Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 26

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 26
26 Ljósmæðrablaðið - desember 2015 Feður eru yfirleitt viðstaddir fæðingu barna sinna og hafa verið síðustu 40 ár. Þó hafa rannsóknir sýnt að þeir upplifa sig utanveltu og finnst þá vanta stuðning og umönnun á eigin forsendum. Barn- eignarþjónustan er sniðin að mæðrum og enn virðist það vera megin- hlutverk feðra að vera stuðningur fyrir móðurina, samanber nýjar reglur á Fæðingarvakt Landspítala þar sem gert er ráð fyrir einum stuðningsaðila við fæðinguna og að hann sé í flestum tilvikum hinn verðandi faðir. Þörf er á vitundarvakningu og fleiri rannsóknum til að skoða upplifun feðra, öryggi þeirra og hvers konar stuðning og umönnun þeir þurfa m.a. til að meðhöndla og koma í veg fyrir neikvæða upplifun, fæðingarótta og fæðingarþunglyndi. Fæðingarsaga er eitt af þeim verkefnum sem 1. árs nemar í ljós- móðurfræði skila í námskeiðinu Inngangur í ljósmóðurfræði. Verk- efnið er unnið þannig að neminn skrifar fæðingarsögu og hvaða skilaboð felast í henni. Fæðingarsagan er fengin úr nánasta umhverfi en hún getur verið eigin fæðingarreynsla eða frá vinkonu, móður, föður, afa eða ömmu. Reynsla, viðhorf eða hugtök sem endurspegl- ast í sögunni eru skoðuð og hvaða áhrif sagan geti haft á nám og starf ljósmæðra. Þessi fæðingarsaga er frá sjónarhóli föður út frá frásögn móðurinnar og samtali þeirra um fæðingarreynsluna. Hún er lærdómsrík og gefur okkur innsýn í ólíka reynslu móður og föður af sömu fæðingunni. Sagan ætti að hvetja ljósmæður til að skoða hvernig þær geta sinnt þörfum feðra betur í meðgönguvernd, fæðingarhjálpinni og sængurlegunni. Ólöf Ásta Ólafsdóttir, lektor í ljósmóðurfræðum Hver og einn einstaklingur upplifir hverja fæðingu á mismun- andi hátt. Ljósmóðir upplifir fæðingu á einn hátt, móðirin á annan og faðir enn annan. Lítil áhersla er yfirleitt lögð á upplifun feðra í fæðingum en hér á eftir verður sögð fæðingarsaga og upplifun föður á fæðingu fyrsta barns. Til að fá heildarmynd af fæðingunni og skilja samhengið betur og þær upplifanir sem faðirinn segir frá verður fyrst farið yfir atburðarás fæðingarinnar út frá frásögn móðurinnar og fæðingarskýrslunni sem foreldrarnir fengu afhenta stuttu eftir fæðinguna. Að sögn móðurinnar var mikið bras búið að vera alla meðgönguna, samdrættir byrjuðu snemma og þegar hún var gengin 31 viku var hún sett á rúmlegu. Þegar hún var gengin 36 vikur og mátti loksins fara að gera allt það sem hún vildi benti allt til þess að hún væri komin með meðgöngueitrun. Hún var send í frekari rannsóknir sem staðfestu væga meðgöngueitrun. Hún var lögð inn á sjúkrahús sem er ekki í hennar heimabæ og lá inni í tæpa viku þar sem fylgst var með henni. Á meðan hún lá inni fór eiginmaður hennar og verðandi faðir a.m.k. fjórar ferðir í heimabæinn þeirra sem var í um 150 km fjarlægð til að annast eldra barn þeirra sem hún átti fyrir, svo þetta var hans fyrsta meðgöngu- og fæðingarreynsla. Síðustu vikur höfðu verið erfiðar fyrir barnið og þurfti það mikla athygli og á nærveru pabba síns að halda, en einnig var mikill álagstími í vinnunni og enn voru þrjár vikur í að hann ætti að byrja í feðraorlofi. Móðirin fékk leyfi til að fara heim í 6 nætur og koma svo aftur í endurinnlögn, en ef blóðþrýstingurinn færi yfir ákveðin mörk yrði hún að koma strax til baka. Daginn sem hún átti að leggjast inn aftur fann hún fyrir aukinni vanlíðan og voru blóðgildin þá orðin of há til að vera lengur heima. Þegar á sjúkrahúsið var komið var ástandið orðið verra og hún strax sett á blóðþrýstingslækkandi lyf. Þrýstingurinn hélt áfram að hækka og var því ákveðið að framkalla fæðinguna. Faðirinn var ekki hjá henni nóttina fyrir gangsetningu en kom Fæðingarsaga – upplifun föður af fæðingu fyrsta barns Heiða B. Jóhannsdóttir ljósmóðurnemi N E M A V E R K E F N I

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.