Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 31

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 31
31Ljósmæðrablaðið - desember 2015 Hvað starfa margar ljósmæður við krabbameinsleit? Sigríður: Það eru sex ljósmæður starfandi hér, svo eru starfandi ljósmæður á öllum heilsugæslustöðvum á landinu nema tveimur, það eru hjúkrunarfræðingar á tveimur stöðum, á Patreksfirði og Siglufirði. Svo fara ljósmæðurnar sem vinna hérna á leitarstöðinni líka út á land til að taka sýni. Hvernig taka konur því að ljósmæður sjái um þessa skoðun? Laufey: Bara mjög vel, þær eru svolítið hissa fyrst: „Hvað eru ljósmæður að gera hér?“ en svo finnst þeim þetta mjög eðli- legt, svona eins og þær segja: „Þetta er ykkar svæði.“ Þær eru oft fegnar að fá konu til að skoða en ekki eldri mann þó að þeir hafi sinnt sínu mjög vel. Þetta á sérstaklega við um yngri stelpur. Hvernig sjáið þið að hlutverk ljósmæðra geti þróast á þessu sviði, til dæmis innan heilsugæslunnar og almennt um kven- heilsu og kynheilbrigði, er möguleiki að þróa þetta frekar? Laufey: Ég held að ljósmæður geti komið víða að á heilsugæslum. Til dæmis í mæðravernd væri hægt að taka sýni í fyrstu skoðun hjá konum sem ekki hafa skilað sér í sýnatöku. Hvað varðar fræðslu þá eru óendanlegir möguleikar þar. Sigríður: Ég hefði viljað sjá fræðsluna meira í höndum ljós- mæðra, núna erum við farin að mæla HPV í sýnunum, byrjuðum á því um áramótin. Við finnum að það er mjög lítil þekking um HPV veiruna bæði meðal almennings og meðal heilbrigðisstarfs- fólks. Laufey: Ég held að það sé mikilvægasti þátturinn, það er að fræða. Maður fær fullt af spurningum meðan maður er að skoða. Það er vanþekking á eðli sjúkdómsins eins og margar halda til dæmis að HPV sé ættgengt. Sigríður: Það má líka benda á fræðslu til kvenna um brjósta- skoðun og brjóstakrabbamein. Mér finnst að ljósmæður geti þjálfað sig og kannski komið þar meira inn í. Þá er ég að tala um fræðsluna. Hvað finnurðu í brjóstinu? Hvað þýða verkir? Hvernig á að bera sig að við að skoða brjóstin sjálfur til dæmis. Laufey: Það er mjög algengt að konur tali um að þær kunni ekki að þreifa brjóstin. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að fagdeild innan Ljósmæðrafé- lagsins geti komið að því að styrkja þetta svið og sjáið þið fyrir ykkur að ljósmóðir geti orðið sérfræðiljósmóðir á þessu sviði? Sigríður: Já, alveg hiklaust, ég held að ljósmæður geti eins og hver annar orðið sérfræðingar í þessu, þær hafa þessa þekkingu. Laufey: Það vantar svo mikla fræðslu um t.d. breytingaskeiðið, þar finnst mér að við getum komið sterkt inn í. Við heyrum frá konum á þessum aldri tala um einkenni sem eru eðlilegur hluti af breytinga- skeiðinu, þær vita ekki hvað er að gerast og hvernig þær eigi að bregðast við, hvað þær geti gert. Eins og þurrkur í leggöngunum og þá óþægindi í kynlífi, þetta skiptir máli. Konur ræða við okkur líka um þvagleka, blöðru- og legsig, þær vita ekki við hvern á að ræða þessi einkenni, þetta er feimnismál. Þetta er hluti af kvenheil- brigði, ekki bara getnaðarvarnir. Þetta hefur svolítið gleymst, það hefur verið einblínt mest á yngri konurnar. Núna er farið að bólusetja stúlkur við HPV, það er samt mikilvægt að þær mæti áfram í skoðun, alltaf mikilvægt fyrir konur að mæta í skoðun. Sigríður: Það er gífurlega mikil framþróun í HPV mælingum og það verða væntanlega enn meiri breytingar á næstu árum. Það er minni mæting í krabbameinsleitina úti á landi en á höfuðborgarsvæð- inu. Það er áhyggjuefni að konur mæta ekki nógu vel þar. Krabba- meinsleit er ódýr og örugg forvörn sem hefur skilað mjög góðum árangri, konur verða að mæta betur. Krabbameinsleitin er samt mjög vel kynnt t.d. þegar við förum út á land. Konur fá bréf heim til sín í pósti, það er skrifað í öll staðarblöðin um leitina áður en við komum og þessi blöð eru borin út á hvert einasta heimili, svo erum við með auglýsingaplakat sem er sett á helstu staði þannig að þetta ætti ekki að fara fram hjá neinum. Hrafnhildur Ólafsdóttir ljósmóðir Biðstofan á Leitarstöðinni. Sigríður, Kristín og Laufey

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.