Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 15
15Ljósmæðrablaðið - desember 2015 ÚTDRÁTTUR Mikil umræða hefur verið hérlendis og erlendis um aðgerðir á skapabörmum kvenna í fegrunarskyni. Tölulegar staðreyndir um algengi aðgerða á kynfærum kvenna eru af skornum skammti og að nokkru leyti ómarktækar þar sem upplýsingar um aðgerðir utan sjúkrahúsa vantar. Markmið þessarar fræðilegu samantektar er að skoða rannsóknir á ástæðum og afleiðingum skapabarmaaðgerða, viðhorf til skapabarmaaðgerða og áhrif fjölmiðla á hugmyndir um eðlilegt útlit kynfæra kvenna. Rannsóknarheimilda var aflað með því að nota gagnagrunnana PubMed og Web of Science. Titlar og samantektir af leitarniðurstöðum voru skoðaðar og þær rannsóknir valdar sem þóttu endurspegla athuganir sem gerðar hafa verið á þessum aðgerðum. Þrettán nothæfar heimildir fundust. Fjöldi þátttakenda í rannsóknunum var almennt lítill, aðferða- fræði þeirra iðulega ábótavant og almennt ekki notast við ákveðin viðmið um stærð skapabarma við ákvörðun á nauðsyn aðgerðar. Þessir þættir draga úr áreiðanleika rannsóknanna. Niðurstöður sýna að helstu ástæður þess að konur sækjast eftir því að fara í aðgerð á skapabörmum eru líkamleg óþægindi vegna stórra skapabarma, skömm og óánægja vegna útlits kynfæra, óþægindi eða kvíði sem tengist kynlífi og væntingar um betra kynlíf. Vísbendingar eru um að konur sem sækjast eftir því að fara í aðgerðir á skapa- börmum séu með líkamsröskun og hafi neikvæða líkamsímynd. Rannsóknir sem skoðaðar voru greindu frá almennri ánægju meðal kvenna eftir aðgerð á skapabörmum og fáar neikvæðar afleiðingar. Niðurstaðan er að mikilvægt sé að skilgreina viðmið um stærð skapabarma og að frekari rannsókna sé þörf á öllu er við kemur þessu viðfangsefni. Lykilorð: Skapabarmar, skurðaðgerð, kvensjúkdómalækningar. INNGANGUR Skapabarmaminnkun er þegar innri skapabarmar eru skornir af og er tilgangur aðgerðanna oftast í fegrunarskyni eða vegna óþæginda sem skapast vegna stærðar og lögunar skapabarma (Goodman, 2011). Hérlendis bjóða lýtalæknar (sjá t.d. Guðmundur Már Stefánsson og Ólafur Einarsson, e.d.) upp á þessar aðgerðir og þær hafa verið framkvæmdar á Landspítalanum að einhverju marki (Ebba Margrét Magnúsdóttir, munnleg heimild). Samkvæmt 8. gr laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu, er heilbrigðisstarfsmönnum skylt að veita landlækni þær upplýsingar sem honum eru nauðsynlegar til að halda heilbrigðisskrá. Landlæknir hefur árlega frá 2007 óskað eftir upplýsingum frá lýtalæknum um starfsemi þeirra en ekki fengið. Hér á landi liggja því hvorki fyrir upplýsingar um algengi aðgerða sem gerðar eru á kynfærum kvenna né um aldur kvenna sem fara í aðgerðirnar (Þingskjal nr. 691/2013‒2014). Á heimsvísu eru tölulegar staðreyndir um algengi aðgerða á kynfærum kvenna einnig af skornum skammti og að nokkru leyti ómarktækar þar sem upplýsingar um aðgerðir utan sjúkrahúsa vantar. Gögn samtaka bandarískra lýtalækna frá 2012 sýna að 21% þeirra framkvæma aðgerðir á kynfærum kvenna. Af þeim eru aðgerðir á skapabörmum algengastar, og var aukning aðgerða 64% frá 2011 til 2012 (Hamori, 2014). Samkvæmt tölulegum upplýsingum bresku ríkisspítalanna (e. National Health Service Hospital) voru gerðar 267 aðgerðir á árunum 2008 til 2012 í landinu þar sem skapabarmar voru minnkaðir á stúlkum undir 14 ára aldri. Þar kemur einnig fram að á árunum 2003–2013 hefur orðið fimmföld aukning í Bretlandi á lýtaaðgerðum á kynfærum kvenna (British Society for Paediatric & Adolescent Gynaecology, 2013). Samkvæmt alþjóðasamtökum fegrunarlækna hefur skapabarmaaðgerðum fjölgað. Tölur þeirra Eygló Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans Hildur Þóra Sigfúsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Nýburagjörgæsla, Righospitalet, Kaupmannahöfn Herdís Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðingur PhD, Háskóla Íslands, Landspítala F R Æ Ð S L U G R E I N FRÆÐILEG SAMANTEKT Fyrirspurnir Herdís Sveindóttir herdis@hi.is Hin fullkomnu sköp: Fræðileg samantekt um skapabarmaaðgerðir

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.