Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Blaðsíða 72
72 MENNING 30. nóvember 2018 E itraða barnið er skáldsaga sem gerist í kringum alda­ mótin 1900 en talar þó með áleitnum hætti inn í nútímann og fellur vel inn í þjóð­ félagsumræðu síðustu missera: Sagan lýsir því meðal annars hvað konur voru varnarlaus­ ar fyrir kynferðisofbeldi á þess­ um tíma og fordómunum sem þolendur slíkra brota gátu mætt, en vekur um leið þá spurningu hvort ástandið hafi breyst nægi­ lega. Kynferðisbrot eru í það minnsta enn gífurlegt böl í nú­ tímasamfélagi. Í dag ríkir enn fornaldarhugsunarháttur víða á Vesturlöndum og árið 1900 var til fólk með nútímalegan hugs­ unarhátt mannúðar og víðsýni – þessa sér einmitt stað í þessari prýðilegu skáldsögu. Sagan gerist á Eyrarbakka og í nærsveitum, á heima­ velli höfundarins, Guðmundar Brynjólfs sonar. Hún rekur spennandi sakamál þar sem meðal annars koma fyrir tvær nauðganir og barnsmorð. Fléttan er býsna slungin og lausnin vel hugsuð. Í flestum góðum skáld­ sögum er persónusköpun­ in samt mesta hnossið og það gildir svo sannarlega um Eitraða barnið. Þetta er bæði efnis þétt og persónumörg saga miðað við aðeins tæp­ ar 200 síður. Aðalpersónurnar eru sýslumannshjónin Eyjólf­ ur Jónsson og eiginkona hans Anna Bjarnadóttir. Að öðrum persónum ólöstuðum eru þau eftirminnilegust, og á hæla þeim kemur skítmennið Kár Ketilsson. Sýslumaðurinn er í raun veiklundað góðmenni en eiginkonan er afar röggsöm, með réttlætiskenndina í prýði­ legu lagi og dómgreindina hnífskarpa. Þar sem bókin er ekki lengri sér maður eftir þess­ um skemmtilegu persónum að lestri loknum en góðu frétt­ irnar eru þær að við munum fá að hitta þær aftur, því Eitraða barnið er fyrsta bókin í þríleik eftir Guðmund Brynjólfsson. Við lifum skrýtna og þver­ sagnarkennda tíma á íslenskum bókamarkaði: lesendum fer sí­ fellt fækkandi en nýjum og spennandi höfundum fjölg­ andi. Guðmundur Brynjólfs­ son er reyndar ekki ungur mað­ ur en byrjaði fyrst að gefa út árið 2009. Síðan hefur hver skáldsagan rekið aðra auk þess sem Guðmundur hefur verið at­ kvæðamikill í leikhússkrifum. Þá hefur hann vakið athygli fyrir umdeilda en afburðavel stílaða blaðapistla. Mér virðist Guðmundur sí­ fellt vera að brýna sín vopn og ná ógnartaki á tungumálinu. Eitraða barnið er bæði afar vel stíluð og prýðilega uppbyggð. Hún vekur tilhlökkun fyrir næstu verkum höfundar. n H vers vegna fæst fólk við listsköpun? Til að gera sig ódauðlegt með meistaraverki eða öðlast skilning á lífinu? Eða er einhver önnur ástæða? Til að græða hjartasár? Kannski einmitt það síðastnefnda, því sjaldan hef­ ur heilandi hlutverk listsköp­ unar opinberast undirrituð­ um með jafn áþreifanlegum hætti og við lestur nýjustu bók­ ar Gyrðis Elíassonar sem ber heitið Sorgarmarsinn. Þetta er lokaverkið í þríleik sem hófst með Sandárbókinni og var fram haldið með Suðurglugg­ anum. Fyrsta bókin fjallar um listmálara, önnur um rithöfund og nú er komið að tónskáldi. Allir eiga mennirnir það sam­ eiginlegt að halda inn í ein­ angrun í litlu þorpi og reynast vera úr tengslum við annað fólk og jafnvel sjálfa sig. Aðalpersónan í Sorgar­ marsinum glímir við mikla sorg, barnslát og yfirvofandi sambandsslit. Enn fremur hvíl­ ir yfir honum skuggi ofbeldis­ fulls föður frá æskuárunum. En kannski er villandi að segja að hann glími við sorgina. Er hann ekki frekar að flýja hana, neita að horfast í augu við hana og eigin tilfinningar? Maður­ inn fæst við tónlistarsköpun með þeim hætti að hann verð­ ur hvarvetna fyrir hughrifum af hljóðum í umhverfinu og pár­ ar lítil tónstef innblásin af þeim með nótnaskrift í litla minn­ isbók. Listaverk einkennast af reglu og samræmi, þau koma reglu á óreiðuna sem virðist blasa við í veröldinni og stund­ um í lífi okkar og tilfinningalífi. Ekki er hægt að verjast þeirri tilhugsun að með þessari sköp­ un sé sögupersónan að finna sér athvarf frá glundroðanum í eigin lífi. Daglegt líf okkar er fullt af smámunum sem eru okkur kærir en okkur þykir ekki frá­ sagnarverðir: Minnisbókin okkar sem við höldum upp á, skrýtni kaupmaðurinn í litlu búðinni sem við erum orðin vön að sjá reglulega. Í verk­ um Gyrðis er athyglinni beint að þessu smáa því þegar allt kemur til alls þá er lífið fyrst og fremst ofið úr smámunum. Dramatíkin, angistin og sála­ rátökin mara síðan undir yfir­ borðinu án þess að vera nefnd berum orðum. Stílfimi Gyrðis Elíassonar er rómuð og alþekkt en hefur kannski aldrei risið hærra en í þessum unaðslega texta þar sem sorg, kímni og fegurð mynda lágstemmda en afar eftirminnilega hljómkviðu. Sorgarmarsinn er kannski ekki besta bók sem ég hef lesið en hún er örugglega í hópi þeirra bestu. Um leið er hún ein­ hvern veginn fullkomin – galla­ laus listasmíði. Hér ætti ekki að hnika til orði. Það er hægt að njóta þess að lesa hana aftur og aftur eða grípa niður í henni hér og hvar, njóta stílsnilldar­ innar og lesa ávallt eitthvað nýtt úr úr textanum. Þetta er lágstemmt og lát­ laust meistaraverk. n Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is Bækur Sorgarmarsinn Höfundur: Gyrðir Elíasson Útgefandi: Dimma 164 bls. Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is Bækur Eitraða barnið Höfundur: Guðmundur S. Brynjólfsson Útgefandi: Sæmundur 198 bls. Ritdómur um Eitraða barnið: Nútímaleg saga úr fortíðinni Ritdómur um Sorgarmarsinn: Tónlistin í hversdagsleikanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.