Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Qupperneq 22

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Qupperneq 22
22 Ljósmæðrablaðið - desember 2015 ÚTDRÁTTUR Nýjustu tölur um sárasóttarsmit á landinu sýna aukningu á skráðum tilfellum. Árið 2014 greindust 24 einstaklingar með sjúkdóminn á Íslandi. Samanborið við tíu ár þar á undan greindust að meðaltali tvö tilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa árlega. Karlmenn eru í miklum meirihluta þeirra sem greinast með smit og eru karlmenn sem stunda kynlíf með körlum sérstakur áhættuhópur. Rannsóknir sýna að karl- menn sem stunda kynmök við karlmenn stunda einnig kynmök við konur og eru þær því í áhættu að smitast af sárasótt. Þunguð kona getur smitað ófætt barn sitt af sjúkdómnum og kallast það meðfædd sárasótt. Sjúkdómnum geta fylgt alvarlegar afleiðingar, sé hann ekki meðhöndlaður. Mæðravernd býður konum skimun fyrir sárasótt í fyrstu skoðun á meðgöngu. Ef meðferð er hafin eins fljótt og unnt er og fyrir 24. viku meðgöngu er hægt að fyrirbyggja smit til fóstursins. Ekki eru skráð tilfelli meðfæddrar sárasóttar á Íslandi. Kostnaður fyrir heilbrigð- iskerfið vegna skimunar er um það bil 11.000.000 kr. á ári. Í þessari grein verður rætt nánar um einkenni og faraldsfræði sárasóttar, hlutverk mæðraverndar og afleiðingar í tengslum við sára- sótt. Aðaláhersla er á að svara spurningunni: Hvers vegna er verið að skima fyrir sárasótt í mæðravernd? Lykilorð: Sárasótt, meðfædd sárasótt, skimun, mæðravernd, kostn- aður. INNGANGUR Svo virðist sem sárasótt hafi fylgt mannkyninu frá því um aldamótin 1500 og verið mikill skaðvaldur hér áður fyrr (Rothschild, 2005). Þó nú séu um sjötíu ár liðin frá því að virk meðferð fannst hefur enn ekki tekist að útrýma sjúkdómnum þó vissulega hafi margt áunnist. Ástæður þess kunna að vera margar en skortur á forvörnum og skipulögðum skimunum geta að einhverju leyti verið orsökin. Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin áætlar að tólf milljónir manna sýkist af sárasótt árlega og að meira en níutíu prósent tilfella komi upp í þróunarlöndunum (World Health Organization, WHO, 2001). Hér á landi hafa færri en tvö tilfelli greinst á ári á hundrað þúsund íbúa síðastliðin tíu ár fyrir utan árið 2007 þegar ekkert tilfelli var skráð (Landlæknisembættið, 2015). Í þróuðum löndum hefur tíðni sárasóttar verið mjög lág en svo virðist sem einhver aukning hafi átt sér stað hin allra síðustu ár. Frá árunum 2000–2013 greindust 46 einstaklingar hér á landi með sjúk- dóminn, 34 karlmenn og 12 konur (Hagstofa Íslands, e.d. ). Af þeim fjölda eru karlmenn sem stunda kynlíf með körlum álitinn sérstakur áhættuhópur. Sú staðreynd þarf þó ekki endilega að þýða að eingöngu sé um samkynhneigða karlmenn að ræða. Í ljósi þess að tíðni sjúk- dómsins virðist eitthvað vera að hækka, hvort sem það er tímabundið eða hvort einhverjar sérstakar ástæður liggi þar að baki, má draga þá ályktun að líkur séu á að tíðni sárasóttar muni einnig hækka meðal kvenna áður en langt um líður. Þunguð kona getur smitað ófætt barn sitt af sjúkdómnum og kall- ast það meðfædd sárasótt. Mæðravernd býður konum skimun fyrir sárasótt í fyrstu skoðun á meðgöngu. Ástæða þess er sú að afleiðingar sárasóttarsmits fyrir fósturþroska geta verið alvarlegar. Rannsóknir hafa sýnt að smit getur leitt til fósturláts og andvana fæðingar (Gomez, Kamb, Newman, Mark, Broutet og Hawkes, 2013), einnig hefur það verið tengt við heilalömun og vansköpun stoðkerfis (Arnold og Ford- Jones, 2000). Faraldsfræði Sárasótt er meðal þeirra smitsjúkdóma sem eru tilkynningarskyldir á Íslandi. Tilkynningin skal vera persónubundin og innihalda allar þær faraldsfræðilegu upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að hindra frek- ari útbreiðslu sjúkdómsins og rekja uppruna smits (sóttvarnalög, nr. 19/1997). Eins og fram hefur komið er sárasótt hvorki nýr sjúkdómur né nýlega uppgötvaður. Í Vestur-Evrópu varð sárasótt svo til útdauð og er þar helst að þakka virkum meðferðum á kynsjúkdómadeildum, auk leitar og meðhöndlunar á bólfélögum þeirra sem greindust sýktir. Í gegnum tíðina hefur tíðni sjúkdómsins verið merkjanlega hærri í Bandaríkjunum en í Vestur-Evrópu. Árið 1999 var sett af stað áætlun í Bandaríkjunum með það að markmiði að eyða þar sárasótt (Centers Skimun fyrir sárasótt á meðgöngu Elsa Marí Þór, ljósmóðir F R Æ Ð S L U G R E I N Dr. Helga Gottfreðsdóttir, ljósmóðir PhD, dósent Háskóla Íslands

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.