Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 18
18 Ljósmæðrablaðið - desember 2015 Tafla 3. Heimildir um ástæður og afleiðingar skapabarmaaðgerða, viðhorf til skapabarmaaðgerða og áhrif fjölmiðla á hugmyndir um eðlilegt útlit kynfæra kvenna.Tafla 3. Heimildir um ástæður og afleiðingar skapabarmaaðgerða, viðhorf til skapabarmaaðgerða og áhrif fjölmiðla á hugmyndir um eðlilegt útlit kynfæra kvenna. Höfundar og ártal Tilgangur Aðferð, úrtak, mælingar Niðurstöður Ályktun höfunda Bramwell o.fl., 2007. Bretland. Að auka skilning á orsökum þess að konur fara í skapabarmaaðgerð, væntingum þeirra til aðgerðar og reynsluna af henni. Eigindleg viðtalsrannsókn, n*=6; aldursbil 16–45 ára Þátttakendur fundust í skrám kvenríkisspítala og höfðu farið í skapabarmminnkun. Þemagreining. Þema 1. Eðlilegt en gallað Tilfinning um óeðlilegt útlit kynfæra samfara vitund um margbreytileika eðlilegs útlits. Árangur ekki í samræmi við væntingar hjá öllum. Þema 2. Kynlíf Óþægindi og kvíði vegna útlits skapabarma og jafnvel von um betra samband við kynlífsfélaga. Misjafnt hvernig það gekk eftir. Þema 3. Ferli þess að komast í aðgerð Upplýsingar um aðgerðir fengust frá heilbrigðisstarfsmönnum og úr fjölmiðlum. Þær voru misvísandi í sumum tilvikum. Viðmið um útlit skapabarma hefur áhrif á sókn í aðgerðir á skapabörmum. Jákvæð áhrif aðgerða á kynlíf kvennanna má rekja til aukins sjálfstrausts frekar en til sjálfrar aðgerðarinnar. Boðið skal upp á sálfræðimeðferð samhliða ósk um aðgerð. Crockett o.fl., 2007. Bandaríkin. Að meta áhrif raunveruleikaþátta um lýtaaðgerðir á þá ákvörðun að leita ráða hjá lýtalækni. Rannsakað var hvort þættirnir hafi áhrif á væntingar til aðgerða. Könnunarsnið, n#=42; konur (meðalaldur=35,9 ár; aldursbil 11-45 ár) sem höfðu ekki farið í lýtaaðgerð áður. Spurningalistakönnun sem var tvískipt og fór fyrri hluti hennar fram áður en einstaklingur talaði við skurðlækni en seinni hlutinn strax eftir fyrsta viðtal við skurðlækni. Þátttakendur voru spurðir um ákveðna raunveruleikaþætti sem fjalla um lýtaaðgerðir og þeim var skipt í hópa eftir því hvort þeir horfðu mikið eða lítið á þá þætti. Einnig voru þeir spurðir um þá þekkingu sem þeir höfðu á lýtaaðgerðum, hvort þeir álitu þættina endurspegla lýtaaðgerðir í raunveruleikanum og hvort þættirnir hefðu áhrif á ákvörðun Meirihluti þátttakenda voru konur. Alls horfðu 57% mjög mikið á raunveruleikasjónvarpsþætti. Samanborið við þá sem horfðu sjaldan á slíka þætti töldu þeir sem mjög oft horfðu á þá þekkingu sína á lýtaaðgerðum marktækt betri en hinna og voru marktækt líklegri til að finnast þættirnir endurspegla raunveruleikann. Allir þátttakendur töldu sig hafa bætt við þekkingu sína eftir viðtal við skurðlækni. Um 79% þátttakenda sögðu að sjónvarp og aðrir fjölmiðlar hefðu haft áhrif á ákvörðun þeirra að leita eftir upplýsingum um lýtaaðgerð. Alls ætluðu 54% af þeim sem horfðu mikið á þættina að ganga lengra og fara í aðgerð en 39% þeirra sem horfðu minna á þættina. Ekki var munur á milli hópanna þegar kom að líkamsímynd þeirra. Rannsóknin styður þá tilgátu að raunveruleikaþættir um lýtaaðgerðir hafi áhrif á væntingar skjólstæðinga til lýtaaðgerða, hvort þeir sækist eftir upplýsingum og fari í aðgerð. þeirra að leita eftir lýtaaðgerð. Þeir voru einnig beðnir um að svara spurningum um líkamsímynd sína. Crouch o.fl., 2011. Bretland. Meta einkenni og væntingar hjá heilbrigðum konum sem sækjast eftir því að fara í skapabarmaminnkun. Framsæ viðtalsrannsókn, n=33. Meðalaldur=23 ár; aldursbil 11 til 45 ár. Þátttakendur voru frá kvensjúkdómadeild ríkisspítala. Lengd og breidd innri skapabarma var mæld og borin saman við fyrirfram ákveðin gildi. Helstu ástæður aðgerða og væntingar til þeirra voru skoðaðar ásamt því að skoða hvaðan hugmyndir um útlit kynfæra koma. Ástæður aðgerðar: óánægja með útlit og líkamleg óþægindi. Væntingar til aðgerða: Breytt útlit kynfæra. Upplýsingar um aðgerðir fengust í 33% tilvika úr auglýsingum um fegrunaraðgerðir, 15% flettu upp læknisfræðilegum skýringarmyndum og 12% horfðu á klám. Lengd skapabarma kvennanna var innan eðilegra marka í öllum tilvikum. Hjá þremur var ósamræmi á milli skapabarma og þeim boðin aðgerð. Alls 30 konum var vísað frá því skapabarmar þeirra voru taldir eðlilegir. Mikilvægt að skilgreina viðmið um eðlilega skapabarma og nauðsynlegt að skýrar leiðbeiningar liggi fyrir um hvernig heilbrigðisstarfsfólk eigi að bera sig að þegar konur sækjast eftir aðgerð á kynfærum. Goodman o.fl., 2010. Bandaríkin. Skoða annars vegar ástæður sem konur gefa upp fyrir því að fara í aðgerð á kynfærum og hins vegar ástæður sem læknar gefa upp fyrir aðgerð. Einnig var kynlífsvirkni fyrir og eftir aðgerð skoðuð sem og ánægja kvenna með aðgerð og fylgikvillar. Afturvirk spurningalistakönnun (óstaðlaður listi), n=258 konur (aldur ekki gefinn upp) og sjúkraskrárgögn 12 skurðlækna um konur sem svöruðu könnun; 341 aðgerð þar af 104 skapabarmaaðgerðir. Eftirfylgni var í 6-42 mánuði eftir aðgerð. Ástæður aðgerða: • Bæta útlit. • Auka sjáfstraust. • Minnka óþægindi (kynlíf, íþróttir, föt o.fl.). • Auka ánægju af kynlífi (eigin og félaga). • Að ósk kynlífsfélaga. Kynlífsvirkni fyrir aðgerð góð/frábær hjá 114 konum (45%) af 251. Langflestar voru ánægðar með aðgerðina (242/258; 93.8%). Hlutfallslega flestar (97.2%) sem fóru í skapabarmaaðgerð með eða án minnkunar á sníphettu voru ánægðar. Almennt var aukin ánægja með kynlíf. Alls 74% (175/237) sögðu ánægjuna meðal eða talsverða og var ánægjuhlutfallið lægst (64,7%) hjá þeim sem fóru í skapabarmaaðgerð með eða án minnkun á sníphettu. Alls 29 af 256 (11.3%) fundu fyrir fylgikvillum, lægsta hlutfallið (8.5%) var hjá þeim sem fóru í skapabarmaðgerð með eða án minnkunar á sníphettu. Erfitt er að skilgreina hvað eðlileg kynfæri eru og því er lögð áhersla á að þessar aðgerðir séu ekki gerðar í þeim tilgangi að lagfæra eitthvað óeðlilegt. Þrátt fyrir það fara konur í aðgerð í þeim tilgangi að breyta útliti kynfæra sinna. Talið er að með því að safna saman upplýsingum frá stórum hópi lýtalækna fáist skýr heildarmynd af skapabarmaaðgerðum. Jothilakshmi o.fl., 2009. Bretland. Skoða ástæður þess að unglingsstúlkum er vísað í skapabarmaaðgerðir. Afturvirk rannsókn frá árunum 2003- 2007, n=6, 11 ára (n=1), 12 ára (n=2), 15 ára (n=1) og 16 ára (n=2). Gagna var aflað úr sjúkraskrám. Fimm mismunandi ástæður voru gefnar fyrir aðgerð. Að skapabarmar flæktust í nærfötum (n=2), að þeir væru áberandi undir sundfötum (n=1),óþægindi vegna stækkunar á skapabörmum (n=1), skömm vegna þess að skapabarmar sæjust (n=1) og ótti við að verða strítt (n=1). Í skoðun sex vikum eftir aðgerð sögðust allir þátttakendur ánægðir með aðgerðina. Þörf er á að meta andlegt ástand stúlkna sem sækjast eftir aðgerð, sérstaklega ef ástæðan er fagurfræðileg. Koning o.fl., 2009. Holland. Ákvarða ríkjandi sjónarhorn (e. view) kvenna varðandi útlit innri skapabarma og skapabarma- minnkanir og hvert hlutverk fjölmiðla er við að móta það sjónarhorn. Könnunarsnið, n=482 skipt í þrjá hópa: (I) kvennemendur í læknisfræði (n=394; meðalaldur=22 ár; staðalfrávik 3 ár) við hollenskan háskóla, (II) konur sem komu á fæðinga- og kvennadeild spítala í Leeuwarden (n=51; meðalaldur=40 ár; staðalfrávik 13 ár) og (III) konur sem sóttu einkarekna heilsugæslu (n=37; meðalaldur=41 ár; staðalfrávik 10 ár). Spurningalisti var sendur til þátttakenda og sneru spurningar að þekkingu þeirra á skapabarmaaðgerðum og hvernig sú þekking var tilkomin. Alls 95% þátttakenda skoðuðu útlit eigin kynfæra reglulega, 43% fannst útlitið mikilvægt, 71% taldi eigið útlit eðlilegt og 14% óeðlilegt. Tveir þátttakendur höfðu farið í skapabarmaminnkun. Alls 95% vissu um möguleika á aðgerðum til að minnka skapabarma og höfðu 78% heyrt af þeim í fjölmiðlum. Þátttakendur sem fréttu af aðgerðum úr fjölmiðlum fannst þær marktækt síður viðunandi en þeim sem fréttu af þeim með öðrum leiðum. Marktækur munur við samanburð á hópum: • Konur í hópi I voru yngri. • Konur í hópi I voru með færri líkamlegar kvartanir. • Hópur I var líklegri til að vera ósammála því að aðgerðin væri eðlileg. Meiri hluti upplýsinga sem konur hafa um skapabarmaaðgerðir eru fengnar úr fjölmiðlum. Þar sem fjölmiðlaumfjöllun um efnið hefur aukist mikið í Hollandi á síðustu tveimur árum er það talin líkleg ástæða þess að konur eru í auknum mæli farnar að hugsa um útlit innri skapabarma. Miklos og Moore, 2008. Bandaríkin. Skoða ástæður þess að konur fara í skapabarmaaðgerð. Afturvirk rannsókn, n=131, meðalaldur 35.7 ára (aldursbil 14-57 ára). Gagna aflað úr sjúkraskrám. • Ástæður aðgerða: • Í fegrunarskyni einvörðungu: 37% (49/131). • Vegna líkamlegra óþæginda (oftast óþægindi við líkamsrækt og sársauki við fæðingu) einvörðungu: 32% (42/131). • Báðar ofangreindar ástæður: 31% (40/131). Góð líkamsímynd hefur jákvæð áhrif á kynlífsvirkni konu. Höfundar taka þó fram að lítið sé til af haldbærum rannsóknum um samband kynfæraímyndar og kynlífsvirkni konu. Motakef o.fl., 2015 Greina einfalt flokkunarkerfi fyrir stærð skapabarma og greina tækni við aðgerðir Kerfisbundin heimildasamantekt. Viðmið að greint væri frá tækni við aðgerðir, útkomu, fylgikvillum og ánægju kvenna með aðgerðina. Alls fundust 19 rannsóknir sem tóku til 1949 sjúklinga. • Sjaldan greint frá aldri í rannsóknum en aldursbil frá 11 til 68 ár. • Fáar rannsóknanna greindu frá stærð skapabarma fyrir aðgerð. • Greint var frá sjö mismunandi tækni sem notuð var við aðgerðirnar. Fyrsta kerfisbundna samantektin á framkvæmd þessara aðgerða. Klínískar framsýnar rannsóknir vantar.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.