Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Qupperneq 29
21. september 2018 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Steinn Kári Ragnarsson / steinn@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is Heils Vöðvasmiðjan er fyrir-tæki einkaþjálfaranna Erlendar Guðmunds- sonar og Helenu Pereira. Bæði eru vel menntuð og þrautreynd í líkamsræktar- fræðunum og bjóða upp á einstaklingsbundna þjálfun þar sem þau hjálpa fólki við að ná markmiðum sínum og gera líkamsrækt að lífsstíl til frambúðar. Einnig reka þau vefverslun með líkams- ræktartæki á síðunni vod- vasmidjan.is. Erlendur og Helena þjálfa bæði í nokkrum stöðvum World Class. Helena sér- hæfir sig í þjálfun kvenna og er þessa dagana að fara af stað með hópeinkaþjálfun sem ber heitið Sjálfstraust & Hraust. Í þeirri þjálfun er mikið lagt upp úr heil- brigðri nálgun á hreyfingu og mataræði ásamt því að vinna að breyttu hugarfari. Á Instagram-síðu sinni www. instagram.com/the_helenap talar hún mikið um jákvæða sjálfsmynd og hennar viðhorf til heilsu. En Helena vill hjálpa konum að koma jafnvægi á líf sitt, að vera við góða heilsu og að líða vel bæði andlega og líkamlega. Erlendur sérhæfir sig í þjálfun karlmanna á besta aldri, svona upp úr 35 ára. „Þetta eru gjarnan menn í annasömum störfum með fjölskyldu og þeir eiga í erf- iðleikum með að koma reglu á mataræði og finna líkams- ræktinni stað í sinni rútínu. Ég hef sérhæft mig í að hjálpa þessum mönnum að kom- ast í sitt besta form og þá er mikilvægt að beita einstak- lingsbundinni nálgun því það sem hentar einum hentar ekki endilega öðrum.“ Hvað er það sem knýr fólk áfram? Aðspurður segir Erlendur að meirihluti fólks sem leitar til þeirra vilji losna við aukakíló. Mörg dæmi séu þó einnig um að fólk sem ekki glímir við ofþyngd hafi samband og vilji hreinlega bæta almennt form, styrkja sig og líða betur. „Annars leggjum við mikla áherslu á að fitutap og þyngdartap er ekki endilega það sama og við einblínum ekki á töluna á vigtinni. Við erum líka mikið að vinna með hugarfarið hjá fólki og að komast inn fyrir skel- ina. Hverju vilt þú í rauninni breyta? Við viljum komast inn fyrir þessar yfirborðskenndu ástæður sem byggja á því hvernig samfélagið segir að þú eigir að vera. Af hverju viltu þetta? Er það af því það er orðið erfitt fyrir þig að leika við börnin þín? Finnst þér miður að hafa ekki meiri orku í vinnunni og daglegu lífi? Viltu verða fyrirmynd? Oft eru verkir að hrjá fólk og það stendur frammi fyrir því að það er farið að glíma við heilsuleysi og afleiðingar hreyfingarleysis langt fyr- ir aldur fram. Þegar við komumst að þessum djúpu ástæðum hjá fólki þá smell- ur þetta oft saman og hjólin fara að snúast,“ segir Erlendur. Mikið aðhald og stuðningur Vöðvasmiðjan býður upp á fjarþjálfun, einkaþjálfun og hópþjálfun. Einkaþjálfun- in veitir nánasta og besta aðhaldið en þjálfun í litlum hópum getur líka verið afar hvetjandi. Í fjarþjálfun- inni, sem sumir velja vegna erfiðrar staðsetningar eða einfaldlega af fjárhagástæð- um, kappkosta Erlendur og Helena að veita mikið aðhald og stuðning þar sem þau eru í reglulegu sambandi við skjólstæðinga sína og hjálpa þeim að ná tökum á heil- brigðum venjum. „Okkar fólk nær árangri vegna þess að við vinnum með því í að finna lausnir sem henta því og eig- um gott samtal vikulega hið minnsta þar sem við förum yfir stöðuna, hvernig gekk í vikunni sem leið og hvort við þurfum að breyta einhverju fyrir framhaldið, við erum ekki að krefja neinn um full- komnun heldur að við gerum okkar allra besta til að bæta okkur viku fyrir viku.“ Erlendur og Helena eru ekki hrifin af skyndilausnum og öfgum í mataræði heldur telja mikilvægt að reyna að innleiða langtímaumbætur á mataræði skjólstæðinga sinna. „Við fræðum fólk um mat og næringu þannig að það verði meðvitaðra um hvað það þarf að borða mikið miðað við hreyfingu sína, hvað er í því sem það er að borða og svo framvegis. Aðhaldið sem það fær leiðir síðan til þess að það velur fremur betri kostinn en þann verri þegar það stendur frammi fyrir ákvörðunum um næringu.“ Erlendur og Helena leggja metnað sinn í að gera annasömu fólki kleift að flétta líkamsrækt inn í líf sitt, öðlast aukið heilbrigði og lífsánægju og ná smám saman markmiðum sínum í þeim efnum. Ítarlegar og afar fróðlegar upplýsingar um starfsemi Vöðvasmiðjunnar er að finna á vefsíðunni vodasmidjan. is og á Instagram-síðunni www.instagram.com/coach_ erlendur. Fyrsta skrefið í átt að bættum lífsstíl gæti verið að fara inn á síðuna og kanna það sem í boði er. Gangi þér vel! Erlendur Guðmundsson og Helena Pereira VÖÐVASMIÐJAN: Einstaklingsbundin þjálfun og langtímaárangur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.