Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Síða 28
28 FÓLK - VIÐTAL 30 nóvember 2018 útsölustaðir REYKJAVIK RAINCOATS - HVERFISGATA 82 Epal - Laugavegi 70 EPAL - Harpa Airport fashion - Leifsstöðwww.reykjavikraincoats.com hefur batnað mikið, reynt er að sækja fleiri mál og dómstólar farn- ir að veita gögnum á borð við sál- fræðiskýrslur mun meira vægi en til dæmis fyrir 20 árum. Gæði framburðar og hversu fljótt mál koma inn á borð lög- reglu skiptir miklu máli „Það er mikið vald sem felst í ákæruvaldinu og með það þarf að fara varlega.“ Þetta segir Kol- brún og tekur fram að vegna þessa ábyrgðarhlutverks og þeirrar sér- stöðu sem kynferðisbrot hafa inn- an refsivörslukerfisins þá sé stöð- ugt reynt að gera betur. „Þar sem sönnunarfærslan í þessum málum kjarnast um framburði þá skiptir höfuðmáli að við fáum góðan framburð strax í upphafi. Á það höfum við lagt áherslu.“ Lögreglu- menn sem að slíkum málum koma fá fræðslu um hvernig eigi að taka slíkar skýrslur, hvernig spurninga beri að spyrja, og hvernig eigi að nálgast slík samtöl. „Góður undir- búningur og góð þjálfun skiptir rosalegu máli, sem og hversu fljótt málið kemst til vitundar lög- reglunnar, bæði upp á framburð sem og möguleikann á að tryggja sönnunargögn ef þeim er til að dreifa Þetta erum við alltaf að reyna að bæta, takmark okkar með saka- málarannsókn er að fá hið sanna og rétta fram. Þá skiptir meginmáli að umbúnaður í kringum skýrslu- tökur sé með þeim hætti að við fáum réttan og góðan framburð.“ Ekkert kerfi hafið yfir gagnrýni Gjarnan hefur verið spurt til hvers brotaþolar ættu að standa í því að kæra, ólíklegt sé að það erfiði skili þeim einhverju og kerfið sé þeim óvinveitt. „Ekkert kerfi er hafið yfir gagnrýni,“ segir Kolbrún, kerf- ið hafi batnað mikið en alltaf megi gera betur. „En það er vont þegar við tölum kerfið niður.“ „Við erum með hlutlausa lög- reglu og ákæruvald og það verður aldrei 100% ákært og 100% sakfellt í kynferðisbrotum. Við getum hins vegar bætt vinnuferlana hjá okkur, bætt rannsóknirnar okkar svo við getum betur fengið fram hið sanna og rétta.“ Við skýrslutöku lögreglu hefur brotaþolum fundist eins að að þeim sé ráðist þegar spurt er um áfengisdrykkju, klæðaburð og álíka. Kolbrún segir að þessar spurningar séu hluti af verklagi lögreglu og geti skipt miklu máli til dæmis varðandi það hvort meintur gerandi hafi notfært sér ölvunarástand, hvort að í fatnaði finnist einhver lífsýni eða til að aðstoða lögreglu við að greina brotaþola á upptökum úr eftirlits- myndavélum. Lögreglumaðurinn fer eftir ákveðnu verklagi og þarf að fá ákveðin atriði fram til fá sem mest af upplýsingum úr skýrslu- tökunni. Vilja bæta upplifun brotaþola Í dag hafa lögregla og ákæruvaldið sett það sér markmið að bæta reynslu og upplifun einstaklinga af kerfinu. Vilja þau að brotaþol- ar geti litið til baka og sagt: „Ég er samt ánægður með samskipti mín við þetta kerfi, það var komið vel fram við mig, mér fannst ég njóta virðingar, fannst ég fá upplýsingar og ég er sátt/ur við málsmeð- ferðina, jafnvel þótt niðurstaðan hafi ekki verið sú sem ég vonaðist eftir.“ Hjá lögreglustjóranum á Norður landi eystra er í gangi til- raunaverkefni þar sem þolendum kynferðisbrota er ekki tilkynnt um niðurfellingu máls þeirra bréfleið- is líkt og hefur tíðkast. Þess í stað er viðkomandi boðaður á fund til lögreglu með réttargæslu- manni þar sem niðurstaðan er kynnt og brotaþola gefinn kostur á að fá svör við spurningum sín- um. „Meðal annars stendur til að meta upplifun brotaþola af þessu nýja fyrirkomulagi í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Það verð- ur fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því og hvert framhalds verkefnis- ins verður.“ Kolbrún fagnar allri umræðu um kynferðisbrotin en þó hætti henni til að verða mjög svarthvít. „Mér finnst öll umræða um kyn- ferðisbrot vera góð, svo lengi sem hún er málefnaleg, fagleg og byggð á staðreyndum.“ Blaðamaður þakkar Kolbrúnu fyrir gífurlega upplýsandi sam- ræður og minnir á að sakfell- ingahlutfall nauðgunarmála er, þrátt fyrir að vera lægra en í öðr- um brotaflokkum, samt um 70%. Hins vegar, af tæplega tæplega sjö hundruð skjólstæðingum Stíga- móta í fyrra kærðu aðeins um ríf- lega tíu prósent þeirra. Samkvæmt Stígamótum er hlutfall þeirra sem kæra að aukast en ljóst er að það er gífurlega mikilvægt fyrir brota- þola að leita til lögreglu um leið og þeir treysta sér til. Jafnvel þó að mál sé fellt niður eða því ljúki með sýknu þá geta kærur aukið vitund almennings um það samfélags- lega vandamál sem kynferðisbrot eru og mynda þrýsting á kerfið til að bæta málsmeðferð. Þar að auki geta brotaþolar lýst því yfir með kæru að þeir beri ekki ábyrgð á nauðguninni. Með kæru geta þeir skilað skömminni. n „Þar sem sönnunarfærslan í þessum málum kjarnast um framburði þá skiptir höfuð- máli að við fáum góðan fram- burð strax í upphafi. Á það höf- um við lagt áherslu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.