Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Side 23

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Side 23
23Ljósmæðrablaðið - desember 2015 for Disease Control and prevention (CDC), 1999) og hefur ákveðinn árangur náðst (Centers for Disease Control and prevention (CDC), 2006). Hinsvegar hefur nú á seinni árum tilfellum fyrsta og annars stigs sárasóttar fjölgað í Bandaríkjunum og í mörgum löndum Evrópu. Að hluta má rekja þessa aukningu til fjölgunar tilfella meðal manna sem hafa kynmök við menn, en árið 2004 voru 60% nýrra tilfella rakin til þessa hóps. Breytt áhættuhegðun í kynlífi virðist þannig eiga stóran þátt í fjölgun tilfella. Tíðni sjúkdómsins hefur verið lág undanfarna áratugi meðal gagnkynhneigðra manna og kvenna en merki eru farin að sjást um einhverja aukningu á skráðum tilfellum og er ástæða til að fylgjast nánar með þeirri þróun (Fenton, 2004; Simms og Ward, 2006; Yakubovsky, Sokolovsky, Miller, Sparling, Ryder og Hoffman, 2006). Í Austur-Evrópu varð einnig mikil fjölgun á tilfellum sárasóttar síðasta áratug nítjándu aldar, eftir að „Járntjaldið“ féll. Sem dæmi fjölgaði tilfellum í Rússlandi úr minna en 30/100.000 íbúa frá árunum 1978 til 1992 í 175 árið 1995. Orsakir þessarar miklu fjölgunar eru ekki kunnar, en leiða má líkur að því að kynhegðun, aukin ferðalög, innflytjendur og vændi séu áhrifaþættir. Annað, sem kann að skýra fjölgun skráðra tilfella, er að aðferðum til að greina smit hefur fjölgað, notkun og virkni greininga aukist sem og meðferðir og eftirfylgni hefur batnað (Genc og Ledger, 2000). Tölur frá Hagstofu Íslands frá árunum 2000 til 2013 um skráð tilfelli sárasóttar sýna hinsvegar að fjöldi smita snarlækkar upp úr aldamótum. Séu öll skráð tilfelli karla og kvenna tekin saman sést að árið 2000 eru tilfellin 3,2 per hundrað þúsund íbúa. Næstu ár á eftir er fækkun, 2,8 tilfelli 2001, 2,4 árið 2002 og 0,7 árið 2003. Síðastliðin tíu ár hafa greinst færri en tvö tilfelli á hundrað þúsund íbúa. Árið 2007 sker sig aðeins úr því þá er ekki skráð neitt tilfelli sárasóttar á landinu. Nýjustu tölur um sárasóttarsmit hér á landi fengust úr skrá yfir tilkynningarskylda sjúkdóma, en þar sést hins vegar að 24 einstak- lingar greindust með sjúkdóminn á Íslandi árið 2014 (Landlæknis- embættið, 2015). Ekki er ljóst hvað veldur þessari gífurlegu aukningu milli ára en í frétt frá Landlækni í nóvember sama ár kemur fram að uppruni flestra smita er innlendur (Landlæknisembættið, 2014). Smitleiðir Sárasótt er kynsjúkdómur sem smitast fyrst og fremst við óvarin kynmök. Líkurnar á því að smitast af sárasótt utan kynlífs eru afar litlar en slíkt getur þó gerst (Woods, 2005). Helstu smitleiðir sárasóttar er snerting við sýkta manneskju með opið sár eða í gegnum slímhúðir kynfæra, í munnholi eða endaþarmi (Shahrook, Mori, Ocirbat og Gomi, 2014). Þar sem sárasóttin veldur rofi á ystu frumulögum á húð og slímhúðum eykur það jafnframt líkur á öðrum smitum, svo sem HIV (Buchacz, Petal, Taylor, Kerndt, Byers, Holmberg og Klausner, 2004). Einkenni Sárasótt er kynsjúkdómur, oft nefndur syphilis á íslensku, orsakaður af bakteríunni T. pallidum. Sjúkdómnum er skipt í þrep sem hafa mismunandi einkenni eftir því sem líður frá smiti ef hann er ómeð- höndlaður. Frumeinkenni koma venjulega fram í kringum þrjár vikur eftir sýkingu, þá myndast oftast verkjalaus sár á kynfærum. Á þessu stigi er bakterían að dreifa sér (Meredith, Hawkes, Schmid og Broutet, 2007; O´Connor, Kleinman og Goff, 2008). Ef viðeigandi meðferð hefst á þessu stigi er hægt að lækna sýkinguna annars er bakterían líkleg til að halda áfram að fjölga sér og berast um blóðrásina. Þegar það gerist þróast sjúkdómurinn í annars stigs sárasótt (Meredith, o.fl., 2007). Um það bil 25% ómeðhöndlaðra fá einkenni annars stigs sárasóttar (Meredith, o.fl., 2007). Þetta stig sjúkdómsins einkennist af húðút- brotum um allan líkamann og fylgir því oft hiti, höfuðverkur, bein- verkir, þreyta, slen, hálssærindi, hármissir og þyngdartap. Á þessu stigi er sjúkdómurinn ennþá mjög smitandi en þó enn læknanlegur. Án meðferðar hverfa einkennin yfirleitt innan nokkurra mánaða en sýkingin er áfram í líkamanum (O´Connor o.fl., 2008). Í framhaldi af annars stigs sárasótt hefst tímabil þar sem sjúkdómurinn er hulinn og sá sýkti sýnir engin sjúkdómseinkenni. Sárasóttin getur legið hulin í mörg ár, en jafnvel á þessu stigi getur bakterían haldið áfram að fjölga sér og borist með blóðrásinni, þó slíkt sé sjaldgæfara eftir því sem líður frá smiti, en niðurstaðan er yfirleitt sú að með tímanum geta öll líffæri líkamans orðið sýkt (Genc og Ledger, 2000). Lokastig sjúk- dómsins kemur svo fram árum eða jafnvel áratugum eftir sýkingu og getur það birst í ýmsum myndum. Þar ber hæst sýking í miðtaugakerfi, þar sem sárasóttin hefur borist í heila og/eða mænu og sýking í blóð- rásarkerfi þar sem til dæmis slagæðar og/eða hjarta er sýkt (Meredith o.fl., 2007). Meðfædd sárasótt Smit frá móður til barns getur orðið hvenær sem er ef móðirin hefur ómeðhöndlaða fyrsta stigs sárasótt. Barnshafandi kona getur einnig borið smit í legið í gegnum fylgjuna eða við fæðingu hafi hún opin slímhúðarsár. Tíðni smits frá móður með fyrsta stigs sárasótt, sem hefur ekki fengið meðferð, er 70‒100%. Líkur á smiti minnka ef móðirin er með sjúkdóminn á seinni stigum og getur sem dæmi farið úr 40% í 10% á meðan sjúkdómurinn er á dulda stiginu (Doroshenko, Sherrad og Pollard, 2006; O´Connor o.fl., 2008). Fóstrið sýkist yfir- leitt á milli 16. og 28. viku meðgöngu, þó eru dæmi um að móðir geti smitað fóstrið allt frá níundu viku meðgöngu (Schmid, Stoner, Hawkes og Broutet, 2007). Berist sýkingin í barnið í móðurkviði veldur það mun víðtækari sýkingum í líffærum þess, samanborið við annarskonar sýkingarleið og hafa meinafræðilegar breytingar sést hjá fóstri eftir aðeins 15 vikna meðgöngu (Woods, 2005). Afleiðingar fyrir barnið geta verið heilalömun, vatnshöfuð, vansköpun stoðkerfis og heyrnaskerðing sökum taugaskemmda (Arnold og Ford-Jones, 2000). Á meðgöngu verða oftar fósturlát og andvana fæðingar bæði á öðrum og þriðja þriðjungi meðgöngunnar (21%), fyrirburafæðingar og lág fæðingaþyngd (6%), að nýburar þurfi klíníska meðferð eftir fæðingu við sárasótt (16%) og nýburadauði (9%) (Gomez o.fl., 2013). Eina þekkta meðferðin fyrir sárasótt á meðgöngu sem hefur skrá- setta virkni er penisillín G. Á heimsvísu væri hægt að koma í veg fyrir meira en 300.000 andvana fæðingar og dauðsföll nýbura ef barnshaf- andi konur væru skimaðar á fullnægjandi hátt, og þær sem á þyrftu að halda fengju þennan eina skammt af penisillín G fyrir þriðja þriðj- ung meðgöngu (World Health Organization (WHO), 2012; Newman, Kamb, Hawkes, Gomez, Say, Seuc og Broutet, 2013). Þó hægt sé að koma í veg fyrir sárasóttarsmit hjá barnshafandi konum greinast engu að síður um tvær milljónir þeirra með sjúkdóminn á hverju ári og er mikill meirihluti þeirra í þróunarlöndunum (Schmid, 2004). Árlega hefur sjúkdómurinn alvarleg áhrif á eina til eina og hálfa milljón barna þeirra mæðra sem eru sýktar af sárasótt. Af þeim deyr í kringum sex hundruð og fimmtíu þúsund annað hvort í móðurkviði eða fljótlega eftir fæðingu (Schmid o.fl., 2007; World Health Organization (WHO), 2010). Helsta ástæða þess að tíðni meðfæddrar sárasóttar er enn frekar há á heimsvísu er skortur á virkri mæðravernd. Sama má segja meðal fátækari þjóðfélagshópa, HIV-sýktra, fíkniefnaneytenda og þeirra sem ekki nýta sér heilbrigðiskerfið í þróuðum löndum. Einstaklingsþættir geta einnig haft áhrif, svo sem aldur mæðra, ólæsi, þeirra sem hafa marga rekkjunauta, hafa áður fætt andvana og HIV-smitaða, en allt eru þetta áhættuþættir fyrir sárasóttarsýkingu á meðgöngu (Saloojee, Velaphi, Goga, Afadapa, Steen og Lincetto, 2004). Mæðravernd Í klínískum leiðbeiningum um meðgönguvernd á Íslandi segir að bjóða ætti barnshafandi konum skimun fyrir sárasótt snemma á meðgöngunni (Landlæknisembættið, 2008). Rannsóknir mæla með því að skimað sé fyrir sárasótt í fyrstu skoðun í mæðravernd því lykil- atriði er að greina sjúkdóminn eins fljótt og hægt er sé hann til staðar, en þá eru mestar líkur á árangursríkri meðferð (Centers for Disease Control and prevention (CDC), 2014; Hawkes, Gomez og Broutet, 2013; O´Connor o.fl., 2008; Walker og Walker, 2007). Með tilkomu penisillíns á fjórða áratug nítjándu aldar og í ljósi þess hversu virkt það var sem meðferð var skimun fyrir sárasótt í mæðravernd komið af stað til að stemma stigum við meðfæddri sárasótt. Það tókst að útrýma meðfæddri sárasótt í efnaðri löndum að mestu leyti og þar

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.