Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 35

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 35
35Ljósmæðrablaðið - desember 2015 LJÓSMÆÐRAVAKTIN Í KEFLAVÍK Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja starfa átta ljósmæður á Ljós- mæðravaktinni í 6,2 stöðugildum og er deildin opin allan sólar- hringinn. Eins og nafnið á deildinni gefur til kynna er lögð áhersla á að sinna almennum ljósmæðrastörfum hér á Suðurnesjum og er starfið því mjög fjölbreytt hjá okkur. Það má segja að deildin sé lítil kvennadeild, þar sem við sjáum um meðgönguvernd, fæðingarhjálp, meðgöngu og sængurlegu, göngudeildarþjónustu fyrir konur bæði fyrir og eftir fæðingu og símaráðgjöf. Við aðstoðum einnig við lyfjagjafir á kvöldin og næturnar á endur- hæfingardeildinni sem liggur við hliðina á deildinni okkar, en þar er mest aldrað fólk sem kemur inn í hvíldarinnlagnir. Nú á þessu ári tók Ljósmæðravaktin að sér leghálskrabbameinsleit og fóru tvær ljós- mæður í þjálfun á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Ein ljósmóðir frá okkur er líka í geðteyminu á HSS og hefur verið að taka konur í viðtöl og slökun. Helstu ástæður viðtalanna eru andleg vanlíðan á meðgöngu og slæm reynsla af fyrri fæðingu. Mæðravernd Við reynum að leggja áherslu á samfellda þjónustu fyrir konur og fjöl- skyldur þeirra í barneignarferlinu. Allar ljósmæður eru með einn dag í mæðravernd og þær reyna að fylgja sínum konum alla meðgönguna og einnig í heimaþjónustu ef konan óskar eftir því. Með samfelldri þjón- ustu næst betri árangur í að meta heilsu móður og barns og að auki myndast traust á milli ljósmóðurinnar og hinnar verðandi móður sem stuðlar að aukinni öryggistilfinningu og undirbýr hana frekar undir það að fæða náttúrulega og að hún velji að fæða hér. Til að undirbúa verð- andi foreldra undir væntanlegu fæðinguna fá konur og maki eða stuðn- ingsaðili fæðingarspjall við ljósmóður í 36. viku meðgöngu þar sem er farið yfir fæðinguna, væntingar þeirra og fæðingarstaðina. Fæðingarhjálp Ljósmæðravaktin er D-fæðingarstaður og eru konur skimaðar á meðgöngunni fyrir áhættuþáttum og vandamálum sem upp gætu komið í fæðingu. Fæðingar hafa verið frá 85‒135 á ári eftir að deildin breyttist í D-fæðingarstað. Konur nota baðið töluvert hjá okkur í fæðingunum og er hlutfall vatnsfæðinga hátt hjá okkur eða um 45% af fæðingunum. Meðgöngu- og sængurlega Á Ljósmæðravaktinni leggjast inn konur á meðgöngu vegna ýmissa fylgikvilla, eins og ógleði og uppkasta, háþrýstings, til hvíldar og af ýmsum öðrum orsökum. Eftir fæðingu geta konur legið sængurlegu ef þær óska eftir því en flestar velja sér að fara í heimaþjónustu. Við erum einnig með ljósameðferð fyrir börn með gulu. Göngudeildarþjónusta, nálastungur og símaráðgjöf Ljósmæður sinna göngudeildarþjónustu allan sólarhringinn við konur sem leita á deildina eða er vísað af læknum eða ljósmæðrum í eftirlit fyrir eða eftir fæðingu. Helstu ástæður eru samdrættir á meðgöngu, minnkaðar hreyfingar fósturs, blæðingar, verkir, nálastungur og vanda- mál tengd brjóstagjöf. Við höfum verið að bjóða konum upp á nála- stungumeðferð og eru konur hér á Suðurnesjum duglegar að nýta sér það. Helstu nálastungumeðferðir sem við veitum eru nálastungur við grindarverkjum, ógleði og undirbúning fyrir fæðingu en þá koma þær einu sinni í viku frá 36. viku. Jónína S. Birgisdóttir, yfirljósmóðir Ljósmæðravaktar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja KVEÐJA FRÁ LJÓSMÆÐRUM Í NESKAUPSTAÐ Á árunum 2007 til 2010 réðu fimm nýútskrifaðar ljósmæður sig til starfa á fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. Í dag starfa enn fjórar við deildina svo við stefnum í óvenju vel mannaðan vetur. Þrátt fyrir að hafa allar byrjað nýútskrifaðar, alveg grænar og blautar á bak við eyrun, höfum við reynt að gera okkar allra besta og ég held að við höfum staðið okkur vel. Hér er rekin eining þar sem ljósmæður sjá algjörlega um að skipuleggja starfið og þá þjónustu sem í boði er og viðfangsefnin eru mjög fjölbreytt. Hér hafa fætt um 80 konur árlega undanfarin ár. Við getum boðið hraustum konum í eðlilegri meðgöngu að fæða hjá okkur eftir 37 vikna meðgöngu. Auk fæðingarþjónustu bjóða ljósmæður hér upp á ráðgjöf fyrir getnað, sónarskoðanir, mæðravernd, nálastungur, sængurlegu, heimaþjón- ustu, brjóstagjafaráðgjöf og ungbarnavernd. Við njótum þeirra forréttinda að fá að kynnast fjölskyldum snemma á meðgöngu, eða jafnvel fyrir getnað, og fylgjum þeim eftir þar til barnið er orðið allt að 18 mánaða. Við hittum fjölskyldur alls staðar að af Austurlandi og sumar leggja mikið á sig til að koma til okkar. Við leggjum áherslu á að veita persónulega þjónustu og reynum að hafa fæðingardeildina heimilislega svo fjölskyldan geti notið helstu kosta þess að fæða á litlum fæðingarstað. Ég held að við sem störfum hér, ásamt þeim ljósmæðrum sem hafa komið hér að leysa af, séum sammála um að vinnan okkar sé algjörlega, frábærlega skemmtileg en líka krefjandi. Helsti kostur- inn við að vinna á fæðingardeildinni í Neskaupstað er óneitanlega fjölbreytileiki starfsins og þessi góðu tengsl sem óhjákvæmilegt er að myndist þegar maður hittir fólk reglulega yfir langt tímabil. Toppurinn á tilverunni er svo þegar maður tekur á móti fleiri en einu barni í sömu fjölskyldu og að fá að hitta og fylgjast með börnunum sem maður tekur á móti stækka og þroskast. Það eru þó ekki alltaf bara jólin hjá okkur og stundum kemur eitthvað babb í bátinn. Það veldur okkur stundum erfiðleikum við störf hvað við þurfum að sækja ráðgjöf frá fæðingarlæknum langt að. Oft er erfitt að meta hluti í gegnum síma þó að allir séu að gera sitt besta og færð og veður eru okkur ekki alltaf hagstæð þegar þarf að senda konur. Þá hefur mönnun skurð- og svæfingalækna orðið erfiðari með hverju árinu og af og til kemur fyrir að það koma gloppur í mönnun þessara starfa með tilheyrandi raski á störfum fæðingardeildarinnar. Auk þess hafa veður og færð mikil áhrif á okkar störf, sérstaklega yfir vetrartímann, en þá eru veðurfréttirnar vinsælasta sjónvarpsefnið og enginn missir af. Sé spáin vond og von á ófærð fer oft talsverður tími hjá okkur í að koma fjölskyldum sem vænta fæðingar fyrir úti í bæ. Hér fyrir austan er um marga fjallvegi að fara sem geta verið erfiðir yfirferðar á vetrum og tilhugsunin um ferðalagið á fæðingarstaðinn er réttilega oft mikið kvíðaefni hjá verðandi foreldrum. Við reynum eftir bestu getu að slá á þær áhyggjur og koma fólki í öruggt skjól réttu megin Oddsskarðs áður en vont veður skellur á. Helst myndum við vilja sjá mörg og góð jarðgöng undir sem flestar af okkar fallegu heiðum til að tryggja aðgengi að deildinni sem best óháð veðri og færð. Þó að fegurð austfirsku fjallanna sé algjörlega ómótstæðileg þá gerir fjarlægðin við höfuðborgina og stóru sjúkrahúsin okkur nokkuð erfitt fyrir ekki síst þegar kemur að endurmenntun og fréttir t.d. af breyttu verklagi við hina ýmsu hluti eru oft ansi lengi að berast til okkar. Kostnaður okkar við að sækja endurmenntun er margfaldur á við þann sem til að mynda ljósmæður á höfuðborgarsvæðinu Hrafnhildur Lóa, Ingibjörg, Oddný Ösp og Jónína Salný.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.