Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 45

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 45
45Ljósmæðrablaðið - desember 2015 „Ljósmóðurnámið hlýtur að vera skemmti- legasta námið og það getur ekki annað verið en að við séum besta hollið!“ Það má með sanni segja að síðastliðið rúma ár hafi verið viðburða- ríkt hjá okkur ljósusystrum. Sambland af heilmiklum lærdómi, gleði, spennu, þrautseigju, hörku og kærleik. Við munum allar eftir því við upphaf fyrsta skólaársins þegar við hlustuðum á eldri systur okkar kynna tilfellaverkefni sín. Mikið þótti okkur þær búa yfir mikilli þekkingu eftir eitt ár og okkur fannst afar langsótt að við ættum eftir að standa í sömu sporum eftir aðeins ár. Okkur grunar samt að svo hafi verið í haust þegar við kynntum tilfellaverkefni okkar fyrir yngri systrum. ☺ Þessi lukkupottur sem margar tala um að hafa dottið í eftir að hafa byrjað í þessu námi, jú við lentum líka í honum. Þarna vorum við búnar að eignast frábæran vinkonuhóp á einu bretti, hver annarri ólíkari. Við sáum þó fljótt hvað það var sem við áttum allar sameig- inlegt, sælkerar fram í fingurgóma! Já, það er óhætt að segja að við höfum hent í nokkra rétti og hnallþórur þetta árið. Við fundum okkur alltaf tilefni til að fagna og gleðjast saman, hvort sem það var áfanga- lok, afmæli hjá bekkjarsystur eða bara af því að það var föstudagur. Sumarbústaðarferð okkar sem við fórum í snemma á önninni mun seint gleymast. Þar var mikið hlegið, talað, borðað og notið í botn. Fljótlega eftir þá ferð fannst okkur tilvalið að hittast eitt kvöldið og bjóða mökum með. Kynnast öll og gefa þeim tækifæri á að heyra að þeir stæðu ekki einir. Það væru fleiri menn í þeirra sporum sem þurftu sífellt að hlusta á umræður um fæðingar, alla daga. Vísinda- ferðin til Keflavíkur var líka ótrúlega skemmtileg og lærdómsrík. Ljósmæður þar buðu okkur í heimsókn til að kynnast starfsemi þeirra í Keflavík. Við nýttum tækifærið, hoppuðum upp í rútu og brunuðum á Suðurnesið. Meðan á öllu þessu stóð vorum við einnig á kafi í lærdómi og verkefnavinnu. Fyrsta skólaárið byrjaði með hörku þar sem fyrstu verkefnaskilin voru í sömu viku og við byrjuðum, algjörlega blautar á bak við eyrun. Það var mikið álag þetta fyrsta ár í skólanum og við allar að keppast við sama markmiðið, að verða góðar ljósmæður. Við þurftum að takast á við mörg verkefnaskil, heimapróf, munnlegt próf og skriflegt próf. Við vorum vel upplýstar um gamlar hefðir sem höfðu ríkt í deildinni í gegnum árin, eldri systur okkar sinntu þeirri skyldu með prýði. Við buðum þeim m.a. í jólakaffi, þar sem dekkað var upp með sparistelli, hvítum dúk og að sjálfsögðu boðið upp á hlaðborð af kræsingum. Okkar bekkur breytti svo einum saumaklúbbnum í jólaklúbb þar sem við hittumst og vorum með „jólapúkk“ og jólastemmningu. Það sem var hlegið það kvöld! Þegar við hittumst ferskar eftir jólafríið vorum við flestar sammála um eitt, við höfðum aldrei átt jólafrí þar sem við vorum nánast að bíða eftir því að það kláraðist. Jú, það var svo sannar- lega ástæða fyrir því. Í byrjun janúar hófum við okkar fyrsta verk- nám sem ljósmóðurnemar. Við vorum að fara að taka á móti okkar fyrsta ljósubarni og færa því fallega smekkinn merktan „fyrsta ljósubarnið“ sem við fengum í gjöf frá okkar kæru eldri systrum. Við vorum allar með stóran hnút í maganum en samt svo tilbúnar í þetta. Álagið minnkaði ekki og nú tók við tími þar sem reyndi mikið á, nú þurftum við að fara að tengja saman bóklega hlutann við verk- lega námið. Við vorum að upplifa svo margt nýtt og spennandi. Við vorum staðráðnar í að láta ekki álagið hafa áhrif á félagslíf okkar. Árshátíðin tókst vel til þar sem við buðum eldri systrum og kennurum með okkur. Við fórum út að borða og áttum virkilega skemmtilegt og vel heppnað kvöld saman. Saumaklúbbarnir voru ófáir, þar sem prjónarnir voru teknir fram, borðað og deilt sögum úr verknámi. Nauðsynlegar stundir til að létta á hjarta okkar, bera saman bækur og læra af hver annarri. Þetta er búið að vera frábær tími. Ljósmóðurnámið hlýtur að vera skemmtilegasta námið og það getur ekki annað verið en að við séum besta hollið! ☺ Fyrir hönd Oddrúnar Anna Margrét Einarsdóttir Heiður Sif Heiðarsdóttir O D D R Ú N - F É L A G L J Ó S M Æ Ð R A N E M A Ljósmæðranemar á öðru ári veturinn 2015-2016.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.