Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Qupperneq 29

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Qupperneq 29
29Ljósmæðrablaðið - desember 2015 ann. Á tímabilum hefur komið inn utanaðkomandi handleiðsla frá sálfræðingi eða geðhjúkrunarfræðingum sem hefur reynst vel. Með tímanum fækkaði í hópnum og svo fór að lengi vel voru einungis tvær ljósmæður starfandi í teyminu, þær Guðlaug og Jóhanna. Árið 2006 var komin viss þreyta í starfsemina og fannst þeim að annaðhvort væri kominn tími til að hætta eða fara í endur- menntun. Til allrar hamingju fréttist þá af vinnusmiðju hjá Sheilu Kitzinger, mannfræðingi. Grænt ljós var fengið til fararinnar og reyndist það hin besta vítamínssprauta að hitta aðrar ljósmæður, doulur og mannfræðinga. Í vinnusmiðjunni voru haldnir fyrirlestrar og gerðar verklegar æfingar. Þetta kveikti neistann að nýju. Ljós- mæður sem vinna í Ljáðu mér eyra hafa sótt ýmis námskeið til að efla sig í starfi, má þar nefna hugræna atferlismeðferð (HAM) í Endurmenntun Háskóla Íslands, ýmsa fræðsludaga og námskeið um afleiðingar áfalla og úrvinnslu sorgar. Upp úr þessu fóru fleiri ljósmæður að sýna Ljáðu mér eyra þjón- ustunni áhuga. Valgerður Lísa Sigurðardóttir bættist í hópinn og tók að sér stýrimannshlutverkið. Að hennar frumkvæði voru haldnir tveir fræðsludagar á kvennadeild Landspítala þar sem fengnir voru geðhjúkrunarfræðingar og sálfræðingar til að fræða okkur um áfallastreitu, hugræna atferlismeðferð og samtalstækni. Markmiðið var að gefa öllum ljósmæðrum sem vinna við fæðingar á Landspít- alanum kost á að bjóða konum sem þær hafa verið með í fæðingu upp á viðtal ef óskað er eftir því. Þó nokkrar ljósmæður hafa veitt slík viðtöl en reyndin hefur þó verið að langflest viðtölin eru veitt af ljósmæðrum í Ljáðu mér eyra teyminu. Í þessari grein hefur verið stiklað á stóru um þessi fimmtán ár sem liðin eru frá upphafi Ljáðu mér eyra hlustunarþjónustunnar. Nú standa fimm ljósmæður að teyminu en þær eru Guðlaug, Jóhanna, Valgerður Lísa, Hrafnhildur og Birna. Gott samstarf hefur verið við sálfræðinga kvennadeildar vegna þeirra kvenna sem þurft hafa áframhaldandi meðferð. Bókanir fara fram á göngudeild mæðra- verndar og er skipulagið þannig í dag að það eru tekin tvö viðtöl alla föstudaga. Árlega hafa á bilinu 50−70 konur/pör komið í viðtöl hjá Ljáðu mér eyra og virðist þjónustan því vera mikilvægur hlekkur í barneignarþjónustunni. Um nauðsyn þess að vinna með erfiða eða neikvæða fæðingarreynslu þarf ekki lengur að efast því aukin þekk- ing bendir til þess að erfið upplifun á fæðingu geti haft margvíslegar neikvæðar afleiðingar á líðan og heilsu konunnar. Vanlíðan hjá konu virðist einnig geta haft víðtæk áhrif á samskipti hennar og tengsl við barnið og makann. Þess má geta að nú stendur yfir rannsókn á því hvort konum gagn- ist viðtölin og á hvern hátt þeim finnst ljósmæður geta hjálpað þeim að vinna úr erfiðri reynslu. Vonast er til að niðurstöður rannsóknar- innar nýtist til að þróa þjónustuna enn frekar. Það er trú þeirra sem að teyminu standa að Ljáðu mér eyra hlustunarþjónustan sé komin til að vera. Birna Ólafsdóttir Guðlaug Pálsdóttir Hrafnhildur Ólafsdóttir Jóhanna V. Hauksdóttir Valgerður Lísa Sigurðardóttir Guðlaug, Birna, Jóhanna, Valgerður Lísa og Hrafnhildur. Guðlaug, Sheila ásamt dóttur sinni og Jóhanna.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.