Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Qupperneq 30

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Qupperneq 30
30 Ljósmæðrablaðið - desember 2015 Fyrir nokkrum árum byrjuðu ljósmæður að starfa við krabba- meinsleit á Leitarstöðinni. Okkur í ritnefndinni langaði að fá að vita hver aðdragandinn hefði verið að því að ljósmæður kæmu inn í þetta starf, hvernig staðan er í dag og framtíðarsýn svo eitthvað sé nefnt. Ég hitti þrjár ljósmæður í Leitarstöðinni í Skógarhlíð, þær Sigríði Þorsteinsdóttur, ljósmóður og hjúkrunarframkvæmdarstjóra Leit- arstöðvarinnar, Kristínu Sigurðardóttur ljósmóður og Laufeyju Ó. Hilmarsdóttur ljósmóður. Hvenær kom sú hugmynd upp að ljósmæður færu að vinna við krabbameinsleit? Sigríður: Ég veit ekki nákvæmlega hvenær hún kom upp. Krist- ján Sigurðsson yfirlæknir átti þessa hugmynd upphaflega og hafði frumkvæði að því að ljósmæður byrjuðu að taka leghálsstrok á Leit- arstöðinni. Kristín: Ég byrjaði hérna 2006 í aðlögun við að læra að gera þetta, vann hérna í einhverja mánuði, held að þetta hafi verið seinnipart vetrar, svona hálft ár. Var bæði í bóklegu, fyrirlestrum og verklegu. En þegar til kom þá var þetta flautað af í bili vegna andstöðu Félags íslenskra kvensjúkdómalækna, þeim fannst þeir vera að missa spón úr aski sínum. Sigríður: Fljótlega eftir að ég hóf störf á Leitarstöðinni kom þessi hugmynd upp aftur. Við vorum í þeirri stöðu að læknar vildu ekki vinna hér. Það störfuðu hérna kvensjúkdómalæknar sem oft enduðu sinn starfsferil hér og gerðu það bara mjög vel. En við heyrðum alltaf í fleiri og fleiri konum sem vildu ekki koma í skoðun vegna þess að það voru eldri menn sem tóku leghálsstrokin. Konur, sérstaklega yngri konur, vilja frekar koma í skoðun hjá konu. Þá var ákveðið að láta á þetta reyna. Við höfðum þá aftur samband við Kristínu sem hefur starfað hér síðan og Laufey byrjaði fljótlega á eftir Kristínu. Hvernig var því tekið, voru allir sáttir? Sigríður: Það voru allir sáttir og hefur þessari breytingu verið tekið mjög vel. Jón Hilmar Alfreðsson kvensjúkdómalæknir sem starfaði hérna þá tók þessar fyrstu ljósmæður að sér og kenndi þeim, hann var mjög hlynntur þessari breytingu. Þetta hefur gengið alveg rosalega vel. Það var tekin ákvörðun um að halda áfram á þessari braut. Kristján Sigurðsson vildi hafa það form að ljósmæður færu í sérstakt nám og myndu taka sömu áfanga og læknanemar á 5. ári á kvennadeildinni. Seinna var þessu breytt, ljósmæður hafa nægilega menntun til að taka þetta að sér, lagt var til að setja inn í nám ljósmæðra það sem vantaði upp á. Ljósmæður geta komið hingað og fengið vinnu en þær þurfa samt að koma og læra að taka leghálsstrok hérna. Þær eru fyrst með Kristjáni Oddssyni, sem er yfirlæknir hérna, eða þjálfaðri ljósmóður. Þær verða að setja sig vel inn í og kynna sér vel leitarleiðbeiningarnar sem við vinnum eftir. Þær þurfa að vita hvað við gerum við niðurstöðurnar, hvað niðurstöðurnar þýða og geta upplýst og frætt konur um það. Maður hefur heyrt því fleygt fram að ljósmæður gætu ekki sinnt þessu af því að þær gerðu ekki innri þreifingu? Hefur fram- kvæmdin eitthvað breyst? Sigríður: Innri þreifing er ekki lengur kennd í læknanáminu, þannig að ungir læknar gera ekki innri þreifingu í dag. Hún er talin ómarktæk og fáir sem nota hana í dag. Kristín: Hins vegar lærðum við Laufey báðar þessa svokölluðu innri þreifingu, held að við höfum bara verið tvær sem lærðum það. Jón Hilmar kenndi okkur þetta. Ég heyrði einu sinni lækni segja það að ljósmæður gætu ekki unnið við þetta því þær þreifuðu öðruvísi en læknar, þetta lýsir kannski vanþekkingunni á þessum skoðunum. Hver var aðdragandinn að þið fóruð í þetta Kristín og Laufey? Kristín: Fyrst var ég að vinna að HPV rannsókninni sem var minnir mig gerð 2002‒2003. Seinna kom Kristján Sigurðsson að máli við mig, hann vissi að ég hefði verið að vinna í þessari rann- sókn og spurði hvort ég væri til í að koma og prófa að vinna við að taka leghálssýni. Ég var alveg til í það, eftir það kom Laufey inn í þetta líka. Laufey: Ég hitti Kristínu á fundi og þá nefndi hún við mig að það væri verið að leita eftir annarri ljósmóður til að vinna við krabbameinsleit, ég ákvað bara að slá til. Sigríður: Við höfum lítið þurft að auglýsa eftir ljósmæðrum og oftast eru einhverjar ljósmæður á biðlista eftir vinnu hjá okkur. Við höfum virkjað ljósmæður á heilsugæslustöðvum út um allt land til að taka leghálssýni, það hefur gengið mjög vel. Okkur finnst að þetta hafi verið mjög farsælt. Ég er ljósmóðir og hef frekar ýtt undir það að þetta sé starf sem ljósmæður geti sinnt, því að staðan var í raun og veru þannig að ef ljósmæður hefðu ekki tekið þennan bolta þá hefði einhver annar gert það. Læknar hafa ekki viljað sinna leghálsskoðunum á Leitarstöðinni og úti á landi eru ekki læknar sem hafa viljað sinna krabbameinsleitinni nema á Akureyri, þar sjá kvensjúkdómalæknar um krabbameinsleitina. „Ef ljósmæður hefðu ekki tekið þennan bolta þá hefði einhver annar gert það“ Viðtal við ljósmæður sem starfa við krabbameinsleit

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.