Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 46

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 46
46 Ljósmæðrablaðið - desember 2015 Þetta er setning sem kemur upp í hugann þegar ég velti fyrir mér hvort og hvernig ljósmæður lesi blaðið okkar, hvað okkur finnist um það og hvort ritnefndin undir styrkri stjórn núverandi ritstjóra Hrafnhildar Ólafsdóttur sé að gera rétta hluti. Á næsta ári kemur út 94. árgangur Ljósmæðrablaðsins og það ár hefur ljósmóður- fræði á Íslandi verið kennd í háskóla í 20 ár. Á þessum tíma hefur ljósmóðurfræðin þróast sem háskólagrein og blaðið okkar með, faglega og fræðilega. Frá árinu 2001 eða í 15 ár hafa verið birtar í því ritrýndar rannsóknargreinar. Blaðið er á lista yfir virt íslensk fag- og fræðitímarit og höfundar ritrýndra greina fá þær metnar til framgangsstiga innan háskólasamfélagsins. Eins og það er mikil- vægt að taka þátt í og þróa okkar fag á alþjóðavísu, þá skiptir ekki síður máli að hafa vettvang hér heima til að fjalla um fagleg málefni á okkar eigin tungumáli og nýta efni blaðsins til að halda við fræðilegri kunnáttu og færni og einnig að nýta við kennslu í ljósmóðurfræði. Ljóst er að það er kostnaðarsamt og tímafrekt að gefa út fagtímarit. Í litlu fagfélagi krefst það mikillar óeigingjarnar vinnu og fagmennsku af hendi ljósmæðra, sérstaklega þeirra sem sitja í ritnefnd Ljósmæðrafélagsins á hverjum tíma. Það er í raun mjög merkilegt að svo litlu fagfélagi, greinilega með stórum huga, hafi tekist að gefa blaðið út allan þennan tíma. Við getum líka verið stoltar af framlagi blaðsins og hlutverki þess innan heilbrigðisvís- inda, að miðla heilbrigðisþekkingu í íslensku fræðasamfélagi, en síðustu ár hefur verið lögð aukin áhersla á þverfræðilegar greinar á sviði ljósmóðurfræða. Einnig hefur stefnan verið að fjölga fræðslugreinum um margvísleg efni, byggt á gagnreyndri þekk- ingu, sem tengjast okkar fagi og eru mikilvæg fyrir þróun þess í starfi. Slíkar greinar eru einnig til að skapa umræður og kveikja áhuga á frekari rannsóknum, efla kven- og kynheilbrigði, auka val og bæta barneignarþjónustu fyrir konur, maka þeirra, börn og fjöl- skyldur. Nokkuð hefur verið rætt um að gefa blaðið út með rafrænum hætti, það væri hagkvæmara og í samræmi við nútíma útgáfu og lestrarvenjur. Faglega umræðu mætti líka efla í „Ljósmæðraspjalli“ á netinu. Þá væri einnig auðveldara að bæta við fleiri tölublöðum og sækja um að Ljósmæðrablaðið verði skráð og metið meðal alþjóðlegra vísindatímarita til ákveðins gæðastaðals, svokallaðs impact factor. Ljósmóðurfræðin sem sjálfstæð fræðigrein væri þá með í vegferð Háskóla Íslands að vera með bestu háskólum í heiminum. Undirrituð hefur verið í ritnefnd og fræðilegri ritstjórn lengi vel, hér áður þegar ljósmæðranámið hófst við háskólann og nú eftir nokkurt hlé. Mér þykir afar vænt um blaðið, er stolt af því og held að það geti áfram gegnt margþættu hlutverki fyrir ljós- mæður, félags- og fræðilega. Með rannsóknar- og fræðslugreinum og frásögnum um ný og fjölbreytt störf ljósmæðra innan lands og utan. Ef breytingar yrðu gerðar á útgáfu myndu ljósmæður líklega sakna pappírsins og þess að fá fallegt blað inn um póstlúguna, jóla- legt að fá það í desember og með sumarkomunni í júní, eða hvað? Ritnefndir Ljósmæðrablaðsins hafa kappkostað að hafa blaðið bæði fróðlegt og skemmtilegt, sumt tekst vel og annað síður. Vonandi verður það betra og betra t.d. með blöndu af rafrænni útgáfu og pappírsútgáfu og þá verði „plastið rifið af“ og lesturinn gleðji og hvetji ljósmæður til dáða á öllum sviðum ljósmóðurstarfs og fræða. Ólöf Ásta Ólafsdóttir, ljósmóðir PhD. Lektor í ljósmóðurfræði Er blaðið enn í plastinu? H U G L E I Ð I N G A R L J Ó S M Ó Ð U R

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.