Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Síða 38
Bækur og menning 30. nóvember 2018KYNNINGARBLAÐ Einn miði – Þrjú söfn! Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7 við Tjörnina Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70 LISTASAFN ÍSLANDS VIÐ TJÖRNINA: Upplifun á aðventu Listasafn Íslands er þjóðlistasafn og leggur megináherslu á 19. og 20. aldar list, íslenska og erlenda. Það á merkasta safn íslenskra verka hér á landi og eftir alla helstu myndlistarmenn þjóðarinnar. Það hefur einnig að geyma vaxandi safn erlendra verka eftir heimsfræga listamenn, svo sem Pablo Picasso, Edvard Munch, Karel Appel, Hans Hartung, Victor Vasarely, Richard Serra og Richard Tuttle. Listasafn Íslands heldur að staðaldri fjölbreyttar sýningar sem endurspegla listaverkaeign þess. Auk þess efnir það árlega til víðtækra sérsýninga á verkum íslenskra sem erlendra listamanna. Í tengslum við þær eru gefin út ítarleg og vönduð rit. Listasafn Íslands við Tjörnina Í dag eru fjórar mjög ólíkar sýningar í safninu. Fullveldissýningin Lífsblómið fjallar um fullveldi Íslands í 100 ár. Að sýningunni standa Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Þjóðskjalasafn Íslands og Listasafn Íslands. Handrit, skjöl og myndlistarverk frá þessum stofnunum mynda kjarnann í sýningunni. Auk þess hafa önnur söfn og stofnanir, sem og einkaaðilar, bæði hér á landi og í Danmörku, lánað verk á sýninguna. Myndlistin ljær umræðunni um ýmis átakamál á fullveldistímanum rödd og ýmsar sögulegar heimildir veita okkur aðgang að hugsun og lífi genginna kynslóða. Í hjarta sýningarinnar er að finna handrit og mikilvæg skjöl er varða íslenska menningu og snerta sjálfsmynd þjóðarinnar, sjálfstæðisbaráttuna og fullveldi þjóðarinnar. Fjársjóður þjóðar Í fórum Listasafns Íslands eru á tólfta þúsund verka af ýmsum gerðum, frá ýmsum löndum og ýmsum tímum. Á sýningunni Fjársjóður þjóðar er dágott úrval verka úr þessari safneign, sem gefur yfirlit yfir þróun myndlistar á Íslandi frá öndverðri nítjándu öld til okkar daga. Með um það bil áttatíu listaverkum er dregin fram fjölbreytni þeirra miðla og stílbrigða sem einkenna þessa stuttu en viðburðaríku sögu. Fyrstu áratugina byggðist safneign Listasafns Íslands einvörðungu upp á gjöfum, málverkum eftir höfðinglega erlenda listamenn, einkum danska og norræna, en upp úr þar síðustu aldamótum urðu listaverk eftir Íslendinga æ meira áberandi. Núna er aðeins um tíundi hluti listaverkaeignar safnsins erlendur þó svo að enn séu ögn fleiri erlendir en íslenskir listamenn höfundar verka í Listasafni Íslands. Véfréttir Úrval verka Karls Einarssonar Dunganons sem er ætlað að varpa ljósi á líf og list þessa einstaka listamanns sem hafði alla tíð sterkar taugar til Íslands og arfleiddi íslensku þjóðina að verkum sínum. Varðveitir Listasafn Íslands rúmlega tvö hundruð myndverk, en ljóð hans, úrklippubækur og önnur gögn eru geymd í Þjóðskjalasafni Íslands. Bókfell í Vasulka-stofu Í febrúar 2014 dvaldi Steina um mánaðar skeið á Íslandi og vann að hugmynd um rafrænt verk í samvinnu við Listasafn Íslands og Árnastofnun. Hún fékk aðgang að handritunum í Árnastofnun og þannig birtist ný hlið á höfundarverki hennar þar sem fornsögunum er búin nýstárleg umgjörð í formi rafræns listaverks. Í verkið valdi Steina ýmis handrit sem hún skeytti saman með hugvitsamlegum hætti þannig að þau líða áfram og vindast, snúast, umhverfast og bólgna út líkt og bóluþang í straumröst. Í fyrsta sinn verður ritlistin og blekteikningin Steinu að viðfangsefni þegar blóðrauðir höfuðstafir og ægifagrar myndir renna fyrir augum áhorfandans í hægfljótandi sístreymi. Safn Ásgríms Jónssonar Sýningin Korriró og dillidó veitir allri fjölskyldunni kærkomið tækifæri til að kynnast þeim einstaka ævintýraheimi skrautbúinna álfa og ógnvekjandi trölla sem Ásgrímur Jónsson túlkaði af mikilli einlægni og ástríðu. Áhersla er lögð á að virkja ímyndunarafl gesta og gefa þeim kost á að njóta þessa menningararfs sem um margt getur varpað ljósi á ótta, drauma og þrár genginna kynslóða og sambúð þeirra við ógnvekjandi náttúru landsins. Krakkaklúbburinn Krummi Vönduð og skemmtileg dagskrá fyrir fjölskyldur í hverjum mánuði. Þann 8. desember kl. 14 verður jólakortasmiðja á safni Ásgríms Jónssonar við Bergstaðastræti 74. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Tengingar Sigurjón Ólafsson og nokkrir samferðamenn hans. Í tilefni þess að þann 21. október 2018 voru liðin 30 ár frá því að Listasafn Sigurjóns Ólafssonar var opnað almenningi, er efnt til sýningar þar sem fjórtán myndlistarmenn, sem allir tengdust Sigurjóni og list hans með einum eða öðrum hætti, eiga samtal við verk Sigurjóns í fyrrum vinnustofu hans. Listamennirnir eru Erlingur Jónsson, Gerður Helgadóttir, Gestur Þorgrímsson, Guðmundur Benediktsson, Guðmundur Elíasson, Hallsteinn Sigurðsson, Helgi Gíslason, Jón Benediktsson, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Páll Guðmundsson frá Húsafelli, Svava Björnsdóttir, Sverrir Haraldsson, Tove Ólafsson og Örn Þorsteinsson. Hinir ýmsu viðburðir Listasafn Íslands er með fjölda viðburða tengda list og almennri menningu sem hægt er að finna upplýsingar um á heimasíðu og Facebook-síðu safnsins. Meðal þeirra eru Gæðastundir sem er dagskrá eldri borgara, Krakkaklúbburinn Krummi, Freyjujazz, Flautukórinn, fjölbreytt skólastarf, leiðsögn af ýmsum toga og fleira. Safnbúð Listasafn Íslands við Tjörnina. Við munum standa fyrir jólamarkaði frá og með 4. desember. Bækur, kort og plaköt á ótrúlegu verði til jóla. Nánari upplýsingar er að finna á listasafn.is Listasafn Íslands við Tjörnina Opið daglega frá kl. 10 til 17 (lokað mánudaga) Safn Ásgríms Jónssonar Opið daglega frá kl. 13 til 17 (lokað mánudaga) Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 13 til 17 n
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.