Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Side 75

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Side 75
FÓLK 7530 nóvember 2018 Þegar þingmenn unnu alvöru starf Fóstran Björn Leví Gunnarsson, þingmað­ ur Pírata, var nýlega sakaður um að stunda einelti í þinginu. Því verð­ ur vart trúað upp á hann enda starfaði hann á leikskólunum Staðarborg og Jörfa árin 1996 til 1999 og má því kannski til sanns vegar færa að hann sé nú á heima­ velli. Framleiddi tómar spólur Bjarkey Olsen Gunnars­ dóttir, þingmað­ ur Vinstri grænna, bjó lengi á Ólafs­ firði. Árin 1994 til 1999 rak hún þar fyrirtæki sem framleiddi tóm­ ar spólur ásamt eiginmanni sínum, Helga Jóhannssyni. Hét það Íslensk tónbönd. Barnabókarmógúllinn Mosfellingurinn Bryndís Haralds­ dóttir hefur setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan 2016. Áður stofnaði og rak hún útgáfufyrirtækið Góðan dag sem gaf meðal annars út barnabækur. Tryggingasölumaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis­ ráðherra gegndi áður starfi heilbrigðis ráðherra, sem hefur oft ver­ ið talið vanþakklátt. Hann hlýtur þó að hafa haft þykkan skráp í ljósi þess að hann starfaði sem tryggingasölumað­ ur í samtals fimm ár. Passaði steinull Líklega hafa fáir þorað að brjót­ ast inn í Steinullarverksmiðjuna á Sauðárkróki árin 1989 til 1991. Þá hefðu þeir mætt vökulum aug­ um Gunnars Braga Sveinsson­ ar, síðar utan­ ríkisráðherra og þingmanns Mið­ flokksins. Karate-Karl Karl Gauti Hjaltason hjá Flokki fólksins var lengi sýslumaður og kom landanum fyrir sjónir við upplestur kosningatalna. Karl er líka mikill íþróttagarpur og stofn­ aði til dæmis Karatefélagið Þórshamar árið 1979. Bókmenntarýnir DV Fáum líkar illa við Katrínu Jakobsdóttur, for­ sætisráðherra og þingmann Vinstri grænna til margra ára. Hún var áður stigavörð­ ur í Gettu betur og dúx í skóla. Hennar mesta vegsemd var þó að skrifa bók­ menntarýni fyrir DV árið 2002. Skemmtikrafturinn Inga Sæland, formaður Flokks fólks­ ins, er öryrki vegna blindu. Áður en hún skaust upp á stjörnuhimin stjórn­ málanna var hún Ís­ landsmeistari í karókí og tróð upp í veislum í kjölfar sigursins. Sig­ urlagið var The Greatest Love of All með Whitney Houston. Ljóðanörd Allir vita að Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson er tölvunörd enda hefur hann fengist við forritun í langan tíma. Færri vita að það eru ekki aðeins táknin 0 og 1 sem heilla hann heldur gnægtarborð ís­ lenskrar ljóðlist­ ar og bragfræði. Árið 2002 opnaði hann stafrænt athvarf fyrir skáld til að varðveita af­ urðir sínar um ald­ ur og ævi. Afruglarinn Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðis­ flokksins, þykir fróður um ýmis málefni. Svo sem hvalveiðar og vegtolla. Áður fyrr var hann helsti sérfræðingur landsins í af­ ruglurum og starfaði sem yfirmaður aug­ lýsinga og áskriftardeildar Stöðvar 2. Handboltastjarnan Eins og allir fulltrúar Viðreisnar kom Hanna Katrín Friðriksson lóð­ beint úr viðskiptalífinu. Þar áður var hún handknattleiksstjarna hjá Fram og Val. Er hún með alls 36 landsleiki á bakinu. Slökkviliðsmaðurinn Miðflokksmaðurinn Birgir Þórarins­ son er sannkristinn Suðurnesjamað­ ur. Árin 1991 til 1996 starfaði hann sem slökkviliðsmað­ ur á Keflavíkur­ flugvelli. Skáldið Flestir vita að Ari Trausti Guð­ mundsson, hjá Vinstri grænum, er einn fremsti jarðvísindamað­ ur landsins og hefur lengi starfað við fræðin. Færri vita að hann erfði listagáfuna frá foreldrum sínum og hefur skrifað sjö ljóðabækur. Á geðdeild Andrés Ingi Jónsson, hjá Vinstri grænum, er brosmildasti og hlýjasti þingmaður­ inn. Glensið er heldur aldrei fjarri. Þessir mannkostir hafa vafalaust nýst honum vel þegar hann starfaði á geðdeild Landspít­ alans árin 2002 til 2004. Sjóari með sítt að aftan Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs­ ráðherra var lengi vel bæjarstjóri. Fyrst á Dalvík en síðan Akureyri. Áður en ferillinn í stjórnmálum hófst var hann stýrimaður á Dalvík og var með sítt að aftan. Ritstjóri DV Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálf­ stæðisflokksins, á langan feril að baki í fjölmiðlum og útgáfu. Hans mesta vegsemd á ferlinum var að sjálfsögðu þegar hann ritstýrði DV á árunum 1999 til 2003.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.