Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 10
10 Ljósmæðrablaðið - desember 2015 Tafla 3. Samband átröskunarsjúkdóma við eftirtaldar breytur: blóðleysi, þvagfærasýkingar, meðgöngusykursýki, meðgöngueitrun, háþrýsting, fæðingar- þunglyndi, vaxtarskerðingu, fósturlát, frjósemismeðferð, óráðgerða þungun, fósturstreitu, fæðingu fyrir tímann, keisaraskurð, fæðingu tvíbura, framköllun fæðingar, áhaldafæðingu, blæðingu eftir fæðingu, litla fæðingarþyngd, léttbura, þungbura, lítið höfuðummál, höfuðsmæð, andvana fæðingu og burðarmáls- dauða. 4 Tafla 3. Samband átröskunarsjúkdóma við eftirtaldar breytur: blóðleysi, f rasýkingar, meðgöngusykursýki, meðgön ueitr n, háþrýsting, fæðingarþunglyndi, vaxtarskerðingu, fósturlát, frjósemismeðferð, óráðgerða þungun, fósturstreitu, fæðingu fyrir tímann, keisaraskurð, fæðingu tvíbura, framköllun fæðingar, áhaldafæðingu, blæðingu eftir fæðingu, litla fæðingarþyngd, léttbura, þungbura, lítið höfuðummál, höfuðsmæð, andvana fæðingu og burðarmálsdauða. Rannsókn (ár) og land Aðferð, úrtak, greining, Mælingar Útkomubreytur Samband átröskunar við útkomubreytur (p<0,05) Ályktanir og umræður Bansil o.fl., 2008. Bandaríkin Afturvirk langtímarannsókn. Átröskun-lotugræðgi, lystarstol eða bæði (n*=1668). ICD-9-CM. Frábendingar: fóstureyðing, blöðruþungun, utanlegsfóstur. Blóðleysi, þvagfærasýkingar, meðgöngueitrun, háþrýstingur, vaxtarskerðing, fæðing fyrir tímann, keisaraskurður, framköllun fæðingar. Samanborið við konur án átröskunar á meðgöngu voru konur með átröskun marktækt líklegri til að • vera með blóðleysi eftir fæðingu • fæða fyrir tímann • fóstur hjá þeim væri með skertan vaxtarhraða • fæðing væri framkölluð hjá þeim • fá ekki meðgöngueitrun og háþrýsting á meðgöngu. Konur, sem greinst hafa með átröskun eiga frekar á hættu að lenda í meðgöngu- og fæðingarvandkvæðum. Bulik o.fl., 2009. Noregur Lýðgrunduð ferilrannsókn. Lystarstol (n=35), lotugræðgi (n=304), lotuofát (n=1812), ótilgreind átröskun með hreinsun (n=36) og engin átröskun (n=33742). Fæðingaskrá, DSM-IV**. Meðgöngusykursýki, meðgöngueitrun, háþrýstingur, vaxtarskerðing, fæðing fyrir tímann, keisaraskurður, framköllun fæðingar, fæðing léttbura eða þungbura. Samanborið við konur með enga átröskun: • áttu konur, sem glímdu við lotuofát, síður á hættu að eignast léttbura miðað við meðgöngulengd, fremur á hættu að eignast þungbura og enda í keisaraskurði • voru meiri líkur á að konur með lotugræðgi, lotuofát og ótilgreinda átröskun mundu fara í keisaraskurð • voru auknar líkur á að konur með ótilgreinda átröskun með hreinsun fengju meðgöngusykursýki • voru auknar líkur á að konur með lotugræðgi og lotuofát fengju meðgöngueitrun. Átröskun hefur mismunandi áhrif á gang fæðingar eftir tegund. 5 Konur með lotuofát og ótilgreinda átröskun áttu fremur á hættu að fæða fyrir tímann heldur en konur með lystarstol og lotugræðgi. Bulik o.fl., 1999. Nýja-Sjáland Lýsandi aftursæ samanburðarrannsókn Lystarstol (n=66), án lystarstols (n=98). DSM-III-R. Upplýsinga aflað með viðtölum og leit í skýrslum. Meðgöngueitrun, háþrýstingur, meðgönguógleði og uppköst, fósturlát, fæðing fyrir tímann, keisaraskurður, framköllun fæðingar, áhaldafæðing, fæðing léttbura, blæðing eftir fæðingu. Samanborið við konur án lystarstols: • misstu konur með lystarstol oftar fóstur • fóru konur með lystarstol oftar í keisaraskurð • ólu konur með lystarstol oftar léttbura • ólu konur með lystarstol oftar fyrirbura. Konur með einungis lystarstol ólu oftar léttbura heldur en þær sem voru með bæði lotugræðgi og lystarstol. Skoða þarf betur tengsl þess að hafa sögu um lystarstol og þess að lenda í vandkvæðum á meðgöngu og fæðingu. Conti o.fl., 1998. Ástralía Aftursæ samanburðarrannsókn. Konur sem gengu fulla meðgöngu (n=34); konur sem áttu barn fyrir tímann (n=54), samanburðarhópur (n=86) konur sem áttu börn yfir 2500 g að þyngd. DSM-IV; EDE; EDI. Léttburar, lítil fæðingarþyngd. • 32% kvenna sem áttu lítil börn miðað við meðgöngulengd, 9% kvenna sem áttu börn fyrir tímann og 5% kvenna í samanburðarhópi höfðu greinst með átröskun þremur mánuðum fyrir þungun. Konur, sem eignuðust léttbura hvort heldur þær voru fullgengnar eða ekki, fengu fleiri stig á EDI-kvarðanum og áttu frekar við átröskun að stríða fyrir og á meðgöngu. • Konur, sem viðhéldu ströngu mataræði og köstuðu upp, eignuðust frekar létt börn. Rannsóknin gefur vísbendingar um að matarhegðun kvenna fyrir meðgöngu og á meðgöngu hafi áhrif á vaxtarþroska fósturs. Eagles o.fl., (2012). Bretland Samanburðarrannsókn, aftursæ. Lystarstol (n=134), konur sem fæddu 230 börn, samanburðarhópur (n=670), konur sem fæddu 1144 börn. Staðfest greining um átröskun. Fæðingaskrá Fósturlát, háþrýstingur, fæðing fyrir tímann, keisaraskurður, framköllun fæðingar, áhaldafæðing, fæðingarþyngd, fæðing léttbura eða þungbura. Konur með lystarstol voru líklegri til : • að fæða léttari börn (ekki marktækt eftir leiðréttingu gagnvart LÞS fyrir þungun) • að fóstur hjá þeim væri með skertan vaxtarhraða Konur með lystarstol eiga frekar á hættu að fóstur verði fyrir vaxtarskerðingu. 6 Ekéus o.fl., 2006. Svíþjóð Aftursæ lýsandi samanburðarrannsókn. Lystarstol (n=1000), samanburðarhópur (n=827.582). ICD-8 og 9, sjúkraskrár og fæðingaskrár. Meðgöngueitrun, fósturlát, keisaraskurður, áhaldafæðing, fæðing léttbura eða þungbura, fósturstreita, andvana fæðing, burðarmálsdauði. Samanborið við konur án lystarstols eignuðust konur með lystarstol: • léttari börn (þó ekki léttbura) • fóru síður í keisaraskurð • þörfnuðust síður inngripa með sogklukku. Mikilvægt að fylgja vel eftir konum sem greindar hafa verið með átröskun til að tryggja viðeigandi meðferð á meðgöngu og jákvæða útkomu. Koubaa o.fl., 2005. Svíþjóð Ferilrannsókn. Lystarstol (n=24), lotugræðgi (n=20), ótilgreind átröskun (n=5), samanburðarhópur (n=24). DSM-IV, reglulegt eftirlit og mat var á meðgöngunni á viku 10, 20, 25, 28, 31, 34, 36 og 40. Blóðleysi, meðgöngusykursýki, meðgöngueitrun, háþrýstingur, meðgönguógleði og uppköst, vaxtarskerðing, keisaraskurður, framköllun fæðingar, fæðing fyrir tímann, áhaldafæðing, léttburi, barn með lítið höfuðummál eða höfuðsmæð. Konur með virka eða óvirka átröskun áttu frekar á hættu að: • fá meðgönguógleði og uppköst • vera með blóðleysi á meðgöngu • fæða léttbura • fæða börn með minna höfuðummál • fæða börn með höfuðsmæð. Fylgjast þarf vel með konum á meðgöngu með virka eða óvirka átröskun í ljósi fæðingarútkomu barna þeirra. Linna o.fl., 2013. Finnland Samanburðarrannsókn. Átröskun(n=2257), án átröskunar (n=9028). ICD-10, DSM-IV, þjóðskrá. Fósturlát. Fósturlát voru algengari hjá konum með lotuofát. Linna o.fl., 2014. Finnland Lýsandi samanburðarrannsókn. Átröskun (n=2.257), lystarstol (n=302), lotugræðgi (n=724), lotuofát (n=52), án . átröskunar (n=6.319). ICD-10, DSM-IV, þjóðskrá. Blóðleysi, vaxtarskerðing, fæðing fyrir tímann, fæðingarþyngd, fæðing léttbura, burðarmálsdauði. Samanborið við konur án átröskunar voru auknar líkur hjá konum með: • lystarstol og lotugræðgi á að fæða léttari börn • lystarstol á fæðingu fyrir tímann, vaxtarskerðingu fósturs, fæðingu léttbura og burðarmálsdauða • lotuofát á háþrýstingi og fæðingu þungbura. Átröskunarsjúkdómar hafa e.t.v. áhrif á nokkra útkomuþætti fæðingar. Mikilvægt er að skoða fyrri og núverandi sögu um átröskun hjá konum á meðgöngu og fylgjast vel með nýburum.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.