Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Blaðsíða 2
2 30 nóvember 2018FRÉTTIR K ettir glæða höfuðborgina lífi. Sumum fer lítið fyrir á meðan aðrir valsa um eins og kóngar í sínum kastala og líta á heimilisfesti sína sem til- lögur frekar en annað. Fimm mið- bæjarkettir hafa vakið sérstaka athygli á samfélagsmiðlum fyrir að hafa gert sig heimakomna fjarri heimkynnum sínum. Facebook-hópurinn Spottaði kött nýtur mikilla vinsælda og eru meðlimir hans yfir tólf þúsund talsins. Það vekur sérstaka lukku meðlima hópsins að rekast á einn af þessum fimm fræknu köttum, en þeir eru mögulega jafnvel fræg- ustu kisar landsins. Svona fyrir utan jólaköttinn. Kóngurinn Baktus Frægasti miðbæjarkötturinn er án efa ferski fressinn Baktus. Hafdís, eigandi Baktusar, er jafnframt eig- andi verslunarinnar Gyllti köttur- inn. Baktus tók einhliða ákvörðun um að hann væri fyrirtækjaköttur frekar en einkaköttur og flutt- ist búferlum frá heimili sínu yfir á vinnustað Hafdísar. Skipti engu hvað Hafdís reyndi, Baktus vildi búa í versluninni. Hann hefur einnig vanið komur sínar í verslun Icewear þar sem hann leggur sig gjarnan á ullarteppi, helst úti í glugga til að geta fylgst með veg- farendum og leyft þeim að dást að sér. Þrátt fyrri að vera í fullu starfi við að vera krútt þá leyfir Baktus sér þó stundum að kíkja á pöbba í nágrenninu, gestum til mikillar gleði. Myndir af honum má finna á Instagram undir myllumerkinu baktusthecat og nýtur hann mik- illa vinsælda meðal ferðamanna sem þykir það hinn mesti feng- ur að ná sjálfu með kattarkonungi miðbæjarins. Rósalind Rektor Háskólakötturinn Rósalind er gleðigjafi sem hefur vanið kom- ur sínar í Háskóla Íslands. Hún er metnaðargjörn læða og eftir að hafa gert fullnægjandi könnun á húsakosti og aðstæðum í skólan- um óð hún beinustu leið inn til rektors, tilbúin að taka við starf- inu. Hægt er að fylgjast með henni undir myllumerkinu #rosa- lindrektor á Instagram. Rósalind gleður og kætir háskólanema sem eru að bugast undan verkefnaskil- um og próflestri. Hún hefði kannski frekar átt að sækjast eftir stöðu við námsráð- gjöf? Ráðhúskötturinn Emil Ráðhúskötturinn Emil er pólitík- usinn í hópnum. Hann passar upp á að borgarstjórnin hagi sér nú sæmi- lega í Ráðhúsinu, töltir svo yfir í Iðnó þar sem hann leggst makinda- lega á stól og leyfir gestum að dást að sér. Hann tek- ur hlutverk sitt í borgar stjórn mjög alvarlega og hann hefur því verið „ spottaður“ meðal annars á borgarráðs- fundi, ársfundi Strætó og núna síðustu helgi var hann með yfir- setu á sýningunni Handverk og Hönnun í ráðhúsinu. Honum er annt um samborgara sína og eiga margir honum góðan greiða að gjalda eftir að hann aðstoðaði þá í borgar stjórnarkosningunum í maí síðast liðnum. Aðdáendur Emils eru duglegir að deila myndum af honum á áðurnefndum hóp, Spottaði kött. Kötturinn Púki Kötturinn Púki kattarvaktar Laugarveginn. Myndir af Púka sem deilt hefur verið á samfélags- miðlum segja nánast sögu og má vel sjá fyrir sér týpískan mánu- dag hjá honum. Mættur klukkan 10 í vinnuna á ferðaskrifstof- unni Around Iceland. Í hádeginu bregður hann sér yfir í Mál og menningu þar sem hann skoðar nýjustu bókartitlana og fær sér bita á kaffihúsinu Rúblunni. Eftir vinnu bregður hann sér til eldri borgar- anna á Vitatorgi en að því loknu er gott að slappa af. Skellir hann sér þá á uppáhaldsbarinn sinn, Lebowski bar, áður en hann skellir sér heim. Púki er á Facebook undir nafninu Púki Kotturrinn. Ófelía, drottning Skólavörðustígs Ófelía heldur til á Skólavörðustíg. Hún er tignarleg í útliti, af svo- nefndu ragdoll-kyni og vekur athygli fyrir fallega loðna feldinn sinn og himinblá augu. Hún er einkum fræg fyrir smáglæpi, leik- list og fyrirsætustörf. Henni brá fyrir í kvikmyndinni Undir trénu í hlutverki sem skipti sköpum fyrir söguþráðinn. Ekki hefur hún þó fengið mikið borgað fyrir hlut- verkið en hún hefur ofan í sig með harðfiskþjófnaði, starfsmönnum Krambúðarinnar til gleði- blandinnar mæðu. Vinsælt er að smella af henni mynd enda ekki oft sem maður hittir fyrir bláeygða hefðarketti sem þar að auki eru frægir leikarar. n Á þessum degi, 30. nóvember 1718 – Karl XII., konungur Svíþjóðar, deyr á meðan umsátur virkisins Fred- riksten í Noregi stendur yfir. Síðustu orðin „Ekki láta þetta enda svona. Segið að ég hafi sagt eitthvað.“ – Mexíkóski byltingarmaðurinn Pancho Villa (1878–1923) 1872 – Fyrsti milliríkjaknattspyrnuleik- ur sögunnar fer fram á Hamilton Crescent í Glasgow. Skotar og Englendingar öttu kappi og lokatölur voru 0-0. 1979 – The Wall, rokkópera hljóm- sveitarinnar Pink Floyd, er gefin út. 1966 – Barbados fær sjálfstæði frá Bretlandi. 1995 – Eyðimerkurstormi, sameigin- legum hernaði 35 ríkja gegn Írak, er sagt formlega lokið. sem Klausturþingmennirnir töluðu ekki illa um Ummæli þingmannanna sex sem hittust á Klaustur Bar í síðustu viku hafa vakið mikla athygli. Í upptökum sem DV hefur undir höndum láta fjórir þingmenn Miðflokksins og tveir þingmenn Flokks fólksins ýmis ljóst orð falla um hina og þessa. Eins og Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksfor- maður Miðflokksins, orðaði það á fimmtudag þá var hann með „langan lista af fólki til að biðjast afsökunar“. DV tók saman nokkra einstaklinga sem þingmennirnir töluðu ekki illa um. Engin Ípekoglu Þingmennirnir töluðu ekki illa um tyrkneska markmanninn Engin İpekoİlu. Það má því fullyrða að Engin hafi ekki fengið það óþvegið. Birgitta Haukdal Þingmennirnir minnt- ust ekki einu slæmu orði á söngkonuna og barnabókahöfundinn Birgittu Haukdal. Sven Bergmann Ef ekki hefði verið fyrir viðtal sænska blaðamannsins Svens Bergmann í Ráðherra- bústaðnum vorið 2016 þá gæti vel verið að Sigmundur Davíð væri enn forsætisráðherra. Það var samt ekki talað illa um Sven. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Sigmundur er vissu- lega umdeildur meðal þjóðarinnar en ekki í þessum hópi, hugsan- lega þar sem hann er hluti af hópnum. Það bara talað vel um hann á upptökunum. Dagur B. Eggertsson Það má segja að fáir ef einhverjir í Miðflokkn- um og Flokki fólksins séu hrifnir af borgar- stjóra Reykjavíkur, þingmennirnir töluðu þó ekki illa um hann – í þetta skiptið. Kettirnir sem eiga miðbæinn Erla Dóra erladora@dv.is Kóngurinn Baktus Rósalind Rektor Ráðhúskötturinn Emil Kötturinn Púki Ófelía, drottning Skólavörðustígs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.