Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Side 26
26 FÓLK - VIÐTAL 30 nóvember 2018 Útifuglafóður Mikið úrval, gott verð Smáratorg · Bíldshöfði · Grandi · Hafnarörður Á dögunum birti Agnes Bára Aradóttir brot úr skýrslu­ töku yfir manni sem hún kærði fyrir nauðgun. Ekki var gefin út ákæra í málinu þar sem það þótti ekki líklegt til sak­ fellis, þrátt fyrir að sakborningur virðist játa að hafa gert sér grein fyrir að kynferðislegir tilburðir hans væru brotaþola í óþökk. Blaðamaður settist af þessu til­ efni niður með Kolbrúnu Bene­ diktsdóttur varahéraðssaksóknara til að ræða um rannsóknir og sak­ sókn kynferðisbrota á Íslandi. Játning ekki sama og játning Við meðferð sakamáls er krafist milliliðalausrar sönnunarfærslu fyrir dómi. Í því felst að sönnunar­ gagna skuli aflað og þau færð fram fyrir dómara. Ef játning er gefin við við skýrslutöku hjá lög­ reglu en sakborningur neitar sök­ um fyrir dómi þá gerir þessi krafa um milliliðalausa sönnunarfær­ slu það að verkum að játning fyr­ ir lögreglunni getur haft minna gildi. Komi því ekki til frekari gögn gegn sakborningi er varhugavert fyrir dómara að fella dóm á grunni slíkrar játningar einnar saman. Um þetta segir Kolbrún að það nægi ekki í öllum tilvikum að sak­ borningur játi eitthvað við skýrslu­ töku hjá lögreglu. „Það þarf alltaf að fara yfir gögnin og meta það hversu líklegt sé að játningin sé rétt og hvort í málinu finnist fyrir gögn sem styðja við játninguna. Eftir því sem brot eru alvarlegri aukast kröfur til játningarinnar og til þess að hún styðjist við önnur gögn.“ Kolbrún minnir á að bæði ákæruvald og dómsvald beri laga­ leg skylda til að viðhalda hlutleysi í öllum sínum störfum. Markmið þeirra er að leiða í ljós hið sanna og rétta. Kolbrún getur ekki tjáð sig um einstaka mál en tekur þó fram að í opinberri umræðu um kynferðis­ brot liggi ekki fyrir öll gögn máls­ ins en það geti gefið almenningi bjagaða mynd af málum. Vissu­ lega getur játning haft áhrif á rannsókn máls en eftir því sem brotin eru alvarlegri eykst krafan um að hún sé studd gögnum. Kol­ brún segir það óalgengt í nauð­ gunarmálum að sakaðir játi á sig sakir, ólíkt því sem tíðkist oft í öðr­ um brotaflokkum. Sönnunarfærslan ekki þyngri, heldur torveldari Í umræðunni er oft hent fram full­ yrðingu um þyngri sönnunar­ færslu í kynferðisbrotamálum. Kolbrún telur það byggt á misskiln­ ingi. „Reglurnar um sönnunar­ byrði eru alltaf þær sömu. Það er ákæruvaldið sem ber sönnunar­ MYNDIR: DV HANNA Erla Dóra erladora@dv.is n Mikilvægt að tala kerfið ekki niður n Sannleikurinn er markmiðið n Verður aldrei 100% ákært og 100% sakfellt í nauðgunarmálum Um 70% sakfellinga- hlutfall í kynferðis- brotamálum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.