Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 37

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 37
37Ljósmæðrablaðið - desember 2015 mjög erfitt að búa á Seyðisfirði og þurfa að fara yfir þrjá erfiða fjall- vegi til að komast á fæðingarstað. Þannig að ef þetta er það sem við þurfum að lifa við þá er ekkert annað í boði en að bretta upp ermar og sníða sér stakk eftir vexti. En samhliða því er mikilvægt að lifa í þeirri von að mögulega komi þetta til með að breytast eins og tískustraum- arnir. Kannski eftir einhver ár þykir hagkvæmara að konur fæði í sinni heimabyggð, hver veit! Fram að því er um að gera að vera jákvæður, vinna starfið vel og halda upp góðri þjónustu fyrir konur á barneignar- aldri, þannig höldum við uppi heiðri ljósmæðrastéttarinnar og þeirra eldri ljósmæðra sem sinntu sínu starfi á alveg hreint ótrúlegan hátt og skilja eftir sig dásamlega sögu fyrir okkur hinar til að byggja ofan á. Áfram ljósmæður! Anna María Oddsdóttir Ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki STARFIÐ ER LIFANDI OG ÓFYRIRSJÁANLEGT Árið 1984 réði ég mig til starfa sem hjúkrunarfræðing á Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi, nýútskrifuð úr Hjúkrunarskóla Íslands. Báðar þessar stofnanir heyra nú sögunni til. Skólinn minn var lagður niður og Sjúkrahús Suðurlands gekk í gegnum samruna stofnana og heitir nú Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Ég vinn þó enn í sama húsi en nú sem ljósmóðir á Ljósmæðravakt Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Það er mér enn í fersku minni þegar ég gekk inn um dyrnar á Ljós- mæðraskóla Íslands fyrsta skóladaginn. Ég staldraði aðeins við neðst í stigaganginum. Naut augnabliksins. Ég hafði átt mér þann draum frá fimm ára aldri að verða ljósmóðir. Nú fannst mér ég vera komin á réttan stað í lífinu. Síðan eru liðin 24 ár og ég hef enn sömu tilfinningu fyrir starfinu mínu. Það gleður mig innilega að vera ljósmóðir. Stundum verð ég samt leið og döpur yfir ýmsu því sem starfinu fylgir. Það er óhjákvæmilegt. Ég þarf ekki að útskýra það fyrir neinni ljósmóður. Við þekkjum þetta allar. Ég myndi þó ekki vilja skipta um starfsvettvang. Það er afar gefandi að fá að taka á móti barni og færa það í hendur glaðra foreldra. Reyndar er það líka mjög áhrifaríkt á örlagaríkum og erfiðum stundum ef ég finn að ég hef gert gagn. Létt fólki lífið á einhvern hátt. En aftur að vinnustaðnum mínum. Ljósmæðravaktin á Selfossi er það sem Landlæknisembættið kallar D1 fæðingarstaður. Það þýðir í stórum dráttum að hjá okkur geta fætt allar þær konur sem hafa eðli- lega meðgöngu að baki ef ekkert í fyrri sögu útilokar þær frá því, svo sem fyrri keisaraskurður eða miklar blæðingar svo eitthvað sé nefnt. Í gildi er samstarfssamningur milli HSU og Landspítala og getum við hringt beint í deildarlækni og/eða sérfræðing á fæðingardeild til að leita ráða og bera undir þá vandamál sem við erum að fást við. Þetta samstarf finnst mér hafa gefist afar vel. Fæðingar- og kvensjúkdómalæknir er starfandi við HSU sem við höfum getað kallað til þegar viðkomandi er á staðnum. Þar er því um samstarf að ræða þó það sé óformlegt enn sem komið er. Talsvert er um að konur liggi hér sængurlegu því þjónustusvæðið er víðfeðmt og takmarkað hvað ljósmæður geta ekið um langan veg til að sinna heimaþjónustu. Á deildinni sinnum við líka göngudeildarþjónustu. Konur leita til okkar af ýmsum ástæðum allt frá fyrstu vikum meðgöngu og fram yfir fæðingu. Svo dæmi sé nefnt bjóðum við nálastungur, konur fá foreldra- fræðslu og skoða deildina auk ýmiss konar eftirlits. Við erum líka með símaþjónustu og reynum að leysa úr ýmsum vanda þannig ef hægt er. Mæðravernd fyrir Selfoss og nágrenni er á ljósmæðravaktinni og einnig sinnum við mæðravernd á heilsugæslustöðvunum á Hellu, í Laugarási, Þorlákshöfn og Hveragerði. Síðastliðið haust hófum við að taka leghálssýni í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands. Við erum með móttöku fyrir konur á Selfossi og heilsugæslustöðvum HSU þar sem mæðravernd fer fram. Ómskoðanir á meðgöngu fara fram í náinni samvinnu við ljós- mæðravaktina. Eftir hrunið voru blikur á lofti hjá okkur ljósmæðrunum á HSU eins og annars staðar í þjóðfélaginu. Mikil óvissa ríkti um hver framtíð deildarinnar yrði. Við komum saman og funduðum og fram fór mikil hugmyndavinna því við töldum mjög mikilvægt að hafa frumkvæði að því að móta tillögur sem styrkja myndu starfið. Meðal þess sem breyttist í kjölfar þess var að mæðraverndin færðist frá heilsugæslu til vakthafandi ljósmæðra. Eftir sem áður koma flestar konur á dagvinnu- tíma en við höfum líka þann sveigjanleika að hitta konur á kvöldin og um helgar sem mörgum finnst þægilegt. Einnig tókum við að okkur að sinna hjúkrun á næturvöktum á tveimur hjúkrunardeildum stofnunar- innar. Þar eru sjúkraliðar á næturvöktum sem geta kallað okkur til ef á þarf að halda. Með þessu sparaðist launakostnaður á heilsugæslu og hjúkrunardeildum sem kom stofnuninni til góða og víðara starfssvið styrkti líka deildina okkar. Nú er nýlokið við að endurnýja húsnæði og ýmsan búnað ljós- mæðravaktarinnar. Húsnæðið er komið á fertugsaldur og viðhald var orðið aðkallandi. Samhliða nauðsynlegum endurbótum var húsnæðið aðlagað betur að starfseminni svo nú fer mun betur um skjólstæðinga og starfsfólk en áður og óhætt að segja að almenn ánægja ríki með breytingarnar. Ljósmæðravakt HSU hefur notið mikils velvilja félaga- samtaka og fyrirtækja í gegnum tíðina en á engan er hallað þó sagt sé að kvenfélagskonur á Suðurlandi séu sterkasti bakhjarl okkar hvort heldur sem um er að ræða einstök kvenfélög eða Samband sunnlenskra kvenna. Starfið hér á ljósmæðravaktinni er afar fjölbreytt eins og fram hefur komið. Lifandi og ófyrirsjáanlegt. Engin leið að sjá fyrir hvernig hver vakt þróast. Það má auðvitað segja um starf svo margra ljósmæðra en það sem einkennir aðstæður okkar hér á Selfossi er hvað við vinnum mikið einar. Við erum reyndar tvær í vinnu á dagvinnutíma en þess utan erum við einar á vakt. Engin önnur ljósmóðir á staðnum til að ráðgast við. Upp geta komið aðstæður sem bregðast verður við í flýti og þá er nauðsynlegt að vera viðbúin að standa á eigin fótum og sýna sjálfstæði í störfum. Það getur stundum verið erfitt en á í raun ekki illa við mig. Ég kann því vel að reyna á mig og vinna undir álagi. Vaktaskiptin dragast reyndar stundum á langinn. Þá tökum við okkur gjarnan tíma til að viðra atburði vaktarinnar því margt getum við ekki rætt nema við aðrar ljósmæður. Ég hugleiði stundum hvað það sé sem heillar mig við að starfa sem Endurbætt húsnæði fæðingardeildar HSU tekið í notkun. Ljósmæður á fæðingardeild HSU.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.