Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Page 70

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Page 70
70 7. desember 2018FÓLK Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Vandaðar innréttingar Hjá Parka færðu hágæða innréttingar, sérsniðnar að þínum óskum og þörfum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Sigmundur dýrastur, Gunnar Bragi skrópar í atkvæðagreiðslum n Ólafur talar mest og leggur fram flest frumvörp n Karl Gauti ódýrastur A llir sexmenningarnir sem sátu að sumbli á Klaustri bar sitja áfram á Alþingi. Upptaka af ósmekklegu samtali hópsins hefur sett þjóð- félagið á hliðina undanfarna viku og hafa stærstu fjölmiðlar heims fjallað um hneykslið. Ekki er ljóst hverjar endanlegar afleiðingar málsins verða. Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson, formaður Mið- flokksins, og Anna Kolbrún Árna- dóttir, þingkona flokksins, ætla að sitja sem fastast á þingi. Samherjar þeirra, Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, eru farnir í leyfi og óvíst er hvort eða hvenær þeir mæta aftur til starfa. Þá var Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifs- syni, þingmönnum Flokks fólks- ins, vísað úr flokknum og eru núna munaðarlausir. DV tók saman snarpa tölfræði- úttekt á störfum sexmenninganna á Alþingi á þessu kjörtímabili. Heimildir eru sóttar á vef Alþingis. Úttekt á Klaustursmönnum: Laun og kostnaður 2018 Laun: 10.402.210 Álag á þingfararkaup: 5.505.970 Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðsla: 1.297.115 Fastur ferðakostnaður í kjördæmi: 283.389 Fastur starfskostnaður: 377.852 Ferðakostnaður innanlands: 244.944 Ferðakostnaður utanlands: 600.833 Síma- og netkostnaður: 158.124 Samtals: 18.870.437 krónur n Hefur stigið 26 sinnum í ræðustól Alþingis og talað samtals í 1,5 klukkustundir. n Sigmundur var fyrsti flutningsmaður laga um að Alþingi væri með skipulagsvald á Alþingissvæðinu. Hann hefur verið níu sinnum meðflutningsmaður lagafrumvarpa. n Hefur lagt fram sautján fyrirspurnir til ráðherra. n Af 191 atkvæðagreiðslu sem Sigmundur átti að sækja hefur hann 93 sinnum sagt já, 26 sinnum nei, setið hjá í 50 skipti. Tuttugu og tvisvar sinnum hef- ur hann verið fjarverandi. n Sigmundur á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd. Hann hefur mætt á tíu fundi af átján, sem gerir 55% mætingu. Laun og kostnaður 2018 Laun: 11.011.940 Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðsla: 1.340.410 Fastur ferðakostnaður í kjördæmi: 300.000 Fastur starfskostnaður: 400.000 Ferðakostnaður innanlands: 2.573.089 Ferðakostnaður utanlands: 667.427 Síma- og netkostnaður: 159.797 Samtals: 16.452.663 n Hefur stigið 33 sinnum í ræðustól Alþingis og talað samtals í 1,2 klukkustundir. n Anna Kolbrún var fyrsti flutningsmaður laga um stofnun lagaráðs Alþingis sem hafi það hlutverk að samræma reglur um samningu lagafrumvarpa og annan undirbúning löggjafarmála. Hún hefur ver- ið meðflutningsmaður sautján annarra lagafrum- varpa. n Hefur lagt fram fimmtán fyrirspurnir til ráð- herra. n Af 193 atkvæðagreiðslum sem Anna Kolbrún hefur átt að taka þátt í þá hefur hún 99 sinnum sagt já, 29 sinnum nei og 53 sinnum setið hjá. Tólf sinn- um hún verið fjarverandi. n Anna Kolbrún á sæti í allsherjar- og mennta- málanefnd og velferðarnefnd. Hún hefur mætt á 15 fundi af 18 hjá fyrri nefndinni og 13 fundi af fimmt- án hjá hinni síðarnefndu. Það gerir 85% mætingu. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Anna Kolbrún Árnadóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.