum“ en verð
þó að viðurkenna að sviksemi í
þágu græðgi í Survivor og fárán-
leikinn í The Bachelor er alltaf
gott sjónvarp.
Ég hef gaman af njósna-og
spennuþáttum eins og Black-
list og Homeland. True Detect-
ive fannst mér geggjaðir þættir
enda frábærlega skrifaðir. Njósn-
ir í Berlín (Berlin Station) sem var
að byrja lofar góðu.
Nokkrar seríur á Netflix finnst
mér mjög góðar eins og Mind-
hunters, The Stranger Things og
Designated Survivor. National
Geographic býður upp á tvær ser-
íur sem ég hef gaman af: Air Crash
Investigation og leikna heimildar-
myndaröð um Picasso.
Aðvitað gleymir maður hell-
ing en að lokum, þar sem kosn-
ingar eru á morgun, og við erum
öll rammpólitísk þá hef ég rosa-
lega gaman af Real Time with Bill
Maher og Last Week Tonight with
John Oliver.“
Hvað myndirðu segja ef Guð hnerraði?
„Fukk…“
Hvert er versta hrós sem þú hefur
fengið?
„Þú ert hvítasti maður sem ég hef kynnst.“
Borðarðu mat sem er kominn fram yfir
síðasta söludag? „Ég hef hellt mjólk korter
yfir miðnætti.“
Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast?
„Það eru kannski þrjár sem koma til greina;
Home Alone, There Will be Blood eða Step
Brothers.“
Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en
er það ekki lengur? „Smekkbuxur og Stussi
peysur.“
Hvað er löglegt í dag en verður
það líklega ekki eftir 25 ár?
„Nautaat á Spáni.“
Um hvað varstu alveg viss
þangað til þú komst að því að
þú hafðir rangt fyrir þér?
„Sælgætið djúpur eru fallbeygt
eins og kúlur, ein djúpa… margar
djúpur.“
Hvað verður orðið hallærislegt eftir
5 ár? „Veip.“
Ef þú yrðir handtekinn án skýringa, hvað
myndu vinir þínir og fjölskylda halda að
þú hafir gert af þér? „Listrænan gjörning.“
Hvað er það furðulegasta sem
þú hefur keypt? „Gerfi skjaldbökukjöt í dós,
búið til úr lambakjöti.“
Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu
vilja eiga sem vin? „Ríkharð úr Ríkharður
og Marteinn (Rick and Morty)!“
Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti
einu sinni í lífinu? „Setja takmarkið hátt og
ekki hætta fyrr en maður kemst þangað.“
Állistamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson, eða Odee, hefur
jafnan í nógu að snúast. Auk állistaverkanna, hannaði hann nýlega um-
búðir utan um bjór WOW air og fleiri verkefni eru í vinnslu sem líta munu
dagsins ljós fyrr en varir. Odee sýnir lesendum DV á sér hina hliðina.
„Þú ert hvítasti maður sem ég hef kynnst“
hin hliðin
Hvað segir
eiginkonan?
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is
Eyfi er sannur
vinur og besti
vinur minn
S
öngvarinn og lagahöfund-
urinn Eyjólfur Kristjánsson,
eða Eyfi eins og við þekkjum
hans best, er einn af okk-
ar fremstu tónlistarmönnum og
kemur reglulega fram ýmist með
öðrum eða einn með kassagítar-
inn, síðast fyrir viku síðan þegar
hann var leyniatriði á undan
hljómsveitinni Foreigner á stór-
tónleikum þeirra í Laugardalshöll.
DV heyrði í eiginkonu Eyfa,
Söndru Lárusdóttur eiganda
snyrtistofunnar Heilsa og útlit, og
spurði: Hvað segir eiginkonan um
mann sinn?
„Eyfi er sennilega sá allra fyndn-
asti sem ég veit um, hann nær að
láta alla missa það og grenja úr sér
augun, og mjög minnugur, það
er hægt að spyrja hann að öllu og
hann veit svarið. Hann er sann-
ur vinur vina sinna og besti vinur
minn. Við eigum 20 ára sambands-
afmæli og 17 ára brúðkaupsafmæli
á þessu ári og hann segir alla daga
við mig hvað hann elskar mig, það
er örugglega það sætasta sem ég
veit um. Hann er yngstur af sex
systkinum og hann elskar að bjóða
þeim í mat á afmælisdeginum sín-
um sem lýsir því best hvað hann er
góður drengur sem elskar sitt fólk.
Ljúfur drengur, mjög vel gefinn,
örlátur, algjörlega fróður um allt,
ekki bara músik og kvikmyndir.
Fær alla til að missa sig úr hlátri.“
Ragnar Jónasson: Bækurnar mínar
R
ithöfundurinn Ragnar Jón-
asson hefur getið sér gott
orð bæði hér heima og er-
lendis fyrir spennusög-
ur sínar, en alls hefur hann gef-
ið út níu bækur og er að skrifa
þá tíundu sem mun koma út fyr-
ir næstu jól. Bækur hans hafa
komið út og/eða eru væntan-
legar í alls 20 löndum. Hann hefur
einnig þýtt fjölda bóka eftir bresku
spennu sögudrottninguna Agöthu
Christie.
En hvaða bækur ætli séu í upp-
áhaldi hjá Ragnari?
Hver er eftirlætis barnabókin?
„Ég las mikið eftir Enid Blyton á
sínum tíma og hafði mjög gaman
af, til dæmis Fimm bækurnar og
Ævintýrabækurnar. Þá las ég líka
mikið eftir Ármann Kr. Einars-
son.“
Hvaða bók er uppáhalds? „Af-
leggjarinn eftir Auði Övu Ólafs-
dóttur. Ótrúlega heillandi saga.
Þá er ljóðabókin Skessukatlar
eftir Þorstein frá Hamri líka í
miklu uppáhaldi hjá mér, og Síð-
asta setning Fermats eftir Simon
Singh, sem er frábær blanda af
leynilögreglusögu og stærðfræði-
bók. Af glæpasögum er það bók
Agöthu Christie, The Murder of
Roger Ackroyd.“
Hvaða bók myndirðu mæla
með fyrir aðra? „Ég mæli oftast
með höfundum frekar en bókum,
til dæmis Auði Övu og Þorsteini
frá Hamri, en líka glæpasagnahöf-
undum á borð við P.D. James, Pet-
er Temple, Ellery Queen og Peter
May.“
Hvaða bók hefurðu lesið oft-
ast? „Sennilega einhverjar af bók-
um Agöthu Christie, það er alltaf
gaman að lesa þær aftur.“
Hvaða bók breytti lífi þínu og
hvernig? „Ætli það sé ekki fyrsta
bókin sem ég las eftir Agöthu
Christie, Sólin var vitni (Evil Und-
er the Sun), sem frændi minn lán-
aði mér. Sú bók leiddi til þess að
ég las allar bækur eftir hana sem
ég náði í og fór síðan að þýða
bækur eftir hana, og loks að skrifa
sakamálasögur.“
Hvaða bók bíður þín næst
til lestrar? „Um helgina ætla ég
að lesa nýju bókina eftir Shari
Lapena, An Unwanted Guest,
en Shari verður heiðursgestur
á glæpasagnahátíðinni Iceland
Noir, sem haldin verður í Reykja-
vík í nóvember og ég er að taka
þátt í að skipuleggja með rithöf-
undafélögum mínum.“
Bókin á náttborði
Jörundar
Jör-
undur Ragnarsson
er með Útlagann eftir Jón
Gnarr, fyrrverandi meðleikara
sinn úr Vaktaseríunum, á nátt-
borðinu. „Ég er ekki búinn með hana
en hún er frábær, búin að hreyfa við mér
margoft og tækla eiginlega allan tilfinn-
ingaskalann. Ótrúlega einlæg og full af
sársauka og sorg en samt svo fyndin
og falleg. Það er sagt um marga að
þeir séu snillingar en það á við
um fáa. Það á samt við
um Jón.“
Guðmundur Breiðfjörð lifði og hrærðist í bíó-
bransanum í 19 ár og er meðal fróðustu manna
um kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Hann er mikill
sci-fi aðdáandi, en hefur litla þolinmæði fyrir raun-
veruleikaþáttum.
„Ég er mikill sci-fi aðdáandi enda 10 ára
gutti þegar Star Wars var frumsýnd“
Skjárýnirinn: