Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 20

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 20
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 20 TMM 2018 · 1 Jón Yngvi Jóhannsson Loðir heimurinn saman á táknum? Um Afleggjarann og Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur „Ég hef verið að reyna að finna út úr því hvort þetta sé tilvitnun.“1 Þetta eru síðustu orðin sem Guðrún Vatnalilja Jónasdóttir, dóttir aðal- söguhetju nýjustu skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, Ör, segir í sögunni. Það er ekki laust við að lesandinn spyrji sig sömu spurningar við lestur margra setninga í þessari margslungnu skáldsögu. Stíll hennar, eins og annarra verka Auðar Övu, er fágaður og ljóðrænn en hér er textinn brotakenndari en oft áður, fleygaður af millifyrirsögnum, sem hafa á sér yfirbragð ljóðlína, spak- mæla eða jafnvel trúarlegra versa. Margar þessara setninga eru svo meitlaðar að þær hljóta að vekja sömu spurningu og Guðrún Vatnalilja spyr sig – og svörin liggja ekki alltaf í augum uppi. Aftast í bókinni er lesandinn raunar upplýstur um að margar setningar í bókinni eru einmitt tilvitnanir, meðal annars í Nietzsche, Biblíuna og íslensku skáldin Stein Steinarr og Jónas Þorbjarnarson (204) en setningarnar sem hafa yfirbragð tilvitnana, spakmæla eða ljóðmæla eru miklu fleiri en þær sem gerð er grein fyrir í örstuttum eftirmála. Það eru að verða gömul sann- indi að allur texti sé „vefur tilvitnana dreginn úr ótal menningarmiðjum“2 og tengist þannig öðrum textum og vefist saman við þá. Þetta á í óvenju ríkum mæli við um Ör. Það er ekki einungis að fegurð einstakra setninga gefi lesandanum til kynna að þær gætu verið tilvitnanir eða vísi í aðra texta, bæði forna og nýja. Sagan er líka uppfull af táknum, flest þeirra eru sótt í aðra texta, ekki síst trúarlega. Ör er að þessu leyti, og raunar að mörgu öðru leyti líka, systur- (eða ætti maður frekar að segja bróður-?) saga Afleggjarans, skáldsögu Auðar frá árinu 2007. Aðferð þessara sagna og efni svipar saman um margt; báðar sögurnar eru fyrstu persónu frásagnir, sögumennirnir eru báðir karlmenn og frásögn þeirra beggja er mettuð táknum og trúarlegum vísunum. Þótt Arnljótur, aðalsöguhetja Afleggjarans, gæti aldursins vegna verið sonur Jónasar í Ör eiga þeir margt sameiginlegt. Þeir eru karlmenn í einhvers konar krísu, annar veit ekki hvað hann á að gera úr lífi sínu, hinn veit varla hvað hann hefur gert við sitt; þeir fara báðir til útlanda í leit að tilgangi; þeir eru báðir uppteknir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.