Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 17
17Ljósmæðrablaðið - desember 2015 fegrunaraðgerðir á kynfærum kvenna og að fjölgun slíkra aðgerða sé áhyggjuefni (Shaw o.fl., 2013). Ekki er mikið um rannsóknir á aukaverkunum í kjölfar aðgerða sem framkvæmdar eru á skapabörmum kvenna. Helstu aukaverk- anir virðast vera útlitslegar, það teygist á börmunum eða þeir verða ekki samhverfir. Þá geta komið fram sýkingar og sárabarmar opnast (Hamori, 2014). Innri skapabarmar eru taugaríkir og hafa áhrif á örvun og fullnægingu í kynlífi. Við skapabarmaminnkun, einkum þegar skorið er af sníp, er hætta á að skorinn sé burt vefur sem er næmur fyrir kynferðislegri örvun og hefur áhrif á ánægju í kynlífi. Afleiðingar aðgerða geta verið mismunandi eftir því hvaða svæði er skorið burt (Schober o.fl., 2010). Í ljósi þessa er athyglisvert að í könnun meðal lækna með sérhæfingu í kynlífsfræðum kom fram að þriðjungur þeirra taldi skapabarmaaðgerðir bæta kynlíf (Lowenstein o.fl., 2014). Markmið þeirrar fræðilegu samantektar sem hér er kynnt er að skoða rannsóknir á ástæðum og afleiðingum skapabarmaaðgerða, viðhorf til skapabarmaaðgerða og áhrif fjölmiðla á hugmyndir um eðlilegt útlit kynfæra kvenna. AÐFERÐ Rannsóknarheimilda var aflað með því að nota gagnagrunnana PubMed og Web of Science og má sjá leitina og leitarorð í töflu 2. Titlar og samantektir úr leitarniðurstöðum voru skoðaðar og þær rannsóknir valdar sem þóttu endurspegla þekkingu á þessum aðgerðum. Rannsóknir sem fjölluðu um mismunandi tækni við framkvæmd aðgerða og árangur þeirra voru útilokaðar. Ein undan- tekning er á þessu en tekin var með kerfisbundin heimildasamantekt sem skoðaði tækni við aðgerðir ásamt fleiru (Motakef o.fl., 2015). Auk greina sem komu fram í leitinni fundust í heimildaskrám þeirra þrjár nothæfar heimildir. Elsta rannsóknin sem var notuð er frá árinu 2000. Engar íslenskar rannsóknir fundust. NIÐURSTÖÐUR Í töflu 3 eru niðurstöður rannsóknanna kynntar. Rannsóknirnar eru listaðar í stafrófsröð eftir höfundum í töflunni. Aðferðafræði, úrtak og mælingar Mismunandi aðferðafræði var notuð við rannsóknirnar. Í þremur rannsóknum var stuðst við sjúkragögn og jafnframt svöruðu þátt- takendur óstöðluðum spurningalista (Goodman, o.fl., 2010; Rouzier o.fl., 2000; Trichot o.fl., 2011); í tveimur rannsóknum voru sjúkra- gögn einvörðungu skoðuð (Jothilakshmi o.fl., 2009; Miklos og Moore, 2008); fimm rannsóknir notuðust einungis við spurningalista (Crockett o.fl., 2007; Koning o.fl., 2009; Veale o.fl., 2013; Veale o.fl., 2014 a og b); ein notaði blönduð viðtöl og mælingar sem kven- sjúkdómalæknir framkvæmdi (Crouch o.fl., 2011); ein var eigindleg viðtalsrannsókn (Bramwell o.fl., 2007) og ein kerfisbundin saman- tekt (Motakef o.fl., 2015). Í fimm rannsóknum sá skurðlæknirinn sjálfur eða aðstoðarmenn hans um gagnaöflun (Crouch o.fl., 2011; Goodman, o.fl., 2010; Jothilakshmi o.fl., 2009, Miklos og Moore, 2008; Rouzier o.fl., 2000). Ein rannsókn greindi ekki frá aldri þátttakenda (Goodman, o.fl., 2010) en samkvæmt hinum var hann breytilegur. Yngsti uppgefni aldur var 11 ár (Jothilakshmi o.fl., 2009; Motakef o.fl., 2015) og elsti 68 ár (Motakef o.fl., 2015). Fjöldi þátttakenda var frá sex (Bramwell o.fl., 2007; Jothilakshmi o.fl., 2009) upp í 258 (Goodman o.fl., 2010). Heimildasamantekt Motakef o.fl., (2015) nær þó til 1949 kvenna. Í tveimur rannsóknum er greint frá því að stærð skapabarma hafi verið mæld fyrir aðgerð (Crouch o.fl., 2011; Rouzier o.fl., 2000) og önnur þeirra tiltók að ákveðin stærð væri skilyrði fyrir aðgerð (Rouzier o.fl., 2000). Þrjár rannsóknir notuðust við stöðluð mælitæki og samanburð- arhópa (Veale o.fl., 2013; Veale o.fl., 2014a og b). Ástæður aðgerða Átta rannsóknir greindu frá ástæðum þess að konur óska eftir að fara í aðgerðina (Bramwell o.fl., 2007; Crouch o.fl., 2011; Good- man, o.fl., 2010; Jothilakshmi o.fl., 2009, Miklos og Moore, 2008; Rouzier o.fl., 2000; Trichot o.fl., 2011; Veale o.fl., 2013). Eftirtaldar ástæður voru tilgreindar: Líkamleg óþægindi vegna stækkunar skapabarma meðal annars vegna fatnaðar eða tengt íþróttum (Bramwell o.fl., 2007; Crouch o.fl., 2011; Goodman, o.fl., 2010; Jothilakshmi o.fl., 2009; Miklos og Moore, 2008; Rouzier o.fl., 2000; Trichot o.fl., 2011; Veale o.fl., 2013), fegrunarástæður sem fela í sér óeðlilegt útlit kynfæra og jafnvel skömm vegna þeirra að mati þátttakenda eða óánægja með útlit þeirra (Bramwell o.fl., 2007; Crouch o.fl., 2011; Goodman, o.fl., 2010; Jothilakshmi o.fl., 2009; Miklos og Moore, 2008; Rouzier o.fl., 2000; Veale o.fl., 2013); óþægindi eða kvíði tengdur kynlífi (Bramwell o.fl., 2007; Rouzier o.fl., 2000; Trichot o.fl., 2011; Veale o.fl., 2013); væntingar um betra kynlíf (Bramwell o.fl., 2007; Goodman, o.fl., 2010); til að auka sjálfstraust (Goodman, o.fl., 2010), ósk kynlífs- félaga (Goodman, o.fl., 2010); skapabarmar sýnilegir í sundfötum (Jothilakshmi o.fl., 2009) og ótti við stríðni (Jothilakshmi o.fl., 2009). Rannsókn Goodman o.fl. (2010) gefur til kynna að helstu ástæður fyrir aðgerð á kynfærum kvenna séu persónulegar og lítill hluti virðist vera undir áhrifum frá utanaðkomandi aðilum. Hvað einkennir konur sem fara í skapabarmaaðgerðir? Í þremur greinum leitast Veale o.fl. (2013; 2014 a og b) við að svara því hvað einkennir konur sem fara í skapabarmaðgerðir með því að bera saman konur sem fara í aðgerðirnar og konur sem vilja ekki fara í slíkar aðgerðir. Samkvæmt niðurstöðum þeirra eru konur sem fara í aðgerðirnar marktækt óánægðari með útlit kynfæra sinna, líklegri til að vera með líkamsröskun og með neikvæða líkamsímynd. Einnig voru þær líklegri til að forðast að fara í kvenskoðun og horfa á eigin kynfæri. Þær báru sig einnig saman við aðrar konur og greindu frá neikvæðum athugasemdum eða viðbrögðum við stærð skapabarma þeirra. Í grein Jothilakshmi o.fl. (2009) kemur fram að tvær stúlkur af sex voru undir eftirliti geðlæknis vegna geðheilsu sinnar. Ánægja með aðgerðir Sex rannsóknir fjölluðu um ánægju með aðgerðirnar og samkvæmt þeim er ánægjan mikil (Goodman, o.fl., 2010; Jothilakshmi o.fl., 2009; Motakef o.fl., 2015; Rouzier o.fl., 2000; Trichot o.fl., 2011; Veale o.fl., 2014b). Í tveimur rannsóknum kom fram að meirihluti þátttakenda myndi gangast aftur undir aðgerð og mæla með henni fyrir konur með sömu vandamál (Rouzier o.fl., 2000; Trichot o.fl., 2011). Veale o.fl. (2014b) greindi frá því að níu konur hafi uppfyllt skil- yrði líkamsröskunar fyrir aðgerð en einungis tvær eftir aðgerðina. Þá kom einnig fram að eftir skapabarmaminnkun dró marktækt úr kvíða hjá konunum og líkamsímynd þeirra varð marktækt betri. Tafla 2. Heimildaleit Gagnagrunnur Dagsetning leitar Leitarorð Takmörk Fjöldi heimilda Nothæfar heimildir PubMed 1. febrúar 2014 Reduction of labia minora OG media influence Engin 1 1 Web of Science 3. febrúar 2014 Labioplasty 2004-2014 Enska 72 3 PubMed 3. febrúar 2014 Labiaplasty 2004-2014 32 2 PubMed 5. febrúar 2014 Cosmetic surgery OG female genital surgery 2004-2014 Opinn aðgangur 40 0 PubMed 5. febrúar 2014 Labia minora reduction 2004-2014 45 1 Web of Science 19. mars 2015 Labia minora reduction 2014-2015 5 1 Web of Science 19. mars 2015 Labia minora reduction 2014-2015 10 2 Tafla 2. Heimildaleit

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.