Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 11
11Ljósmæðrablaðið - desember 2015
sókn Bulik o.fl. (2009) fleiri keisaraskurði hjá öllum hópum kvenna
með átröskun nema konum með lystarstol. Fimm rannsóknir leiddu
í ljós að enginn munur væri á tíðni keisaraskurða hjá konum með
átröskun miðað við konur án átröskunar, hlutföllin voru samsvarandi
milli hópanna (Bansil o.fl., 2008; Eagles o.fl., 2012; Koubaa o.fl.,
2005; Micali o.fl., 2012; Nunes o.fl., 2012). Ein rannsókn sýndi að
minni hætta var á keisaraskurði hjá konum með lystarstol (Ekéus
o.fl., 2006).
Sjö rannsóknir fundust þar sem kannað var hve algengt væri að
fæðing væri framkölluð hjá konum með átröskun en niðurstöðum
bar ekki saman. Ein sýndi að konur með lotugræðgi, lystarstol eða
hvoru tveggja ættu frekar á hættu að fæðing væri framkölluð en
konur án átröskunar (Bansil o.fl., 2008). Niðurstöður sex rannsókna
sýndu hins vegar ekki mun á fjölda framkallaðra fæðinga hjá konum
með átröskun miðað við konur án sjúkdómsins (Bulik o.fl., 1999 og
2009; Koubaa o.fl., 2005; Micali o.fl., 2012; Pasternak o.fl., 2012;
Eagles o.fl., 2012). Engin rannsóknanna leiddi í ljós minni hættu á
framköllun fæðinga hjá konum með átröskun.
Í sex rannsóknum var skoðað hve mikið væri um áhaldafæðingar
hjá konum með átröskun. Ein rannsókn leiddi í ljós minni hættu á
inngripum með sogklukku hjá konum með lystarstol sem legið höfðu
inni á sjúkrahúsi (Ékéus o.fl., 2006) heldur en hjá konum án lyst-
7
Micali o.fl., 2014.
Holland
Langtíma lýðgrunduð ferilrannsókn.
Lystarstol (n=160), lotugræðgi (n=265),
lystarstol og lotugræðgi (n=130), aðrir
geðsjúkdómar (n=1.396),
samanburðarhópur (n=4.367).
Sjálfmetin lífssaga um átröskun eða
geðsjúkdóma, fæðingaskýrslur.
Ófrjósemismeðferð,
tvíburafæðing, óráðgerð
þungun.
Samanborið við konur án átröskunar voru
konur með:
• lotugræðgi líklegri til að hafa fengið
meðferð vegna ófrjósemi
• átröskun líklegri til að eignast tvíbura
• lystarstol líklegri til að hafa ekki ráðgert
þungun.
Mikilvægt er að hafa í
huga að átröskun getur
haft áhrif á frjósemi. LÞS
fyrir þungun skýrði ekki
tengsl á milli breyta.
Micali o.fl., 2012.
Holland
Langtíma lýðgrunduð ferilrannsókn.
Lystarstol (n=129), lotugræðgi (n=209),
lystarstol og lotugræðgi (n=100), aðrir
geðsjúkdómar (n=1.002),
samanburðarhópur (n=3.816).
Sjálfmetin lífssaga um átröskun eða
geðsjúkdóma, fæðingaskýrslur.
Blóðleysi,
meðgöngusykursýki,
meðgöngueitrun,
háþrýstingur, meðgönguógleði
og uppköst, vaxtarskerðing,
fósturstreita, fæðing fyrir
tímann, keisaraskurður,
framköllun fæðingar,
áhaldafæðing, fæðing léttbura.
Jákvæð tengsl voru á milli þess að vera með
lystarstol og gruns um fósturstreitu.
Ekki greindist samband
milli lífssögu um
átröskunarsjúkdóma og
útkomu fæðingar.
Micali o.fl., 2007.
Bretland
Langtíma lýðgrunduð ferilrannsókn
Lystarstol (n=171), lotugræðgi (n=199),
lystarstol og lotugræðgi (n=82), konur
með aðra geðsjúkdóma (n=1166), konur
án geðsjúkdóma (n=10.636).
Inntökuskilyrði: einburi og hefur glímt
við átröskun.
Fæðing fyrir tímann,
fæðingarþyngd, fæðing léttbura
eða þungbura, andvana fæðing.
Konur með lotugræðgi (með og án lystarstols)
og konur með aðra geðsjúkdóma voru mun
líklegri en konur án þessara sjúkdóma til að
hafa orðið fyrir fósturláti tvisvar eða oftar.
Konur sem hafa áður glímt við lystarstol áttu
marktækt léttari börn en konurnar í hinum
hópunum.
Niðurstöður
rannsóknarinnar kalla á
frekari rannsóknir á
útkomu fæðinga hjá konum
með lotugræðgi.
Morgan o.fl.,
2006.
Bretland
Aftursæ tilfella-viðmiðunarrannsókn með
samanburðarhópi.
Frumbyrjur með virka lotugræðgi n=122,
samanburðarhópur n=82 frumbyrjur með
óvirka lotugræðgi.
Greining lotugræðgi samkvæmt DSM-
IIIR, DSM-IV og Eating Disorder
Examintation (EDE). Ef einkenni voru til
staðar á meðgöngu voru konurnar í
Meðgöngusykursýki,
meðgönguógleði og uppköst,
fæðingarþunglyndi, fæðing
fyrir tímann, fósturlát.
Konur með virka lotugræðgi voru líklegri til
að:
• missa fóstur
• fæða fyrir tímann
• fá meðgöngusykursýki
• fá fæðingarþunglyndi.
Virk lotugræðgi getur aukið
hættu á fylgikvillum
meðgöngu.
8
rannsóknarhópi en annars í
samanburðarhópi.
Nunes o.fl., 2012
Brasilía
Ferilrannsókn.
119 konur með lotuofát á meðgöngu, 578
konur án lotuofáts á meðgöngu.
Einburar.
EDE.
Fæðingaskrá.
Spurningalisti.
Blóðleysi, meðgöngusykursýki,
meðgöngueitrun, fæðing fyrir
tímann, keisaraskurður, fæðing
léttbura eða þungbura.
Engin marktæk tengsl við útkomubreytur. Lotuofát á meðgöngu
virðist ekki hafa sömu áhrif
á útkomu fæðinga og
lotuofát sem greint hefur
verið fyrir meðgöngu. Lagt
til að konur fari í
heildargreiningu ef þær eru
með lotuofát á meðgöngu.
Pasternak o.fl.,
2012
Ísrael
Aftursæ samanburðarrannsókn.
Konur með átröskun n=122; skiptust í:
lotugræðgi n=42, lystarstol n=41,
ótilgreinda átröskun n=19.
Samanburðarhópur n=117.753 konur.
Greining átröskunar samkvæmt DSM-IV.
Meðgöngusykursýki,
meðgöngueitrun, háþrýstingur,
vaxtarskerðing, fæðing fyrir
tímann, keisaraskurður
framköllun fæðingar,
áhaldafæðing, blæðing eftir
fæðingu, fæðing léttbura eða
þungbura, fæðingarþyngd,
fósturlát.
Konur með átröskun voru líklegri til:
• að fæða fyrir tímann
• að eignast léttbura
• að fara í keisaraskurð
• að fóstur verði fyrir vaxtarskerðingu á
meðgöngu.
Konur með lágan LÞS voru marktækt
ólíklegri til þess að fá meðgöngusykursýki en
konur með hærri LÞS (p=0,58). Enginn
munur var á hópunum m.t.t. fósturláta (0,4%
á móti 0,4%) eða sýkingar hjá móður.
Konur með átröskun eiga
frekar á hættu að lenda í
erfiðleikum á meðgöngu og
í fæðingu og nýfætt barnið
líka.
Aftur á móti eiga konur
með lágan LÞS síður á
hættu að fá
meðgöngusykursýki,
meðgöngueitrun eða þurfa
inngrip í fæðingu, þ.e.
keisaraskurð, framköllun
fæðingar eða notkun
sogklukku.
Sollid o.fl., 2004
Danmörk
Framsæ samanburðarrannsókn (e. historic
prospective follow up study). Konur með
átröskun (n=1202) sem fæddu 2.056 börn
á árunum 1973-1993, samanburðarhópur
(n=900) konur sem fæddu 1.552 börn.
ICD-8 og ICD-10 fyrir lotugræðgi.
Fæðingaskrá.
Miðlæg geðsjúkdómaskrá.
Fæðing fyrir tímann, fæðing
léttbura, fæðingarþyngd.
Konur með átröskun eru líklegri til að:
• eignast létt börn
• fæða fyrir tímann
• eignast léttbura.
Auknar líkur eru á verri
fæðingarútkomu hjá
átröskunarhópnum.
*n=fjöldi þátttakenda
9
**Skammstafanir í töflunni: DSM-III-IIIR-IV=Diagnostic and Statistical Manual for Mental Disorder, 3. útgáfa, endurskoðuð 3. útgáfa og 4. útgáfa; EDE=Eating Disorder
Examination; EDI=Eating Disorders Inventory; ICD=International Classification of Disease; MAMA=Maternal Adjustment and Maternal Attitude Questionnaire;