Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 42

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 42
42 Ljósmæðrablaðið - desember 2015 Nú í haust kom finnska verðlaunasagan Ljósmóðir af Guðs náð út í íslenskri þýðingu Sigurðar Karlssonar. Höfundur bókarinnar, Katja Kettu, hlaut bókmenntaverðlaun í heimalandi sínu þegar bókin kom út árið 2011 og hefur hún síðan þá verið þýdd á fjölda tungumála og nýlega kom einnig út kvikmynd sem byggir á sögunni. Ljósmóðir af Guðs náð er ástarsaga finnskrar ljósmóður og þýsks hermanns í seinni heimsstyrjöldinni. Sögusvið bókarinnar er Norður-Finnland árið 1944. Þjóðverjar hafa hernumið Finnland og Finnar líta á þá sem bandamenn sína í baráttunni við Rússa. Þegar Rússar ná að yfirbuga Þjóðverja breytast aðstæður mjög skyndilega og Þjóðverjar verða allt í einu óvinurinn sem reka þarf úr landi. Ástarsambönd finnskra kvenna og þýskra hermanna voru ekki óalgeng á stríðstímanum enda voru hermennirnir fleiri en íbúarnir sjálfir á sumum svæðum. Ekki var litið niður á þessi sambönd fyrr en eftir að vindátt stríðsins breyttist en þá voru konurnar fordæmdar og sagðar föðurlandssvikarar, margar hverjar voru útskúfaðar í áratugi á eftir og málið þykir jafnvel enn tabú í finnsku samfélagi í dag. Í upphafi sögunnar verður aðalpersónan Villiauga ástfangin af þýskum SS-sveitarmanni og heitir því frammi fyrir Guði að hún muni aldrei biðja um neitt annað í lífinu ef hún bara fái að eiga þennan mann. Hún eltir hann í fangabúðir Þjóðverja þar sem hún starfar fyrst við hjúkrun og aðhlynningu fanga og hermanna en endar sjálf sem stríðsfangi eftir að Þjóðverjar lenda undir í stríðinu. Þjóðverjar beita fangana miklu ofbeldi og vegna kunnáttu sinnar er Villiauga einnig neydd til þess að eyða fóstrum kvenfanga í tilraunaskyni. Sagan er á sama tíma falleg og hryllileg, þetta er örlagasaga fólks á stríðstímum sem vekur mann til umhugsunar um það hversu langt fólk er tilbúið til að ganga og hvernig aðstæður í samfélaginu geta fært til mörk og haft áhrif á hugsun og hegðun. Villiauga er algjörlega ólærð og óreynd ljósmóðir í fyrstu. Þegar hún tekur á móti barni í fyrsta sinn veit hún ekki hvað ræður gjörðum sínum, eðlisávísunin segir henni að barnið sé í sitjandi stöðu og snúi öfugt, hún nær að snúa því í móðurkviði þannig að barnið fæðist án vandræða. Eftir að hún bjargar þessari konu og barni hennar finnur hún í fyrsta sinn á ævinni fyrir því að fólk beri virðingu fyrir henni. Aune, ljósmóðirin á svæðinu, tekur hana að sér í kjölfarið og kennir henni til verka. Villiauga segist vera ljósmóðir af Guðs náð en að gáfa hennar sé bæði hennar kross og frelsun. Það er ekki beinlínis val hennar að vera ljósmóðir heldur hefur starfið valið hana og hún treystir því að vera leidd áfram af æðri máttarvöldum. Hún lýsir því endurtekið að Guð leiði hana áfram í starfi og að frá honum fái hún öryggið sem til þurfi: „Og eins og áður kom öryggið yfir mig beint frá Guði, flæddi um huga minn eins og vatnið stígur upp af botni mýrarkeldu. Ég vissi strax að ég yrði að beita töngunum.“ Að sama skapi finnur hún fyrir óöryggi og vankunnáttu þegar henni finnst hún hafa yfirgefið Guð eftir hræðilega atburði í fangabúðunum: „Í fyrsta sinn á ævinni er ég hrædd … Reyni að finna kuldarólega tilfinningu kunnáttunnar sem hefur alltaf ríkt yfir mér áður. En tilfinningin er horfin úr mér, Guð leikur sér ekki í gegnum mig nú, er mér ekki náðugur.“ Við lestur bókarinnar varð ég hugsi yfir þessu með öryggið og Guð. Það hefur alltaf verið mikilvægt fyrir ljósmæður og fæðandi konur að finna fyrir öryggi, það er algjört grundvallarhugtak í ljósmóðurfræði. Margar ljósmæður tala um að öryggi og traust skapist í yfirsetunni en í dag sækjum við líka öryggi til sérhæfðrar þekkingar og menntunar, auk þess sem tækni, aðstæður og samvinna skipta okkur yfirleitt máli. Kannski þurfti trúin að þjóna öllum þessum hlutverkum hér á árum áður, sem einhvers konar haldreipi ljósmæðra bæði til að veita þeim og fæðandi konum tilfinningu um öryggi. Í bókinni Íslenskar ljósmæður: æviþættir og endurminningar er Ljósmóðir af Guðs náð? Rut Guðmundsdóttir Ljósmóðir á Landspítala - hugleiðingar um ljósmóðurstarfið eftir lestur nýútkominnar skáldsögu

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.