Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Qupperneq 26
26 FÓLK 21. sept 2018 1995. Ég varð einfaldlega fyrir hugljómun. Það bara gerðist einn daginn. Það var auðvitað oft farið á pöbba eftir æfingar og sýningar. Við viss tækifæri vitraðist mér að ég væri hreinlega stjórnaus alkó- hólisti og það var fínt að „feisa“ það loksins. Ég vaknaði upp í einhverju paríi úti í bæ og vissi ekkert hvað hafði gerst. Mér fannst ég fara út úr líkamanum og horfa á mig eins og áhorfandi á bíómynd. „Þarna er þessi gæi, hvað er hann að pæla og hvað ætlar hann að gera núna?“ Þarna urðu hugsanaskipti og algjör umsnúningur. Á þessum tíma var ég vinna í leikhúsinu og fékk mig ekki lausan úr sýningunni. Á þessum tíma var ekki komin nein göngudeild og þetta endaði þannig að ég fékk því að taka „brennivínsskólann“ utan skóla. Mætti í grúppu í Síðumúla og fór á fundi. Fór svo af fullum krafti inn í samtökin.“ Hann tekur undir kenningar kanadíska læknisins Gabor Maté, eins fremsta fræðimanns heims á sviði ávanabindingar. Að sögn Maté er áfengisfíkn bein afleiðing áfalla. „Sem fullorðið barn alkóhólista þá er mitt „tráma“ vanræksla og of- beldi. Ég var alltaf ákveðinn í því að ég ætlaði aldrei að drekka af því að ég sá hvernig áfengi fór með mömmu mína og aðra í kringum mig. En þetta „tráma“ var þannig að eina leiðin til að deyfa það var að drekka sjálfur. Og á þeim tíma- punkti missti ég stjórnina. Sjúkdómshugtakið, eins og AA samtökin skilgreina það, er mjög einfalt og auðskiljanlegt. Það gerir þér kleift að fókusera á eitthvað til að ná bata –„Ég er með sjúkdóm og hann virkar svona og þegar ég er ekki í neyslu þá er hann óvirk- ur.“ – Mér finnst konseptið virka af því að það getur útskýrt svo margt hvað varðar líðan og hegðun alkó- hólista. Ef ég er með sjúkdóm þá er til lausn. Þeir sem nota hins vegar sjúk- dómshugtakið til að afsaka mis- gjörðir eða vonda framkomu, þeir eru augljóslega ekki í bata. Þeir reyna að búa til réttlætingu í stað þess að taka á sínum brestum.“ „Minn kæri sonur“ Sem lítill drengur átti Valgeir sér þá ósk heitasta að eiga föður. Allir strákarnir í hverfinu áttu pabba nema hann. Pabbi Valgeirs bjó í hins vegar í Englandi og þekkti Val- geir hann aðeins í gegnum ljós- myndir og frásagnir héðan og þaðan. „Ég fann einhvern tímann bréf frá lögfræðingi pabba en þá hafði mamma staðið í málaferlum við hann á sínum tíma og fór fram á meðlagsgreiðslur.“ Dag einn þegar Valgeir var 17 ára tók hann sig til, skrifaði bréf til lögfræðingsins og bað hann um að koma honum í samband við föður sinn. Í kjölfarið skrifaði hann föður sínum bréf. „Ég var búinn að vera með þennan pabbakomplex í mörg ár, var búinn að heyra aðra tala um hann og var búin að sjá myndir af honum. Ég heyrði sögur um það hvað hann væri mikill snillling- ur og stórkostlegur djassmúsíkant, klár á píanó og trompet og út frá því málaði ég hálfgerða helgimynd af honum í hausnum á mér. Svo gerðist það að hann skrifaði mér til baka og tók þessu afskaplega vel. Hann bjó þá með írskri konu í London og var búinn að eignast með henni tvær dætur. Nokkrum mánuðum síðar, um jólin, skrifaði hann mér annað bréf en af skrifun- um af dæma var hann aðeins búinn að fá sér í glas og það var byrjað að losna um til finningarnar. Þetta var mjög einlægt og fallegt bréf sem hófst á orðunum „My dear son“ (Minn kæri sonur.) Í bréfinu bauð hann mér síðan koma út og dvelja hjá þeim um tíma. Það varð úr að ég fjárfesti í opn- um flugmiða og dreif mig út. Þar sem pabbi var að vinna þegar ég lenti í London þá komu konan hans og stelpurnar þeirra tvær, systur mínar, að sækja mig á Heathrow. Þær lentu þá í vandræðum vegna þess að enginn vissi hvernig ég leit út, það hafði enginn hugsað út í það að senda ljósmynd. Þær þurftu þess vegna að reyna að giska á það hver í farþegahópnum væri 17 ára strákur frá Íslandi. En þegar ég sá þær vissi ég strax hverjar þær voru.“ Stundin þegar Valgeir hitti föð- ur sinn í fyrsta skipti var ekki eins og hann hafði gert sér í hugarlund. „Ég var búinn að ímynda mér þetta dramatíska kvikmyndamóment þar sem við féllumst í faðma í mik- illi geðhræringu. Hann beið eftir okkur heima og það fyrsta sem ég tók eftir var að hann var miklu minni en ég. Þetta var voðalega formlegt allt saman. Við tókumst í hendur og heilsuðumst eins og tveir miðaldra menn á fundi. Ég reyndi að halda kúlinu eins og ég gat og reykti hverja sígarettuna á fætur annarri. Við fórum svo smátt og smátt að opna okkur fyrir hvor öðrum, ég sagði honum frá lífinu á Íslandi og hann sagði mér sögur frá fyrri tíð.“ Feðgarnir áttu sameiginlegt áhugamál, tónlistina, og Valgeiri var boðið að koma á æfingar með hljómsveit föður síns. „Þegar hann komst að því að ég spilaði á LEIÐANDI Í GREIÐSLULAUSNUM Greiðslulausnir tengdar helstu afgreiðslukerfum Sjálfstandandi greiðslulausnir og handfrjálsir posar Hlíðasmára 12 201 Kópavogi verifone@verifone.is S: 544 5060 Foreldrar Valgeirs í London á sjöunda áratug seinustu aldar. Faðir Valgeirs var fjölhæfur tónlistarmað- ur með glæstan feril.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.