Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Qupperneq 29

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Qupperneq 29
L o ð i r h e i m u r i n n s a m a n á t á k n u m ? TMM 2018 · 1 29 – Já, bara einn litur, hvítur. Enginn skuggi, bæti ég við. – Og engin skilaboð? – Nei, engin skilaboð. (17) Auðvitað felast þó skilaboð í húðflúrinu. Með því að húðflúra á sig blómið sem dóttir hans heitir eftir merkir Jónas sig henni, býr til þau blóðtengsl sem hann hefur nýlega uppgötvað að eru ekki fyrir hendi. Nafnið Vatnalilja er líka óvenjulegt og býður upp á fjölbreyttar táknrænar pælingar. Í austrænni hefð er lótusinn eða vatnaliljan sterkt tákn fegurðar og hreinleika og tengist meðal annars Búdda. En við þurfum ekki að leita svo langt austur. Hvít lilja er, líkt og rósin, hefðbundið tákn Maríu guðsmóður og vatn er sömuleiðis fornt tákn kristindómsins, Jesús vísar til sín sem „hins lifandi vatns“. Lesin á þennan hátt tengist Guðrún Vatnalilja Jesú Kristi, ekkert síður en Flóra Sól í Afleggjaranum. Hvað binst við nafn? Nöfn persóna í sögum Auðar hafa margvíslega táknræna þýðingu sem sótt er í ýmsar áttir, orðsifjaleg merking nafnanna getur haft þýðingu en mikilvægi þeirra getur líka legið í vísunum í aðra texta, ekki síst kristilega. Móðirin í Ör er með byrjandi elliglöp en hún er þó nógu skörp til að gefa lesandanum til kynna að í þessari sögu hafi hlutirnir merkingu, ekki bara tölur heldur líka nöfn. Hún kynnir son sinn, ekki í fyrsta sinn, fyrir starfs- stúlku á elliheimilinu þar sem hún dvelur með þessum orðum: „Þetta er Jónas Ebeneser, sonur minn […] Jónas merkir dúfa og Ebeneser hinn hjálpsami. Ég fékk að ráða nöfnunum, heldur mamma áfram.“ (21) Hér er hin táknræna merking nafnanna stöfuð ofan í lesandann og nöfn sögumanns virðast líka lýsa honum fullkomlega. Dúfa er auðvitað margrætt tákn, hvít dúfa er tákn friðar og Jónas er sannarlega boðberi friðar, en hjálp- semin er kannski aðalpersónueinkenni hans. Í fornum skáldskap og fram á þennan dag hafa dúfur verið tákn ástar og trygglyndis. En dúfan er líka tákn heilags anda og tengir þannig Jónas við heilaga þrenningu, rétt eins og Flóru Sól í Afleggjaranum. Konurnar í lífi hans, móðirin, eiginkonan fyrrverandi og dóttirin, heita allar Guðrún, bera með öðrum orðum algengasta kvenmannsnafn á Íslandi lengi vel, sem mætti túlka sem svo að þær standi fyrir allar konur, eða hið kvenlega. Nafnið er talið merkja „guðlegur leyndardómur“ eða „sú sem býr yfir guðlegum leyndardómi“.12 Guðrúnarnar þrjár mynda þannig einhvers konar þrenningu sem kallast á við heilaga þrenningu. Fjölskyldumynstur Jónasar má einnig tengja við fjölskyldu Jesú Krists, rétt eins og Jósef hefur hann kvænst óléttri konu og gengið barni hennar í föðurstað, faðerni Guð- rúnar Vatnalilju er aldrei upplýst í sögunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.