Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 28

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 28
28 Ljósmæðrablaðið - desember 2015 Hratt líður stund, í ár eru fimmtán ár liðin síðan „Ljáðu mér eyra“ hóf starfsemi á Landspítalanum, en fyrstu viðtölin voru veitt á því herrans ári 1999. Í tilefni þess er fróð- legt að líta um öxl og rifja upp aðdraganda þess að þessi þjónusta varð til og hvernig hún hefur þróast. Hugmyndin um að byrja með einskonar hlustunarþjónustu (e. listening service) fyrir konur/pör sem eiga að baki erfiða fæðingar- reynslu vaknaði fyrst árið 1998. Ástæða þess var að konur/pör með erfiða fæðingarreynslu að baki hringdu á fæðingardeildina til að ræða um áhyggjur sínar. Erfið reynsla hafði greinilega djúpstæð áhrif og fólki fannst sem engin eiginleg hjálp eða þjónusta væri í boði. Í upphafi höfðu þrjár ljósmæður, þær Guðlaug Pálsdóttir, Jóhanna V. Hauksdóttir og Ólöf Leifsdóttir, allar mikinn áhuga á að koma til móts við þennan hóp. Þær kynntu sér hvað væri í boði erlendis og leituðu þekkingar m.a. með lestri greina. Fljótlega kom í ljós að mikilvægt væri að hafa lækni með í teyminu og var Þóra Steingrímsdóttir fæðingarlæknir tilbúin að slást í hópinn. Til að unnt væri að hefja slíka hlustunarþjónustu á faglegan hátt var nauðsynlegt að efla samtalstækni og færni í virkri hlustun. Teymið fékk meðbyr hjá stjórnendum kvennadeildar og haustið 1998 var sett upp námskeið hjá Rögnu Ólafsdóttur sálfræðingi í þeim tilgangi. Einnig voru sendar fyrirspurnir til ljósmæðra og lækna í Stokkhólmi og Bretlandi um kynningar á hvernig sambæri- leg þjónusta væri byggð upp þar. Í framhaldi af því barst þeim heim- boð til Surrey í Bretlandi. Þar var vel tekið á móti hópnum og gisting boðin hjá ljósmóður sem kynnti fyrir þeim hvaða þjónusta væri í boði á sjúkrahúsinu þar sem hún vann, en hún starfaði þó meira með konum sem höfðu upplifað missi. Þetta var mjög lærdómsrík ferð og gagnaðist vel við uppbyggingu á Ljáðu mér eyra. Fyrstu árin hittist hópurinn reglulega á fundum m.a. til að ræða aðferðir við viðtölin, útbúa skráningarblað, merki þjónustunnar (logo) og hvernig ætti að auglýsa hana. Tölvudeild Landspítala hjálpaði til við að hanna merkið eftir hugmynd ljósmæðranna og er það mat þeirra sem að komu að vel hafi tekist til við hönnun þess. Hugmynd að merkinu og nafn á teyminu kom frá Jóhönnu en útfærslan hvíldi á herðum alls hópsins. Eyrað er tákn þjónustunnar sem vísar til mikilvægis hlustunarinnar og heldur utan um fóstrið líkt og leg. Merkið hefur staðist tímans tönn og er enn notað. Eftir viðtölin var öll skráning handskrifuð á skráningarblaðið sem nú er orðið barn síns tíma því í dag er allt skráð í rafræna sjúkraskrá í Sögu. Gömlu skráningarblöðin eru geymd í læstum skáp og hafa nýst ljós- mæðranemum og ljósmæðrum til úrvinnslu, bæði í lokaverkefni til embættisprófs í ljósmóðurfræði og til meistaranáms. Óska- listablaðið sem hannað var í upphafi er enn notað. Áður en starfsemin byrjaði var hún kynnt á heilsugæslustöðvum um allt land. Lang- tímamarkmið Ljáðu mér eyra hópsins var að seinna yrði svona hlustunarþjónusta í boði á heilsugæslustöðvum, en af því hefur ekki orðið, a.m.k. ekki með formlegum hætti. Tekið var vel í að hefja viðtalsþjónustuna af stjórnendum á Landspítala og ávallt góður vilji að veita svigrúm fyrir Ljáðu mér eyra viðtöl. Mikil áhersla var lögð á trúnað við skjólstæðingana og jafnframt bent á að aðalmarkmið viðtalanna væri hlustun en að ekki væri litið á viðtölin sem vettvang til kvartana. Skjólstæðingum var beint í annan farveg ef um kvörtun var að ræða. Uppbygging viðtalanna hefur lítið breyst með árunum þó að alltaf sé einhver þróun í gangi. Áætlað er að hvert viðtal taki um klukku- tíma og er megininntak viðtalsins virk hlustun. Ljósmóðir er ávallt búin að lesa yfir fæðingarskýrslu konunnar áður en viðtal hefst og er því komin með upplýsingar um gang mála. Konan/parið stýrir að mestu leyti ferðinni í viðtalinu og er það oft sem umræðuefnið í viðtalinu er annað en ljósmóður grunar eftir lestur fæðingarskýrsl- unnar. Það er nefnilega ekki alltaf samasemmerki á milli þess sem lesa má í fæðingarskýrslu og þess hvernig upplifun fæðingar var. Konu/pari er boðið að fara yfir fæðingarlýsinguna og fá útskýringar á því sem þar stendur. Oft er minning um atburðarásina óljós og með því að fara yfir fæðingarsöguna er um leið verið að fylla inn í eyður. Leitast er við að hjálpa fólki að fá skýra mynd af atburðarás um leið og reynt er að leiðrétta misskilning, sé hann til staðar. Algengt er að konur komi í viðtal þegar þær verða barnshafandi aftur. Þá hafa þær oft sett erfiða reynslu sína til hliðar en svo hellist minningin yfir þegar þær sjá fram á að ganga í gengum fæðingu aftur. Oft dugar eitt viðtal en þeim er boðin endurkoma ef ástæða þykir til. Einnig er þeim boðin tilvísun til annarra fagaðila ef mál þeirra eru þess eðlis að þörf er á, t.d. viðtal við sálfræðing eða fæðingarlækni. Frá upphafi hafa reglulegir fundir verið haldnir hjá Ljáðu mér eyra teyminu í þeim tilgangi að handleiða hver aðra. Það er mikil- vægt því viðtölin eru þess eðlis að þau geta reynt mikið á fagaðil- Ljáðu mér eyra 15 ára Litið um öxl Merki Ljáðu mér eyra. Jóhanna og Ólöf.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.