Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 8
8 Ljósmæðrablaðið - desember 2015 INNGANGUR Bandarísku geðlæknasamtökin greina átröskunarsjúkdóma í þrjá flokka: lystarstol, lotugræðgi og ótilgreinda átröskun (Amer- ican Psychiatric Association, 2000). Þeir sem þjást af lystarstoli og lotugræðgi eiga það sameiginlegt að hafa raskaðar hugsanir og hugmyndir um eigin líkamsmynd og þyngd og eru mjög hræddir við þyngdaraukningu (DSM-IV, 2000). Matarvenjur kvenna breytast gjarnan á meðgöngu, svo sem val á fæðutegundum og neyslumynstur (Crow o.fl. 2008; Rodriguez, á.á.). Þessar breytingar geta haft áhrif á líðan og heilsu hjá ákveðnum hópi kvenna, sérstaklega þeim sem eiga í vanda út af matarvenjum. Konur með átröskun eru hræddar við að þyngjast og hugsa mikið um megrun. Á meðgöngu er hins vegar eðlilegt og mikilvægt að konur þyngist hæfilega mikið (sjá töflu 1). Bæði of lítil og of mikil þyngdaraukning á meðgöngu hefur verið tengd við fylgikvilla á meðgöngu og í fæðingu (Siega-Riz o.fl., 2011). Rannsóknir hafa sýnt að átröskun hrjáir 5‒7,5% barnshaf- andi kvenna (Watson o.fl., 2013; Easter o.fl., 2013). Jafnframt að átröskunareinkenni virðast almennt minnka á meðgöngu (Blais o.fl., 2000; Bulik o.fl., 2007; Crow o.fl., 2008; Lemberg og Phillips, 1989; Morgan o.fl.,1999a; Rocco o.fl., 2005) en hafa tilhneigingu til að versna aftur eftir fæðingu og í sumum tilfellum verða jafn slæm eða verri en þau voru fyrir getnað (Crow o.fl., 2008; Lemberg og Phillips, 1989; Morgan o.fl., 1999a; Rocco o.fl., 2005). Nokkrar íslenskar rannsóknir hafa verið gerðar á átröskun þar sem markmiðið hefur m.a. verið að skoða megrun meðal unglinga og tengsl við líkamsmynd, sjálfsvirðingu og átröskunareinkenni (Sigrún Daníelsdóttir o.fl., 2007), skoða innlagnir, sjúkdómsmynd og lífs- horfur einstaklinga með lystarstol (Anna Sigurðardóttir o.fl., 2010), tíðni átröskunar hjá framhaldsskólanemum (Thorsteinsdottir og Ulfarsdottir, 2008) og hjá háskólastúdentum (Ingibjörg Ásta Claes- sen og Sigrún Jensdóttir, 2010). Niðurstöður þessara rannsókna gefa til kynna að átröskun hrjái 6‒15% framhaldsskólanema og háskóla- stúdenta (Thorsteinsdottir og Ulfarsdottir, 2008; Ingibjörg Ásta Claessen og Sigrún Jensdóttir, 2010), að um þriðjungur unglinga á grunnskólaaldri fari í megrun (Sigrún Daníelsdóttir o.fl., 2007) og að meðalaldur við innlögn á geðdeild vegna lystarstols sé 18,7 ár (Anna Sigurðardóttir o.fl., 2010). Allar rannsóknirnar sýna að stúlkur séu frekar í þessum hópi en drengir. Átröskunarsjúkdómar geta verið alvarlegir, þeir eru algengastir á meðal kvenna á barneignaraldri (Blais o.fl., 2000) og því mikil- vægt að skoða hvort og hvaða áhrif þeir geta haft á barneignarferlið. Undanfarinn áratug hafa rannsóknir í auknum mæli beinst að andlegri heilsu kvenna í kringum barnsburð og að áhrifum andlegrar heilsu hjá móður á heilsu og þroska barnsins. Við fundum eina íslenska rannsókn á reynslu kvenna af átröskun á meðgöngu. Það var lokaverkefni til BS prófs í hjúkrun, eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við þrjár konur en þær áttu samanlagt sjö meðgöngur og fæðingar að baki. Allar töldu þær einkenni sjúkdómsins vera að einhverju leyti til staðar á meðgöngu en eftir fæðingu tók sjúkdómur- inn sig upp af krafti (Dagný Sif Stefánsdóttir, Katla Hildardóttir, Lára Kristín Jónsdóttir og Sunna Sævarsdóttir, 2011). Í klínískum leiðbeiningum um átröskunarsjúkdóma (Embætti landlæknis, 2006) kemur fram að þungaðar konur með átröskunarsjúkdóm eigi að vera í nákvæmu eftirliti á meðgöngu og í sængurlegu. Þar er sérstaklega talað um að konur með lystarstol eigi að fá sértæka meðgönguvernd til að tryggja nægilega næringu á meðgöngunni og til að fylgjast með þroska fósturs. Hins vegar er ekki minnst á skimun, greiningu eða umönnun kvenna með átröskun í klínískum leiðbeiningum um 2 Tafla 2. Greiningarskilmerki DSM-IV fyrir lystarstol, lotugræðgi og ótilgreinda átröskun.*   Greiningarviðmið DSM-IV fyrir lystarstol** Greiningarviðmið DSM-IV fyrir lotugræðgi*** Greiningarviðmið DSM-IV fyrir ótilgreinda átröskun A. Neita að viðhalda líkamsþyngd í eða fyrir ofan neðri mörk eðlilegrar þyngdar miðað við aldur og hæð, þ.e. vega minna en 85% af eðlilegri þyngd; eða að þyngdaraukning á vaxtartíma er of lítil en það leiðir til þess að þyngd verður minni en 85% af eðlilegri þyngd. Endurtekin lotuofátsköst. Lotuofát einkennist af eftirfarandi tveimur þáttum: 1. 1. Borða, innan vissra tímamarka, þ.e. innan tveggja klukkustunda, magn af fæðu sem er augljóslega meira en flestir myndu neyta innan svipaðra tímamarka og við svipaðar kringumstæður. 2. 2. Tilfinningu um að hafa ekki stjórn á áti meðan á átkasti stendur, þ.e. tilfinningu um að geta ekki hætt eða stjórnað hvað eða hversu mikið borðað er. Fyrir stúlkur/konur, öll greiningarviðmið lystarstols eru uppfyllt en blæðingar eru reglulegar. B. Mikill ótti við að þyngjast eða verða feit(ur), jafnvel þótt einstaklingurinn sé undir eðlilegri þyngd. Endurteknar óeðlilegar mótvægisaðgerðir til að koma í veg fyrir þyngdaraukningu, svo sem að framkalla uppköst, misnota hægðalyf eða þvaglosandi lyf, nota stólpípu, fasta eða stunda óhóflegar líkamsæfingar. Viðkomandi uppfyllir öll greiningarviðmið lystarstols en þrátt fyrir mikið þyngdartap er þyngd innan eðlilegra marka. C. Trufluð skynjun á eigin þyngd og líkamslögun, sjálfsmat (sjálfsmynd) óeðlilega háð líkamslögun og þyngd, eða afneitun á alvarleika þess hversu lítil núverandi þyngd er. Bæði átköst og óeðlilegar mótvægisaðgerðir eiga sér stað, að meðaltali, að minnsta kosti tvisvar í viku í þrjá mánuði. Viðkomandi uppfyllir öll greiningarviðmið lotugræðgi en átköstin og óviðeigandi mótvægishegðun eiga sér stað sjaldnar en tvisvar í viku eða hafa varað skemur en í þrjá mánuði. D. Tíðastopp meðal kvenna, þ.e. hafa ekki haft blæðingar síðustu þrjá tíðahringi. (Kona er talin hafa tíðastopp ef blæðingar koma eingöngu í kjölfar estrógen-hormónagjafar.) Líkamslögun og þyngd hefur óeðlilega mikil áhrif á sjálfsmynd. Einstaklingur í eðlilegri þyngd sýnir óviðeigandi mótvægishegðun eftir að hafa neytt lítils magns fæðu (t.d. framkallar uppköst eftir að hafa borðað tvær smákökur). E. Framangreind einkenni einskorðast ekki við tímabil lystarstols. Mikið magn af mat er reglulega tuggið og spýtt út en ekki kyngt. F. Lotuofát (e. binge eating disorder): endurtekin átkastatímabil án reglulegrar mótvægishegðunar sem er einkennandi fyrir lotugræðgi. *     Vert er að geta þess að árið 2013 kom út fimmta útgáfa af DSM-kerfinu og hefur orðið breyting á flokkunarkerfi átröskunarsjúkdóma en engar af þeim rannsóknum sem notaðar eru í þessari samantekt studdust við það. Því er stuðst við eldri útgáfur greiningarviðmiða.   ** DSM-IV greinir frá tveimur megingerðum lystarstols: 3 Takmarkandi gerð (e. restricting type): á tímabili lystarstols stundar viðkomandi ekki reglulega ofát eða hreinsunarhegðun (þ.e. framkallar uppköst eða misnotar hægðalosandi lyf, þvaglosandi lyf eða stólpípu). Ofátsgerð/hreinsandi gerð (e. binge eating/purging type): á tímabili lystarstols stundar viðkomandi reglulega ofát eða hreinsun (þ.e. framkallar uppköst eða misnotar hægðalyf, þvaglosandi lyf eða stólpípu). *** DSM-IV greinir frá tveimur megingerðum lotugræðgi: Hreinsandi gerð (e. purging type): á tímabili lotugræðgi stundar viðkomandi reglulega hreinsun, þ.e. framkallar uppköst eða misnotar hægðalyf, þvaglosandi lyf eða stólpípu. Ekki hreinsandi gerð (e. nonpurging type): á tímabili lotugræðgi stundar viðkomandi aðra mótvægishegðun, svo sem fastar eða stundar óhóflegar líkamsæfingar en hefur ekki framkallað reglulega uppköst eða misnotað hægðalyf, þvaglosandi lyf eða stólpípu. Tafla 2. Greiningarskilmerki DSM-IV fyrir lystarstol, lotugræðgi og ótilgreinda átröskun.* 1 Tafla 1. Skilgreiningar á þyngdaraukningu á meðgöngu út frá þyngd við upphaf meðgöngu. Skilgreining Líkamsþyngdarstuðull (LÞS) Hæfileg þyngdaraukning á meðgöngu Vannæring LÞS < 18,5 kg/m² 12,5-18 kg Kjörþyngd LÞS 18,5-24,9 kg/m² 11,5-16 kg Ofþyngd LÞS 25-29,9 kg/ m² 7-11,5 kg Offita LÞS > 30 kg/m² 5-9 kg   Steindor Gunnlaugsson 15.12.2015 13:14 Formatted Table Tafla 1. Skilgreiningar á þyngdaraukningu á meðgöngu út frá þyngd við upphaf meðgö gu.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.