Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 21

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 21
21Ljósmæðrablaðið - desember 2015 hollenskra lækna telur litla skapabarma endurspegla hugmyndir samfélagsins um æskilegt útlit innri skapabarma og að hluti þeirra þyki stórir skapabarmar fráhrindandi og óeðlilegir (Reitsma o.fl., 2011). Við fundum ekki fleiri rannsóknir á viðhorfum lækna en vefsíður fegrunarlækna sem framkvæma aðgerðirnar endurspegla þessi viðhorf (Moran og Lee, 2013). Í rannsóknum á fegrunaraðgerðum almennt er lögð áhersla á að skoða líkamsímynd, sjálfsmynd, líkamsröskun, sjálfshlutgerv- ingu og fleiri þætti í menningar- og félagslegu samhengi og tengsl þessa þátta við þá ákvörðun kvenna að fara í fegrunaraðgerðir (sjá til dæmis Leve o.fl., 2011; Rodrigues, 2012; Sarwer og Crerand, 2008). Einungis Veale o.fl. (2013; 2014 a og b) leituðust við að skoða konurnar í rannsóknum sínum í því samhengi. Þátttakendur voru hins vegar fáir en niðurstöður benda til þess að full ástæða sé til að skoða betur orsakir þess að konur óska eftir að fara í skapabarmaaðgerðir. Niðurstöður Jones og Nurka (2015) gefa vísbendingar um að flestar konur séu ánægðar með útlit kynfæra sinna sem styður við mikilvægi þess að skoða betur þann hóp sem velur að fara í skapabarmaaðgerðir. Í þessari grein höfum við ekki fjallað um þau margþættu sjónar- mið sem koma fram í skrifum feminískra fræðimanna um lýtaað- gerðir almennt. Meginsjónarmiðin snúa að rétti kvenna til vals og hvernig þær ákveða að nota hið frjálsa val sem þær búa við í vest- rænu samfélagi þar sem formlegu jafnrétti er víða náð. Fyrirheit um frelsi sem fæst með frjálsu vali er hins vegar ekki einfalt þar sem því getur verið snyrtilega pakkað inn í útlitsímyndir sem vestrænar konur eru dæmdar út frá og hvattar til að líkja eftir, þ.e. hvattar til að velja. Á endanum er valið því ekki konunnar sjálfrar og það getur haft margþættar afleiðingar (Stuart og Donaghue, 2012). Hins vegar eru konur sjálfráða einstaklingar og það er réttur þeirra að velja, jafnvel þótt valið geti skaðað viðkomandi (Chambers, 2004). LOKAORÐ Vísbendingar eru um að sókn í skapabarmaaðgerðir sé að aukast. Skráningu aðgerðanna er hins vegar ábótavant og er raunveru- leg tíðni og afleiðingar þeirra ekki þekkt. Val á konum í aðgerðir byggist almennt ekki á viðmiðum um hvað telst eðlileg stærð skapabarma og það er mikilvægt að skilgreina viðmið, sem hægt er að styðjast við. Umfang rannsókna er ekki mikið og aðferðafræði þeirra er ábótavant og það dregur úr áreiðanleika þeirra. Niður- staðan er að frekari rannsókna er þörf á þessu viðfangsefni til að hægt sé að fá mynd af því hversu algengar aðgerðir á skapabörmum eru, hvað skilgreinir þann hóp kvenna sem velur að fara í aðgerðina og hver sé reynsla þeirra kvenna sem gangast undir hana. HEIMILDIR British Society for Paediatric & Adolescent Gynaecology. (2013). Position statement. Labial reduction surgery (labiaplasty) on adolecents. Sótt af http://www.britspag.org/ sites/default/files/downloads/Labiaplasty%20%20final%20Position%20Statement.pdf Chang, P., Salisbury, M. A., Narsete, T., Buckspan, R., Derrick, D. og Ersek, R. A. (2013). Vaginal labiaplasty: Defense of the simple „clip and snip“ and a new classification system. Aesthetic Plastic Surgery, 37(5), 887–891. doi: 10.1007/s00266- 013-0150-0 Crouch, N. S., Deans, R., Michala L., Liao, L-M. og Creighton, S. M. (2011). Cl- inical characteristics of well women seeking labial reduction surgery: a pro- spective study. Journal of Obstetrics and Gynaecology, 118, 1507–1510. doi: 10.1111/j.14710528.2011.03088 Goodman, M. P. (2011). Female genital cosmetic and plastic surgery: A Review. The Journal of Sexual Medicine, 8(6), 1813–1825. doi: 10.1111/j.1743/6109.2011.02254.x Hamori. (2014). Aesthetic Surgery of the Female Genitalia: Labiaplasty and Beyond. Plastic and Reconstructive Surgery, 134(4), 661–673. International Society of Aesthetic Plastic Surgery, ISAPS. (2011; 2013). ISAPS Global statistics. Sótt af http://www.isaps.org/press-center/isaps-global-statistics Jones, B., & Nurka, C. (2015). Labiaplasty and pornography: a preliminary investigation. Porn Studies, (ahead-of-print), 1–14. Leve, M., Rubin, L., & Pusic, A. (2011). Cosmetic surgery and neoliberalisms: Managing risk and responsibility. Feminism & Psychology, 0959353511424361. Liao, L. M., Taghinejadi, N. og Creighton, S. M. (2012). An analysis of the content and cl- inical implications of online advertisements for female genital cosmetic surgery. British Medical Journal, 2, 1–6. doi: 10.1136/bmjopen-2012-001908 Liao, L. M., Michala, L. og Creighton, S. (2010). Labial surgery for well women: a review of the literature. An International Journal of Obstetrics and Gynecology, 117, 20–25. doi: 10.1111/j.1471-0528.2009.02426.x Lloyd, J., Crouch, N. S., Minto, C. L., Liao, L. M. og Creighton, S. M. (2005). Female genital appearance: “normality” unfolds. An International Journal of Obstetrics and Gynaecology, 112(5), 643–646. Lowenstein, L., Salonia, A., Shechter, A., Porst, H., Burri, A., & Reisman, Y. (2014). Physicians‘ Attitude toward Female Genital Plastic Surgery: A Multinational Survey. The journal of sexual medicine, 11(1), 33–39. Lög um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007. Moran, C., & Lee, C. (2013). Selling genital cosmetic surgery to healthy women: a multimodal discourse analysis of Australian surgical websites. Critical Discourse Studies, 10(4), 373–391. Paarlberg, K. M. og Weijenborg, P. T. M. (2008). Request for operative reduct- ion of the labia minora; a proposal for a practical guideline for gynecologists. Journal of Psychosomatic Obstetrics and Gynecology, 29(4), 230–234. doi: 10.1080/01674820802291942 Reitsma, W., Mourits, M. J., Koning, M., Pascal, A., & van der Lei, B. (2011). No (Wo) Man Is an Island—The Influence of Physicians‘ Personal Predisposition to Labia Minora Appearance on Their Clinical Decision Making: A Cross-Sectional Survey. The journal of sexual medicine, 8(8), 2377–2385. Rodrigues, S. (2012). From vaginal exception to exceptional vagina: The biopolitics of female genital cosmetic surgery. Sexualities, 15(7), 778–794. Sarwer, D. B., & Crerand, C. E. (2008). Body dysmorphic disorder and appearance enhancing medical treatments. Body Image, 5(1), 50–58. Schober, J., Cooney, M. S., Pfaff, D., Mayoglou, L. og Martin-Alguacil, N. (2010). Inn- ervation of the labia minora of prepubertal girls. Pediatric Adolescent Gynecology, 23, 352–357. doi: 10.1016/j.jpag.2010.03.009 Shaw, D., Lefebvre, G., Bouchard, C., Shapiro, J., Blake, J., Allen, L. og Cassell, K. (2013). Female genital cosmetic surgery. Journal of Obstetrics and Gynaecology Canada, 35(12), e1-e5. Stuart, A., & Donaghue, N. (2012). Choosing to conform: The discursive complexities of choice in relation to feminine beauty practices. Feminism & psychology, 22(1), 98–121. Tepper, O. M., Wulkan, M. og Matarasso, A. (2011). Labioplasty: Anatomy, etiology, and a new surgical approach. Aesthetic Surgery Journal, 31(5), 511–518. doi: 10.1177/1090820X11411578 Þingskjal nr. 691/2013–2014. Svar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Líneik Önnu Sævarsdóttur um fegrunar- og lýtaaðgerðir á kynfærum kvenna. Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og velfarnaðar á komandi ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.   

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.