Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Síða 88

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Síða 88
30 nóvember 2018 46. tölublað 108. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Bölvaður melur er hún! Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA GÖTUBARN Í KALKÚTTA OG REYKJAVÍK Ævintýralegt ferðalag ungs drengs frá Indlandi til Íslands Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar sögu Hasims af miklu næmi og innsæi Saga af höfnun, baráttuvilja og dug Elsta jóla- gjöf Bergþórs Hver er elsta jólagjöfin sem þú átt? „Ég held að það séu rúm- föt sem ég fékk frá mömmu og pabba þegar ég var unglingur. Ég hafði sagt mömmu að mig lang- aði svo í dökkblá rúmföt. Þetta var þegar úrvalið var lítið og ég er svo skrýtinn að ég vil eigin- lega alltaf vera öðruvísi en aðrir. Mamma skellti sér auðvitað í að sauma, án þess að ég vissi af. Á Þorláksmessu gekk ég óvart inn í þvottahús, þar sem pabbi var að strauja þau. Ég mátti hafa mig allan við að taka ekki eftir neinu, sneri við á sekúndubroti og þótt- ist ekkert vita. Það heppnaðist ágætlega og tilhlökkunin eftir jólunum varð ekkert minni. Þó að þessi rúmföt séu orðin dálítið lúin mörgum áratug- um síðar, fæ ég alltaf yl í hjart- að, af því að þau minna mig á sam- vinnu mömmu og pabba við að gleðja mig.“ Mel B. hundsar Fjölni í nýrri ævisögu N ý ævisaga kryddpíunnar Mel B., „Brutally honest“, hefur vakið talsverða athygli í heimspressunni. Ástæðan er ekki síst opinskáar lýsingar hennar á ástarsambönd- um hennar við þá Eddie Murphy og Stephen Belafonte sem og eiturlyfja notkuninni. Íslenskir aðdáendur verða þó fyrir sár- um vonbrigðum því kryddpían eyðir ekki einni setningu í sam- band hennar við athafnamann- inn Fjölni Þorgeirsson. Mel B. og íslenski kvennaljóminn byrjuðu saman árið 1996 og varði sam- band þeirra í rúmt ár. Það vakti mikla athygli á sínum tíma enda voru Kryddpíurnar í hópi vinsæl- ustu hljómsveita heims á þessum tíma. Birtust myndir af parinu á forsíðum erlendra stórblaða auk þess sem íslenskir miðlar létu ekki sitt eftir liggja. Kryddpían virtist afar ánægð með Fjölni miðað við viðtöl sem hún veitti þegar þau voru saman. Í einu viðtalinu sagði hún að Fjölnir væri með „ótrúlegan líkama og væri yndislegur maður.“ Parið ráð- gerði að gifta sig en skyndilega slitnaði upp úr sambandinu árið 1997. Hefur Fjölnir látið hafa eftir sér að tónlistarkonan hafi „verið í rugli“ og hann ekki viljað koma nálægt því. Hann hafi því hætt með henni ósáttur og það hafi tekið hann langan tíma að jafna sig. Vonsviknir aðdáendur geta þó huggað sig við það að í fyrri ævisögu sinni „Catch a Fire“, sem kom út árið 2002, þá minnt- ist kryddpían á Fjölni. „Eftir þetta byrjaði ég með Fjölni Þorgeirssyni frá Íslandi, sem ég kynntist einnig í Blackpool. Ég féll kylliflöt fyrir honum en síðan flutti hann aftur til Íslands. Samband okkar var mjög ástríðufullt.“ Svo mörg voru þau orð. Lítt þekkt ættartengsl Bræður glíma við náttúruhamfarir F undur bankaráðs Seðla- banka Íslands vakti mikla athygli í vik- unni, sérstaklega vegna þeirrar staðreyndar að Þor- steinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, fékk boð um að sitja fundinn. Hann hefur átt í hatrömmum deilum við Má Guðmundsson seðla- bankastjóra, í kjölfar þess að 15 milljóna króna sekt bankans á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál var dæmd ógild á dögunum. Már ákvað að sitja ekki fundinn og lét sig hverfa til útlanda á með- an honum stóð. Bróðir Más er einnig vanur að glíma við náttúruhamfarir. Það er jarðeðlisfræðingurinn Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor við Háskóla Íslands. Ýmsar ógnvænlegar eldstöðvar víða um land hafa látið á sér kræla undanfarin misseri og Magnús Tumi hefur eflaust vak- andi auga með þeim. Á meðan þarf bróðir hans að glíma við brjálaðan Þorstein Má og vildi eflaust glaður skipta um hlut- verk.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.