Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 38

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 38
38 Ljósmæðrablaðið - desember 2015 ljósmóðir hér á Selfossi og niðurstaðan hefur alltaf verið sú sama. Starfið er fjölbreytt og áhugavert eins og lífið sjálft. Það á vel við mig að búa í litlu samfélagi og mér þykir gott að eiga stutt að fara til að njóta útivistar í náttúrunni. Ég er líka svo heppin að eiga frábærar samstarfskonur á ljósmæðravakt HSU. Það er mjög dýrmætt og í raun ómetanleg lífsgæði ef starfið og starfsandinn er þannig að aldrei er leiðinlegt að mæta í vinnuna. Herborg Pálsdóttir ljósmóðir við HSU. SNÆFELLSNES Haustið 2014 urðu breytingar hjá mér og minni fjölskyldu, við ákváðum að flytja úr borginni, stefnan var tekin á Akranes. Ég vildi að svo stöddu ekki gera frekari breytingar og því hélt ég áfram að vinna á Landspítalanum. Ekki var ég búin að búa lengi á Akranesi þegar haft var samband við mig frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE). Vegna veikinda vantaði afleysingarljósmóður í mæðravernd á Snæfellsnesi, ég fékk ekki langan umhugsunartíma og ákvað að slá til fram á vor. Ég sinni mæðravernd í Stykkishólmi, Grundarfirði og Ólafsvík hálfsmánaðarlega, ég fer á tvo staði á dag, annan daginn er ég í Stykk- ishólmi og Ólafsvík og hinn daginn í Grundarfirði og Ólafsvík. Það hafa verið flestar ófrískar konur í Ólafsvík af þessum stöðum, þess vegna er ég í hvert sinn þar. Veturinn var erfiður, veðráttan leiðinleg en alltaf komst ég vestur. Gaman er að kynnast þessum konum á landsbyggðinni, þær eru lang flestar hraustar og það sem mér finnst einkenna flestar þessara kvenna eru rólegheit og æðruleysi. Stundum á ég erfitt með að vera komin á réttum tíma milli staða, en aldrei hefur það verið neitt mál, þær eru þakklátar fyrir að hafa þjónustuna á staðnum. En auðvitað eru konurnar þverskurður af samfélaginu og þar eru sömu vandamálin inn á milli eins og annars staðar. Gott aðgengi er að stoðþjónustu eins og sálfræðingum fyrir vestan. Flestar konurnar fara í ómskoðun á Akra- nesi og þar er gott aðgengi að læknum og ljósmæðrum ef á þarf að halda. Hátt hlutfall eru erlendar konur, stundum er það erfitt þar sem þær kunna oft litla íslensku og ensku, þær vinna oft erfiðisvinnu og fá oft lítinn skilning hjá vinnuveitanda ef þær þurfa að minnka vinnuna vegna meðgönguvandamála. Tíminn hefur liðið og núna er ég búin að sinna þessu í rúmt ár sem átti að vera nokkrir mánuðir, ég er búin að taka þetta að mér fram á vor allavega. Þetta er mikil keyrsla og ég finn oft fyrir þreytu á leiðinni heim, stundum hef ég þurft að stoppa bílinn og leggja mig aðeins til að halda áfram. Ég hugsa oft til ljósmæðra sem unnu í héraði í gamla daga, þær þurftu oft að ferðast í öllum veðrum til kvenna. Þær voru ekki með neinn farsíma til að láta fjölskyldu sína vita af sér. Ég er þó á ágætum hlýjum bíl með eitthvað til að hlusta á og síma til að láta vita af mér. Hrafnhildur Ólafsdóttir ljósmóðir NÝTT STURTUSÁPA ÁN OFNÆMISVALDANDI EFNA ERTIR EKKI VIÐKVÆMA HÚÐ MÝKIR OG NÆRIR HÚÐINA Viðurkennt af dönsku astma- og ofnæmissamtökunum Þægileg pumpa á brúsanum auðveldar þér að skammta hæfilegt magn. Heilsugæslustöð Ólafsvíkur.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.