Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 9
9Ljósmæðrablaðið - desember 2015 meðgönguvernd heilbrigðra kvenna í eðlilegri meðgöngu (Embætti landlæknis, 2010). Markmið þessarar fræðilegu samantektar er að skoða samband átröskunar við fylgikvilla á meðgöngu og útkomu fæðingar. Hérlendis er sjúkdómsgreiningarskrá Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar (Internation Classification of Disease-ICD) notuð við flokkun sjúkdóma. Það er þó óhentugt í vinnu með átraskanir, þar sem flestir spurningalistar og greiningarviðtöl fyrir átraskanir eru hönnuð út frá flokkunarskilmálum ameríska geðlæknafélags- ins (Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders-DSM) (Sigurlaug María Jónsdóttir og Guðlaug Þorsteinsdóttir, 2006). Tafla 2 sýnir flokkun átröskunarsjúkdóma miðað við flokkunarskilmála DSM-IV (Crow o.fl., 2008) en flestar rannsóknirnar sem notast er við hér greina átraskanir byggðar á því kerfi. Viðmið ICD-10, sem eru notuð í nokkrum rannsóknanna eru lítils háttar frábrugðin en við greinum ekki frá því sérstaklega. AÐFERÐ Gerð var leit í gagnasöfnum PubMed, Cinahl og Scopus. Nokkrar leitir voru framkvæmdar með mismunandi takmörkunum en lokaleitin sem framkvæmd var 25. september 2015 var án tímatak- markanna og með leitarorðunum „Eating disorder AND pregnancy AND outcomes“. Í heild fundust 227 greinar. Leitarniðurstöður voru skoðaðar og valdar eftir lestur á titli og samantekt. Ákvörðun var tekin um að hafa einungis rannsóknagreinar þar sem notast er við samanburðarhópa í þessari fræðilegu samantekt. Jafnframt að nota eingöngu samanburðarrannsóknir þar sem skoðuð voru tengsl átrösk- unar við fylgikvilla á meðgöngu og útkomu fæðingar. Út frá þessum forsendum fundust 16 nothæfar greinar. Elsta greinin er frá árinu 1998 og sú yngsta frá árinu 2014. NIÐURSTÖÐUR Í töflu 3 er greint frekar frá aðferð, útkomubreytum og niðurstöðum rannsóknanna 16 auk ályktana höfunda þeirra. Tölfræðiútreikningar eru ekki birtir í töflunni en einungis eru birtar marktækar niðurstöður (p < 0,05). Byggt á rannsóknunum sem völdust í samantektina og útkomu- þáttum sem skoðaðir voru í þeim er greint frá sambandi átrösk- unar við eftirfarandi útkomubreytur: blóðleysi, þvagfærasýkingar, meðgöngusykursýki, meðgöngueitrun, háþrýsting, fæðingarþung- lyndi, vaxtarskerðingu, fósturlát, frjósemismeðferð, óráðgerða þungun, fósturstreitu, fæðingu fyrir tímann, keisaraskurð, fæðingu tvíbura, framköllun fæðingar, áhaldafæðingu, blæðingu eftir fæðingu, litla fæðingarþyngd, léttbura, þungbura, lítið höfuðummál, höfuðsmæð, andvana fæðingu og burðarmálsdauða. Fylgikvillar á meðgöngu Í fimm rannsóknum var hugað að blóðleysi á meðgöngu. Niðurstöður tveggja þeirra benda til að meiri hætta sé á blóðleysi á meðgöngu eða eftir fæðingu (Bansil o.fl., 2008; Koubaa o.fl., 2005) hjá konum með átröskun og niðurstöður tveggja þeirra (Linna o.fl., 2014; Micali o.fl., 2012) benda til að enginn munur sé á þeim hópi samanborið við konur án átröskunar. Í einni rannsókn (Nunes o.fl., 2012) voru bornar saman konur með lotugræðgi á meðgöngu og konur sem voru ekki með lotugræðgi og fannst ekki marktækur munur á blóðleysi hjá þeim hópum. Í sex rannsóknum var könnuð meðgöngusykursýki. Í tveimur þeirra kom fram munur, annars vegar að konur með lotuofát eða ótil- greinda átröskun með hreinsun (Bulik o.fl., 2009) væru líklegri til að hafa meðgöngusykursýki en konur án átröskunar, hins vegar að konum með virka lotugræðgi hætti frekar til að fá meðgöngusykur- sýki en konum með óvirka lotugræðgi (Morgan o.fl., 2006). Fjórar rannsóknanna gáfu til kynna að konum með átröskun væri ekki hætt- ara við að fá meðgöngusykursýki heldur en konum án átröskunar (Koubaa o.fl., 2005; Micali o.fl., 2012; Pasternak o.fl., 2012). Tíu rannsóknir fjölluðu um meðgöngueitrun og háþrýsting hjá konum með átröskun. Ein þeirra sýndi að konur með lotuofát og lotugræðgi voru marktækt líklegri en konur án átröskunar til þess að greinast með meðgöngueitrun (Bulik o.fl., 2009). Önnur sýndi tengsl lotuofáts hjá móður á meðgöngu við háþrýsting á meðgöngu (Linna o.fl., 2014). Þá voru niðurstöður þriðju rannsóknarinnar að konur með átröskun væru í minni hættu á að fá meðgöngueitrun og háþrýsting en konur með átröskun, en þær niðurstöður ber að taka með fyrirvara því upplýsingar um LÞS voru ekki til staðar í rann- sókninni (Bansil o.fl., 2008). Hinar rannsóknirnar sýndu engan mun (Bulik, 1999; Eagles o.fl., 2012; Ekéus o.fl., 2006; Kouba o.fl., 2005; Pasternak o.fl., 2012; Nunes o.fl., 2012; Micali o.fl., 2012). Í sjö rannsóknum voru skoðuð áhrif átröskunar á vaxtarskerðingu fósturs. Niðurstöður þriggja þeirra voru að börn kvenna með átröskun væru líklegri til að verða fyrir vaxtarskerðingu á meðgöngu en börn kvenna án átröskunar (Bansil o.fl., 2008; Eagles o.fl., 2012; Pasternak o.fl., 2012) en í hinum fjórum kom ekki fram marktækur munur (Bulik o.fl., 2009; Koubaa o.fl., 2005; Linna o.fl., 2014; Micali o.fl., 2012). Í sjö rannsóknum voru könnuð fósturlát hjá konum með átröskun. Í fjórum þeirra var fósturlát marktækt algengara hjá konum með lystar- stol (Bulik o.fl., 1999; Morgan o.fl., 2006), með lotugræðgi með eða án lystarstols (Micali o.fl., 2007) og með lotuofát (Linna o.fl., 2013) en hjá konum án þessara átröskunarsjúkdóma. Þrjár rannsóknir (Eagles o.fl., 2012; Ekéus o.fl., 2006; Pasternak o.fl., 2012) sýndu ekki samband átröskunar við fósturlát. Fjórar rannsóknir lutu að meðgönguógleði og uppköstum. Ein af þeim sýndi fram á marktæk tengsl virkrar eða óvirkrar átröskunar við meðgönguógleði og uppköst (Kouba o.fl., 2005) en hinar þrjár sýndu ekki marktækt samband (Bulik o.fl., 1999; Micali o.fl., 2012; Morgan o.fl., 2006). Í einni rannsókn voru skoðuð tengsl átröskunar á meðgöngu við ófrjósemismeðferð og óráðgerðar þunganir. Þar kom í ljós að konur með lotugræðgi voru líklegri en konur án átröskunar til að hafa fengið meðferð vegna ófrjósemi, hins vegar var líklegra að þungun væri óráðgerð hjá konum með lystarstol en hjá þeim sem ekki voru með átröskun (Micali o.fl., 2014). Tíðni þvagfærasýkinga var könnuð í einni rannsókn og reynd- ust konur með átröskun vera líklegri til að fá þvagfærasýkingu á meðgöngu en konur án átröskunar (Bansil o.fl., 2008). Útkoma fæðingar Í tveimur rannsóknum voru skoðuð tengsl milli fósturstreitu og kvenna með átröskun. Í annarri þeirra voru konur með lystarstol marktækt líklegri til þess að eignast börn sem glímt höfðu við fósturstreitu (Micali o.fl., 2012) en í hinni komu ekki fram marktæk tengsl (Ekéus o.fl. 2006). Tólf rannsóknir fundust þar sem skoðuð var tíðni fæðinga fyrir tímann. Í sex þeirra kom fram að konum með átröskun virtist vera hættara við að fæða fyrir tímann heldur en konum án átröskunar (Bansil o.fl., 2008; Bulik o.fl., 1999; Linna o.fl., 2014; Morgan o.fl., 2006; Pasternak o.fl., 2012; Sollid o.fl., 2004). Í sumum rannsóknunum var gerður greinarmunur á mismunandi tegundum átröskunar, þar sem tengsl voru annars vegar milli lotuofáts og ótil- greindrar átröskunar við aukna hættu á fæðingu fyrir tímann saman- borið við konur með lystarstol eða lotugræðgi (Bulik o.fl., 2009) og hins vegar milli lystarstols og fæðingar fyrir tímann (Bulik o.fl., 1999; Linna o.fl., 2014). Engin af rannsóknunum sýndi minni hættu á fyrirburafæðingum hjá konum án átröskunar en hjá konum með átröskun. Í fimm rannsóknum komu ekki fram tengsl milli átrösk- unar og fæðinga fyrir tímann (Eagles o.fl., 2012; Koubaa o.fl., 2005; Micali o.fl., 2007; Micali o.fl., 2012; Nunes o.fl., 2012). Í níu rannsóknum voru skoðuð tengsl á milli átröskunar og keisaraskurða en niðurstöður þeirra eru ólíkar. Þrjár rannsóknir sýndu að konur með átröskun voru mun líklegri til þess að fara í keisaraskurð en konur án átröskunar (Bulik o.fl., 1999; Bulik o.fl., 2009; Pasternak o.fl., 2012). Rannsókn Bulik o.fl. (1999) leiddi í ljós að konur með lystarstol væru í marktækt meiri hættu á að fara í keisaraskurði heldur en konur án lystarstols. Hins vegar sýndi rann-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.