Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Síða 81

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Síða 81
SAKAMÁL 8130 nóvember 2018 hverra hluta vegna varð hann ekki við þeirri beiðni. Þann 9. júlí fóru hjónin í Daly’s­ leikhúsið þar sem þú sáu verkið The Merry Widow, Káta ekkjan, og fóru síðan heim á hótel og fengu sér síðbúinn kvöldverð. Kastaðist í kekki Heldur betur kastaðist í kekki hjá hjónunum í kvöldverðinum, en hnútukast virtist vera orðið dag­ legur viðburður hjá þeim. Reynd­ ar gott betur því Ali hafði sést á al­ mannafæri með rispur í andlitinu og Marguerite hafði sést með mar­ bletti sem hún hafði reynt að hylja með kremi og púðri, en ekki tekist. Á meðal deiluefna þeirra þetta kvöld var aðgerð sem Marguer­ ite þurfti að fara í. Ali vildi að að­ gerðin yrði gerð í London, en Marguerite heimtaði að þau færu til Frakklands vegna hennar. Minnst á morðhótun Sagan segir að á meðan þau snæddu í matsal hótelsins hafi hljómsveitarstjórnandinn komið aðvífandi og spurt hvort þau vildu heyra eitthvert sérstakt lag. Marguerite svaraði á frönsku: „Ég vil ekki hlýða á tónlist,“ og bætti síðan við: „Eiginmaður minn hef­ ur hótað að drepa mig í kvöld.“ Hljómsveitarstjórinn taldi að um væri að ræða glens af hálfu þessarar fínu frúar, og svaraði: „Frú, ég vona að þér verðið hér enn í fyrramálið.“ Rifrildi hjónanna koðnaði nið­ ur um síðir og Marguerite tók á sig náðir upp úr klukkan eitt eft­ ir miðnætti, en Ali ákvað að fara í West End­hverfið, hugsanlega til að kaupa sér kynlífsþjónustu konu eða karls. Skothvellir um miðja nótt Um tvö leytið eftir miðnætti dró til tíðinda á Savoy­hótelinu. Þá var næturvaktmanni gengið fram hjá dyrum svítu Fahmy­hjónanna. Heyrði hann þá lágt flaut, leit yfir öxlina og sá Ali krjúpandi. Hann var að flauta á kjölturakka Margu­ erite sem hafði elt vaktmanninn. Vaktmaðurinn velti því ekki frekar fyrir sér og hélt áfram för sinni. Ekki hafði hann tekið mörg skref þegar hann heyrði þrjá skot­ hvelli. Hann flýtti sér til baka og sá inn um dyrnar að Marguerite henti frá sér skammbyssu. Ali lá í hnipri upp við vegg og blóðið rann í stríðum straumum úr sári á enni hans og stóðu beinflísar út úr því. Marguerite virtist í öngum sínum og sagði í sífellu: „Hvað hef ég gert, elskan mín.“ Verjandinn mikli Hótelstjórinn var kallaður til og var þá komið annað hljóð í strokk­ inn hjá Marguerite, sem virtist fyrst og fremst hafa áhyggjur af sjálfri sér: „Ó, ágæti herra“ sagði hún við hann, „ég hef verið gift í hálft ár, og það hefur verið þrautaganga fyrir mig. Ég hef þjáðst óumræðilega.“ Ali var fluttur helsærður á sjúkrahús þar sem hann skildi við skömmu síðar. Marguerite var ákærð fyrir morð og 10. september, 1923, hófust réttarhöld yfir henni. Verj­ andi hennar voru sir Edward Marshall Hall og sir Henry Curtis­ Bennett. Þá þegar var Edward Marshall Hall, 65 ára, vel þekktur fyrir einstök afrek sín í dómsölum og hafði fengið viðurnefnið „The Great Defender“, verjandinn mikli. Mannorð Alis að engu gert Ekki verða réttarhöldin reifuð hér í smáatriðum heldur vind­ ur sögunni beint í endasprettinn og málalyktir. Í sinni lokaræðu til varnar Marguerite, sem þegar 49 ára fasteignasali, Vicki Robinson, hvarf frá heimili sínu í Carrollwood, úthverfi Tampa í Flórída, þann 27. júní 1998. Vicki var fráskilin, móðir tveggja táninga og fljótlega beindust sjónir lög-reglunnar að Valessu, yngri dóttur hennar. Valessa var nefnilega horfin líka og vitað var að Vicki hafði átt erfitt með að tjónka við hana enda var hún uppreisnargjörn með eindæmum. Einna helst höfðu þær mæðgur deilt vegna nýjasta kærasta Valessu, Adams Davis. Adam, sem var 19 ára, hafði nýlega verið sleppt úr fangelsi þar sem hann hafði afplánað sex mánaða dóm fyrir þjófnað og innbrot. Sex dögum síðar voru Valessa, Adam og vinur þeirra, Jon Whispel, stöðvuð í bifreið Vicki eftir glæfralega eftirför í Texas. Daginn eftir fannst lík Vicki í plastpoka í skóglendi skammt frá heimili hennar. Jon samdi við ákæruvaldið og sagði að Valessa hefði, í LSD-vímu, stungið upp á því að þau myrtu móður hennar. Adam sá um morðið og Valessa hjálpaði til. Adam fékk dauðadóm árið 1999 Valessa 20 ára dóm. Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt GERVIPRINSINN OG GLÆSIKVENDIÐ n Fátt var sem sýndist hjá Ali og Marguerite n Hann var ekki prins og hún var vændis- og fylgdarkonan Hjónabandið einkenndist af átökum n Endaði með morði um miðja nótt „Eiginmaður minn hefur hótað að drepa mig í kvöld Standard Ex aminer Vitnisburður Marguerite hafði mikil áhrif. Fórnarlambið Ali Kamel Fahmy Bey kolféll fyrir Marguerite. Prins, en ekki prins Grunnt var á sadisma hjá Ali sam- kvæmt al- mannaróm.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.