Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Síða 75

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Síða 75
FÓLK 7530 nóvember 2018 Þegar þingmenn unnu alvöru starf Fóstran Björn Leví Gunnarsson, þingmað­ ur Pírata, var nýlega sakaður um að stunda einelti í þinginu. Því verð­ ur vart trúað upp á hann enda starfaði hann á leikskólunum Staðarborg og Jörfa árin 1996 til 1999 og má því kannski til sanns vegar færa að hann sé nú á heima­ velli. Framleiddi tómar spólur Bjarkey Olsen Gunnars­ dóttir, þingmað­ ur Vinstri grænna, bjó lengi á Ólafs­ firði. Árin 1994 til 1999 rak hún þar fyrirtæki sem framleiddi tóm­ ar spólur ásamt eiginmanni sínum, Helga Jóhannssyni. Hét það Íslensk tónbönd. Barnabókarmógúllinn Mosfellingurinn Bryndís Haralds­ dóttir hefur setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan 2016. Áður stofnaði og rak hún útgáfufyrirtækið Góðan dag sem gaf meðal annars út barnabækur. Tryggingasölumaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis­ ráðherra gegndi áður starfi heilbrigðis ráðherra, sem hefur oft ver­ ið talið vanþakklátt. Hann hlýtur þó að hafa haft þykkan skráp í ljósi þess að hann starfaði sem tryggingasölumað­ ur í samtals fimm ár. Passaði steinull Líklega hafa fáir þorað að brjót­ ast inn í Steinullarverksmiðjuna á Sauðárkróki árin 1989 til 1991. Þá hefðu þeir mætt vökulum aug­ um Gunnars Braga Sveinsson­ ar, síðar utan­ ríkisráðherra og þingmanns Mið­ flokksins. Karate-Karl Karl Gauti Hjaltason hjá Flokki fólksins var lengi sýslumaður og kom landanum fyrir sjónir við upplestur kosningatalna. Karl er líka mikill íþróttagarpur og stofn­ aði til dæmis Karatefélagið Þórshamar árið 1979. Bókmenntarýnir DV Fáum líkar illa við Katrínu Jakobsdóttur, for­ sætisráðherra og þingmann Vinstri grænna til margra ára. Hún var áður stigavörð­ ur í Gettu betur og dúx í skóla. Hennar mesta vegsemd var þó að skrifa bók­ menntarýni fyrir DV árið 2002. Skemmtikrafturinn Inga Sæland, formaður Flokks fólks­ ins, er öryrki vegna blindu. Áður en hún skaust upp á stjörnuhimin stjórn­ málanna var hún Ís­ landsmeistari í karókí og tróð upp í veislum í kjölfar sigursins. Sig­ urlagið var The Greatest Love of All með Whitney Houston. Ljóðanörd Allir vita að Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson er tölvunörd enda hefur hann fengist við forritun í langan tíma. Færri vita að það eru ekki aðeins táknin 0 og 1 sem heilla hann heldur gnægtarborð ís­ lenskrar ljóðlist­ ar og bragfræði. Árið 2002 opnaði hann stafrænt athvarf fyrir skáld til að varðveita af­ urðir sínar um ald­ ur og ævi. Afruglarinn Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðis­ flokksins, þykir fróður um ýmis málefni. Svo sem hvalveiðar og vegtolla. Áður fyrr var hann helsti sérfræðingur landsins í af­ ruglurum og starfaði sem yfirmaður aug­ lýsinga og áskriftardeildar Stöðvar 2. Handboltastjarnan Eins og allir fulltrúar Viðreisnar kom Hanna Katrín Friðriksson lóð­ beint úr viðskiptalífinu. Þar áður var hún handknattleiksstjarna hjá Fram og Val. Er hún með alls 36 landsleiki á bakinu. Slökkviliðsmaðurinn Miðflokksmaðurinn Birgir Þórarins­ son er sannkristinn Suðurnesjamað­ ur. Árin 1991 til 1996 starfaði hann sem slökkviliðsmað­ ur á Keflavíkur­ flugvelli. Skáldið Flestir vita að Ari Trausti Guð­ mundsson, hjá Vinstri grænum, er einn fremsti jarðvísindamað­ ur landsins og hefur lengi starfað við fræðin. Færri vita að hann erfði listagáfuna frá foreldrum sínum og hefur skrifað sjö ljóðabækur. Á geðdeild Andrés Ingi Jónsson, hjá Vinstri grænum, er brosmildasti og hlýjasti þingmaður­ inn. Glensið er heldur aldrei fjarri. Þessir mannkostir hafa vafalaust nýst honum vel þegar hann starfaði á geðdeild Landspít­ alans árin 2002 til 2004. Sjóari með sítt að aftan Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs­ ráðherra var lengi vel bæjarstjóri. Fyrst á Dalvík en síðan Akureyri. Áður en ferillinn í stjórnmálum hófst var hann stýrimaður á Dalvík og var með sítt að aftan. Ritstjóri DV Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálf­ stæðisflokksins, á langan feril að baki í fjölmiðlum og útgáfu. Hans mesta vegsemd á ferlinum var að sjálfsögðu þegar hann ritstýrði DV á árunum 1999 til 2003.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.