Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 19
19Ljósmæðrablaðið - desember 2015
Jothilakshmi
o.fl., 2009.
Bretland.
Skoða ástæður þess
að unglingsstúlkum
er vísað í
skapabarmaaðgerðir.
Afturvirk rannsókn frá árunum 2003-
2007, n=6, 11 ára (n=1), 12 ára (n=2),
15 ára (n=1) og 16 ára (n=2). Gagna
var aflað úr sjúkraskrám.
Fimm mismunandi ástæður voru gefnar fyrir aðgerð.
Að skapabarmar flæktust í nærfötum (n=2), að þeir
væru áberandi undir sundfötum (n=1),óþægindi vegna
stækkunar á skapabörmum (n=1), skömm vegna þess
að skapabarmar sæjust (n=1) og ótti við að verða strítt
(n=1). Í skoðun sex vikum eftir aðgerð sögðust allir
þátttakendur ánægðir með aðgerðina.
Þörf er á að meta andlegt ástand
stúlkna sem sækjast eftir aðgerð,
sérstaklega ef ástæðan er
fagurfræðileg.
Koning o.fl.,
2009.
Holland.
Ákvarða ríkjandi
sjónarhorn (e. view)
kvenna varðandi útlit
innri skapabarma og
skapabarma-
minnkanir og hvert
hlutverk fjölmiðla er
við að móta það
sjónarhorn.
Könnunarsnið, n=482 skipt í þrjá
hópa: (I) kvennemendur í læknisfræði
(n=394; meðalaldur=22 ár;
staðalfrávik 3 ár) við hollenskan
háskóla, (II) konur sem komu á
fæðinga- og kvennadeild spítala í
Leeuwarden (n=51; meðalaldur=40
ár; staðalfrávik 13 ár) og (III) konur
sem sóttu einkarekna heilsugæslu
(n=37; meðalaldur=41 ár;
staðalfrávik 10 ár). Spurningalisti var
sendur til þátttakenda og sneru
spurningar að þekkingu þeirra á
skapabarmaaðgerðum og hvernig sú
þekking var tilkomin.
Alls 95% þátttakenda skoðuðu útlit eigin kynfæra
reglulega, 43% fannst útlitið mikilvægt, 71% taldi eigið
útlit eðlilegt og 14% óeðlilegt. Tveir þátttakendur
höfðu farið í skapabarmaminnkun.
Alls 95% vissu um möguleika á aðgerðum til að
minnka skapabarma og höfðu 78% heyrt af þeim í
fjölmiðlum. Þátttakendur sem fréttu af aðgerðum úr
fjölmiðlum fannst þær marktækt síður viðunandi en
þeim sem fréttu af þeim með öðrum leiðum.
Marktækur munur við samanburð á hópum:
• Konur í hópi I voru yngri.
• Konur í hópi I voru með færri líkamlegar kvartanir.
• Hópur I var líklegri til að vera ósammála því að
aðgerðin væri eðlileg.
Meiri hluti upplýsinga sem konur
hafa um skapabarmaaðgerðir eru
fengnar úr fjölmiðlum. Þar sem
fjölmiðlaumfjöllun um efnið hefur
aukist mikið í Hollandi á síðustu
tveimur árum er það talin líkleg
ástæða þess að konur eru í auknum
mæli farnar að hugsa um útlit innri
skapabarma.
Miklos og
Moore,
2008.
Bandaríkin.
Skoða ástæður þess
að konur fara í
skapabarmaaðgerð.
Afturvirk rannsókn, n=131,
meðalaldur 35.7 ára (aldursbil 14-57
ára).
Gagna aflað úr sjúkraskrám.
• Ástæður aðgerða:
• Í fegrunarskyni einvörðungu: 37% (49/131).
• Vegna líkamlegra óþæginda (oftast óþægindi við
líkamsrækt og sársauki við fæðingu) einvörðungu:
32% (42/131).
• Báðar ofangreindar ástæður: 31% (40/131).
Góð líkamsímynd hefur jákvæð áhrif
á kynlífsvirkni konu. Höfundar taka
þó fram að lítið sé til af haldbærum
rannsóknum um samband
kynfæraímyndar og kynlífsvirkni
konu.
Motakef
o.fl., 2015
Greina einfalt
flokkunarkerfi fyrir
stærð skapabarma og
greina tækni við
aðgerðir
Kerfisbundin heimildasamantekt.
Viðmið að greint væri frá tækni við
aðgerðir, útkomu, fylgikvillum og
ánægju kvenna með aðgerðina.
Alls fundust 19 rannsóknir sem tóku
til 1949 sjúklinga.
• Sjaldan greint frá aldri í rannsóknum en aldursbil frá
11 til 68 ár.
• Fáar rannsóknanna greindu frá stærð skapabarma
fyrir aðgerð.
• Greint var frá sjö mismunandi tækni sem notuð var
við aðgerðirnar.
Fyrsta kerfisbundna samantektin á
framkvæmd þessara aðgerða.
Klínískar framsýnar rannsóknir
vantar.
• Ánægja kvenna með aðgerðirnar var á bilinu 94% til
100%.
• Algengasti fylgikvilli var aðskilnaður skurðbarma
(4.7%). Sjaldgæfari fylgikvillar voru hematoma,
drep, óþægindi, sjáanleg ör, yfirborðssýkingar og of
mikið eða of lítið skorið.
Rouzier o.fl.,
2000.
Frakkland.
Lýsa árangri aðgerða
og kanna ánægju
þátttakenda eftir
skapabarmaminnkun.
Ferilsrannsókn, n=163, miðaldur 26
ára (aldursbil 12-67 ára).
Konur valdar í aðgerð út frá
skilgreiningu á hvað taldist óeðlileg
stærð á innri skapabörmum.
Skjúkraskrár skoðaðar m.t.t. árangurs
aðgerða út frá fylgikvillum og
minnkun skapabarma.
Spurningalistar sendir út mánuði eftir
aðgerð til að skoða ánægju. Svörun
60% (98/163).
Ástæður aðgerða: Fagurfræðilegar í 87% tilvika.
Óþægindi vegna fatnaðar í 64% tilvika. Óþægindi við
íþróttaiðkun í 26% tilvika og í 43% tilvika óþægindi
við samfarir.
Engir meiriháttar fylgikvillar komu fram. Að mati
skurðlæknis var stærð skapabarma viðunandi innan
mánaðar frá aðgerð í 93% tilvika. Ellefu konur (7%)
fóru í aðra aðgerð vegna óánægju með útlit skapabarma
vegna sáragróanda.
Alls 83% (87/98) voru ánægðar með árangur aðgerðar.
Alls 4% (4/98) myndu ekki fara í þessa aðgerð aftur.
Höfundar telja, sökum ánægju
kvenna og árangurs aðgerða,
réttlætanlegt að framkvæma
skapabarmaminnkun af fegrunar og
tilfinningalegum ástæðum.
Trichot o.fl.,
2011.
Frakkland.
Meta ánægju og bætt
lífsgæði eftir
skapabarmaminnkun.
Afturvirk lýsandi rannsókn, n=21
meðalaldur 29 ár (aldursbil 15-52
ára). Fimm konur voru undir 18 ára
aldri. Aðgerðir framkvæmdar á
árunum 2005-2009.
Sjúkraskýrslur voru skoðaðar m.t.t.
hverjar voru ástæður aðgerða. Hringt
var í konurnar og þær beðnar að svara
spurningum um ánægju eftir aðgerð,
bæði hvað varðar útlit og líkamleg
einkenni.
Eftirfylgni í 6-25 mánuði.
Ástæður aðgerða:
• Óþægindi vegna stækkunar skapabarma hjá öllum
konunum.
• Óþægindi við kynlíf hjá öllum sem voru virkar í
kynlífi (n=20).
Talað var við 18 konur í síma. Meðalánægja þeirra með
aðgerð var 8.7 á kvarða frá 0-10 þar sem 10 voru mjög
ánægðar. Sautján af átján kvennanna töldu aðgerðina
fullnægjandi fagurfræðilega séð.
Allar konurnar sem greindu frá óþægindum tengdum
kynlífi sögðu þau horfin. Sama gilti um óþægindi
vegna stórra skapabarma.
Mikilvægt að veita sjúklingum
greinargóðar upplýsingar áður en
tekin er ákvörðun um aðgerð af
þessu tagi.
Skapabarmaaðgerðir hafa verið
gerðar á stúlkum undir 18 ára aldri
en almennt séð telja rannsakendur að
bíða eigi með aðgerðir á kynfærum
stúlkna að minnsta kosti þangað til
kynþroska er náð.
Veale o.fl.,
2013.
Bretland.
Skýra hvað einkennir
konur sem fara í
skapabarmaaðgerð og
hvað hvetur þær til
þess.
Lýsandi samanburðarrannsókn á 55
konum (miðaldur=30; aldursbil 20.5-
39.5) sem höfðu verið metnar hæfar
af skurðlæknum til að fara í
skapabarmaaðgerð og 70 konur
Miðað við samanburðarhóp vou konur í meðferðarhóp
marktækt
• óánægðari með útlit kynfæra sinna (fleiri stig á GAS
og COPS-L)
• líklegri til að vera með líkamsröskun (fleiri stig á
Fyrsta rannsókn sinnar tegundar.
Niðurstöður ætti að nota klínískt til
að meta konur sem óska eftir að fara
í skapabarmaaðgerð.
(miðaldur=28.5; aldursbil 18.5-38.5)
í samanburðarhóp sem ætluðu ekki í
slíka aðgerð.
Enginn munur var á hópunum hvað
varðar aldur (18-60 ára), kynhneigð,
ráðhag, menntun, kynþátt eða
barneignir.
Gagna var aflað með* HADS, GAS,
BDD, PISCO, BIQLI, COPS-BDD,
BDD-YBOCS, COPS-L, lista sem
mælir flótta og öryggisleitandi
hegðun auk spurninga um fyrri
fegrunaraðgerðir og áhrif stærðar
skapabarma á líf.
Úr skýrslum fengust upplýsingar um
stærð skapabarma fyrir og eftir
aðgerð og um aukaverkanir.
COPS-BDD)
• líklegri til að hafa neikvæða líkamsímynd
(neikvæðari útkoma úr PISCO)
• líklegri til að greina frá flóttahegðun (t.d. forðast að
fara í kvenskoðun, horfa á eigin kynfæri, klæðast
sundfatnaði)
• líklegri til að greina frá ákveðinni hegðun (t.d. skoða
skapabarma með eða án spegils, taka mynd af
skapabörmum, bera þá saman við konur í
bíómyndum, tímaritum sem og aðrar konur og leita
staðfestingar á því að skapabarmar séu af hæfilegri
stærð og sjáist ekki).
Í meðferðarhópi voru 10 konur sem uppfylltu
greiningarskilyrði líkamsröskunar.
Helstu ástæður þess að konur vildu fara í
skapabarmaaðgerðir voru fagurfræðilegar, líkamlegar
og kynferðislegar.
Stærð skapabarma var fyrir aðgerð innan eðlilegra
marka hjá meðferðarhópi.
Veale o.fl.,
2014a.
Bretland.
Skoða þætti úr
uppvexti kvenna og
hvernig þroskasaga
þeirra tengist
ákvörðun um að fara í
skapabarmaaðgerð.
Lýsandi samanburðarrannsókn. Sömu
þátttakendur og í Veale o.fl., 2013.
Gagna aflað með spurningalistum*:
POTS, CTQ. DS-R, GAS auk
spurninga um kynlífsreynslu.
Meðferðarhópur fékk einnig
spurningar um hvar upplýsingar um
aðgerðir fengust og hver hafði áhrif á
ákvarðanatöku um að fara í aðgerð.
Konur í meðferðarhópi (n=17/44; 38.6%) voru
marktækt líklegri til að greina frá neikvæðum
athugasemdum og/eða viðbrögðum við stærð
skapabarma sinna heldur en konur í samanburðarhópi
(n=2/39; 5.1%).
Ekki var munur hvað varðaði:
• Vanrækslu og áföll í æsku (CTQ).
• Kynlífsreynslu.
• Athugasemdir og stríðni varðandi útlit almennt
(POTS).
• Næmni fyrir því að fyllast viðbjóði.
Konur (n=55) í meðferðarhópi fengu upplýsingar úr
sjónvarpi (43.2%), af internetinu (25%), úr grein í
fjölmiðlum (13.6%), frá vinum og fjölskyldu (9.1%),
frá kvensjúkdómalækni (2.3%) og frá öðrum (6.8%).
Mikilvægt er að konur sem sækjast
eftir því að fara í
skapabarmaaðgerðir fái sálfræðimat.
Jafnframt að þróuð verði
sálfræðimeðferð sem geti gagnast
ákveðnum konum.
39 konur (84.8%) sögðu ákvörðun um að fara í aðgerð
að öllu leyti þeirra eigin.
Veale o.fl.,
2014b.
Bretland.
Meta langtímaáhrif
skapabarmaaðgerða
með tilliti til ánægju
með útlit kynfæra og
ánægju í kynlífi.
Tilgátan sem sett var
fram var sú að konur
sem fara í
skapabarmaaðgerð
verði ánægðari með
útlit kynfæra sinna að
lokinni aðgerð og
upplifi einnig bætt
kynlíf.
Framsæ samanburðarrannsókn. 49
konur sem höfðu farið í
skapabarmaaðgerð (miðaldur=34 ára;
aldursbil 25-43 ára) og 39 konur í
samanburðarhóp (miðaldur=28 ára;
aldursbil 25-34) sem ekki vilja fara í
slíka aðgerð.
Enginn munur var á hópunum hvað
varðar aldur, kynhneigð, ráðhag,
menntun, kynþátt og barneignir.
Gagna var aflað með
spurningalistum*: HADS, GAS,
BDD, PISCO, BIQLI, og COPS-L.
Meðferðarhópur var metinn: Fyrir
aðgerð; 3 mánuðum eftir aðgerð og
11-42 mánuðum eftir aðgerð en þá
voru einvörðungu GAS, PISCO og
COPS-L lagðir fyrir.
Samanburðarhópurinn var metinn
tvisvar með þriggja mánaða millibili.
Fyrir aðgerð voru konurnar í meðferðarhópnum
marktækt óánægðari með útlit kynfæra sinna (fleiri stig
á GAS og COPS-L) heldur en þær í
samanburðarhópnum.
Þremur mánuðum eftir aðgerð var ánægja
meðferðarhópsins við kynlíf marktækt meiri (fleiri stig
á PISCO) en samanburðarhópsins.
Niðurstöður matsins gáfu einnig til kynna aukna
ánægju með útlit kynfæra og minni kvíða eftir aðgerð.
Þegar borin eru saman stig kvenna í meðferðarhópi á
mælikvörðunum fyrir aðgerð við stig kvenna 3
mánuðum eftir aðgerð (n=26) fengu konur marktækt
færri stig á kvíðakvarða HADS, GAS og á COPS-L og
marktækt fleiri stig á PISCO eftir aðgerð. Stig á GAS
og COPS-L voru enn marktækt færri hjá hópnum 11-42
mánuðum síðar (n=23). Þá sögðust 6 konur (26%) hafa
einn eða fleiri af eftirtöldum fylgikvillum: Vandi með
þvaglát (n=3); óánægja með útlit (n=2); verkur við
leggangaop (n=1); minnkuð kynörvun (n=2); óþægindi
við að klæðast þröngum fötum (n=1). Ein kona sá eftir
að hafa farið í aðgerðina.
Styrkleikar rannsóknarinnar eru að
marktækir spurningalistar voru
notaðir og að rannsóknin var
framkvæmd án áhrifa frá
skurðlæknum og langtímaárangur
metinn.
Höfundar álykta að það sé
ákjósanlegt að bjóða upp á sálræna
aðstoð til að meta konur sem vilja
fara í skapabarmaaðgerðir.
#n= fjöldi, M=miðgildi.
* The Perception of Appearance and Competency Related Teasing Scale (POTS), The Childhood Trauma Questionnaire (CTQ), Disgust Scale Revised (DS-R), Hospital
Anxiety and Depression Scale (HADS), Body Image Quality of Life Index (BIQLI), Genital Appearance Satisfaction (GAS), Cosmetic Procedures Scale of Labiaplasty
(COPS-L), Pelvic Organ Prolapse-Urinary Incontinence Sexual Function Questionnaire (PISQ); Cosmetic Procedures Scale – Body Dysmorphic Disorder (COPS-BDD);
Yale-Brown Obsessive Compulsive Scale for Body Dysmorphic Disorder (BDD-YBOCS).