Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 20

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 20
20 Ljósmæðrablaðið - desember 2015 Neikvæðar afleiðingar aðgerðar Neikvæðar afleiðingar voru almennt fáar og hlutfall þátttakenda sem greindu frá þeim yfirleitt lágt. Fjórar rannsóknir greindu frá óþægindum tengdum kynlífi (Bramwell o.fl., 2007; Goodman o.fl., 2010; Rouzier o.fl., 2000; Veale o.fl., 2013) og tvær frá seinkuðum gróanda og blæðingum (Goodman o.fl., 2010; Trichot o.fl., 2011). Í rannsókn Veale o.fl. (2014b) fundu 26% kvenna fyrir aukaverk- unum eftir aðgerð sem tengdust þvaglátum, óánægju með útlit, öramyndun, sársauka og óþægindum við að klæðast þröngum fötum. Verkir voru til staðar hjá hluta þátttakenda í rannsóknum Rouzier o.fl. (2000) og Trichot o.fl. (2011) og þeir stóðu yfir að meðaltali í eina viku eftir aðgerð. Í tveimur rannsóknum þurfti hluti þátttakenda að gangast undir aðra aðgerð þar sem útkoma fyrri aðgerðar var ekki fullnægjandi (Rouzier o.fl., 2000; Trichot o.fl., 2011). Í rannsókn Rouzier o.fl. (2000) kom í ljós óánægja með stærð skapabarma eftir aðgerð og algengara var að konum fyndust þeir of litlir heldur en of stórir. Heimildasamantekt Motakef o.fl. (2015) nefnir jafnframt aðskilnað skurðbarma, hematoma og drep. Áhrif fjölmiðla á umræðu um útlit og kynfæri kvenna Sex rannsóknir fjölluðu um áhrif fjölmiðla (Bramwell o.fl., 2007; Crockett o.fl., 2007; Crouch o.fl., 2011; Koning o.fl., 2009; Liao o.fl., 2012; Veale o.fl., 2014a). Þrjár fjölluðu um hvar konur sem fóru í skapabarmaaðgerðir fengu upplýsingar um aðgerðir (Bramwell o.fl., 2007; Crouch o.fl., 2011; Veale o.fl., 2014a) og sýndi rannsókn Veale o.fl. (2014a) að yfir 80% kvenna fær upplýs- ingarnar úr fjölmiðlum. Niðurstaða Koning o.fl. (2009) á því hvar konur fá upplýsingar um skapabarmaaðgerðir er svipuð; 78% þátt- takenda höfðu fengið upplýsingarnar úr fjölmiðlum. Niðurstöður þeirra voru jafnframt að þátttakendum sem fréttu af skapabarma- aðgerðum úr fjölmiðlum fannst síður viðeigandi að konur færu í slíkar aðgerðir. Niðurstöður Crockett o.fl. (2007) voru að 79% svarenda sögðu að sjónvarp og aðrir fjölmiðlar hefðu haft áhrif á ákvörðun þeirra að leita eftir frekari upplýsingum um lýtaaðgerðir. Ennfremur kom fram að þátttakendur, sem horfðu mjög oft á raun- veruleikaþætti um lýtaaðgerðir, töldu sig búa yfir betri þekkingu á lýtaaðgerðum og að þættirnir endurspegluðu raunveruleikann betur en þeir sem horfðu sjaldnar á slíka þætti. Þá ætluðu hlutfallslega fleiri konur sem horfa mjög oft á þætti af þessum toga að fara í skapabarmaaðgerð en þær sem horfa sjaldnar. UMRÆÐUR Við túlkun niðurstaða þarf að hafa í huga að hlutdrægni rann- sakenda getur haft áhrif á niðurstöður. Það á til dæmis við þegar skurðlæknirinn sjálfur eða samstarfsfólk hans sér um framkvæmd rannsóknar (Goodman o.fl., 2007; Jothilakshmi o.fl., 2009; Liao o.fl., 2010; Miklos og Moore, 2008; Rouzier o.fl., 2000). Jafnframt viljum við vekja athygli á því að það sem einkennir flestar rann- sóknirnar sem við skoðuðum er lítið og einsleitt úrtak (Bramwell o.fl., 2007; Crouch o.fl., 2011; Jothilakshmi o.fl., 2009; Trichot o.fl., 2011; Veale o.fl., 2014) og lítil eða engin eftirfylgd (Bramwell o.fl., 2007; Crouch o.fl., 2011; Jothilakshmi o.fl., 2009; Rouzier o.fl., 2000). Þá notast þær allar við lýsandi rannsóknasnið. Þetta hefur áhrif á túlkunina og dregur úr sannleiksgildi og áreiðanleika rannsóknanna. Í átta rannsóknum var greint frá ástæðum kvenna fyrir því að þær sækja í þessar aðgerðir. Ástæðurnar voru helstar líkamleg óþægindi, skömm og óánægja vegna útlits skapabarma og sýnileika þeirra sem og vandamál tengd kynlífi. Í ljósi þessa er áhugavert að einungis í einni rannsókn, Crouch o.fl. (2011), var lengd og breidd skapabarma mæld og konurnar metnar út frá viðmiðum sem byggðu á fyrri rannsókn höfunda meðal 50 kvenna. Í rannsókn- inni var meirihluta kvennanna sem leituðu eftir aðgerð vísað frá. Það var gert á þeim forsendum að lengd skapabarma þeirra væri innan viðmiðunarmarka. Í kjölfarið var þeim boðið upp á fræðslu og sálfræðiþjónustu og þær fullvissaðar um að skapabarmar þeirra væru eðlilegir að stærð og lögun. Stefnan í heilbrigðismálum víðast hvar er að heilbrigðisstarfsfólk skuli notast við viðmiðunarreglur eða gæðavísa í störfum sínum og leitast er við að innleiða gagnreynda starfshætti sem víðast. Starfs- hættir sem byggja á mati einstakra lækna á því hvað séu ásættanleg viðmið þegar kemur að aðgerðum á skapabörmum hljóta að vera óásættanlegir. Sérstaklega í ljósi þess að samtök kvensjúkdóma- lækna víða um heim líta svo á að það skorti sannanir fyrir öryggi og árangri aðgerða sem framkvæmdar eru án læknisfræðilegra ábendinga (Shaw o.fl., 2013). Athyglisvert er að í framangreindri rannsókn Crouch o.fl. (2011) voru 40% kvenna sem óskuðu eftir að fara í aðgerð en uppfylltu ekki viðmið staðráðnar í að leita annað þrátt fyrir að skapabarmar þeirra teldust innan eðlilegra marka. Þetta bendir til þess að viðmið þessara kvenna séu að skapabarmar eigi að vera minni en framan- greind viðmið segja til um. Viðmið sín um stærð og útlit skapa- barma geta konur tæpast hafa fengið annars staðar en úr fjölmiðlum en þeir eru algengasta upplýsingaveitan um aðgerðirnar. Í rann- sóknum sem greindu frá því hvar konur fá upplýsingar um aðgerðir á kynfærum kvenna kom í ljós að allt að 80% þeirra fá upplýs- ingarnar úr fjölmiðlum (Veale o.fl., 2014a). Mat lækna getur líka skipt máli en það hlýtur að vera umhugsunarvert hversu stór hluti 39 konur (84.8%) sögðu ákvörðun um að fara í aðgerð að öllu leyti þeirra eigin. Veale o.fl., 2014b. Bretland. Meta langtímaáhrif skapabarmaaðgerða með tilliti til ánægju með útlit kynfæra og ánægju í kynlífi. Tilgátan sem sett var fram var sú að konur sem fara í skapabarmaaðgerð verði ánægðari með útlit kynfæra sinna að lokinni aðgerð og upplifi einnig bætt kynlíf. Framsæ samanburðarrannsókn. 49 konur sem höfðu farið í skapabarmaaðgerð (miðaldur=34 ára; aldursbil 25-43 ára) og 39 konur í samanburðarhóp (miðaldur=28 ára; aldursbil 25-34) sem ekki vilja fara í slíka aðgerð. Enginn munur var á hópunum hvað varðar aldur, kynhneigð, ráðhag, menntun, kynþátt og barneignir. Gagna var aflað með spurningalistum*: HADS, GAS, BDD, PISCO, BIQLI, og COPS-L. Meðferðarhópur var metinn: Fyrir aðgerð; 3 mánuðum eftir aðgerð og 11-42 mánuðum eftir aðgerð en þá voru einvörðungu GAS, PISCO og COPS-L lagðir fyrir. Samanburðarhópurinn var metinn tvisvar með þriggja mánaða millibili. Fyrir aðgerð voru konurnar í meðferðarhópnum marktækt óánægðari með útlit kynfæra sinna (fleiri stig á GAS og COPS-L) heldur en þær í samanburðarhópnum. Þremur mánuðum eftir aðgerð var ánægja meðferðarhópsins við kynlíf marktækt meiri (fleiri stig á PISCO) en samanburðarhópsins. Niðurstöður matsins gáfu einnig til kynna aukna ánægju með útlit kynfæra og minni kvíða eftir aðgerð. Þegar borin eru saman stig kvenna í meðferðarhópi á mælikvörðunum fyrir aðgerð við stig kvenna 3 mánuðum eftir aðgerð (n=26) fengu konur marktækt færri stig á kvíðakvarða HADS, GAS og á COPS-L og marktækt fleiri stig á PISCO eftir aðgerð. Stig á GAS og COPS-L voru enn marktækt færri hjá hópnum 11-42 mánuðum síðar (n=23). Þá sögðust 6 konur (26%) hafa einn eða fleiri af eftirtöldum fylgikvillum: Vandi með þvaglát (n=3); óánægja með útlit (n=2); verkur við leggangaop (n=1); minnkuð kynörvun (n=2); óþægindi við að klæðast þröngum fötum (n=1). Ein kona sá eftir að hafa farið í aðgerðina. Styrkleikar rannsóknarinnar eru að marktækir spurningalistar voru notaðir og að rannsóknin var framkvæmd án áhrifa frá skurðlæknum og langtímaárangur metinn. Höfundar álykta að það sé ákjósanlegt að bjóða upp á sálræna aðstoð til að meta konur sem vilja fara í skapabarmaaðgerðir. #n= fjöldi, M=miðgildi. * The Perception of Appearance and Competency Related Teasing Scale (POTS), The Childhood Trauma Questionnaire (CTQ), Disgust Scale Revised (DS-R), Hospital Anxiety and Depression Scale (HADS), Body Image Quality of Life Index (BIQLI), Genital Appearance Satisfaction (GAS), Cosmetic Procedures Scale of Labiaplasty (COPS-L), Pelvic Organ Prolapse-Urinary Incontinence Sexual Function Questionnaire (PISQ); Cosmetic Procedures Scale – Body Dysmorphic Disorder (COPS-BDD); Yale-Brown Obsessive Compulsive Scale for Body Dysmorphic Disorder (BDD-YBOCS).

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.