Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 30
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 30 TMM 2018 · 1 Aðalsöguhetja Afleggjarans heitir Arnljótur, nafn sem er samsett úr orðum sem þýða ljós og örn.13 Í ljósi þeirra kristilegu vísana sem finna má í sögum Auðar Övu er ekki úr vegi að tengja hann við guðspjallamanninn Jóhannes, en tákn hans er örn. Jóhannes er líklega sá guðspjallamannanna sem notar margbrotnustu og flóknustu táknin, og sem sögumaður gerir Arnljótur það sannarlega líka. En Arnljótur er ekki eina nafn sögumanns, hann er ýmist kallaður Lobbi, Dabbi eða Addi þegar hann er ekki nefndur fullu nafni. Það er einkum faðir hans sem notar gælunöfnin. Anna, barnsmóðir hans, veltir þessu fyrir sér í sögunni: „Hvað kallar hann þig aftur? Hann virðist nota mörg gælunöfn. Lobbi, Addi, Dabbi? / – Já, það er rétt. Þegar hann kallar mig Dabba, þá ætlar hann að ræða við mig um framtíðina, um það hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur.“ (190–91) Þessi nafnanotkun lýsir hvoru tveggja, óráðinni stöðu Arnljóts í lífinu, hann veit ekki nákvæmlega hvert hann stefnir, og því hversu erfitt faðir hans á með að skilja þennan son sem helst vill una sér við garðyrkju þrátt fyrir augljósar og miklar námsgáfur. Það er kannski engin tilviljun að hugur lesandans leiti á slóðir Biblíunnar þegar hann veltir fyrir sér nöfnunum í Afleggjaranum. Drjúgan hluta bókarinnar starfar Arnljótur í munkaklaustri þar sem einn munkanna verður eins konar staðgengill föður hans. Munkurinn ber nafn eins af postul- unum, efasemdamannsins Tómasar. Það eru þó kannski nöfn fjölskyldu sögumanns sem eru áhugaverðust þegar rýnt er í táknræna merkingu nafna í Afleggjaranum. Barnsmóðir Arnljóts heitir Anna og það gerir móðir hans líka. Heilög Anna er skv. apók- rýfum bókum Nýja testamentisins nafn móður Maríu meyjar, hún er sem sagt amma Jesú Krists. Sjálfur ber Arnljótur ekki biblíulegt nafn en hann á sér tvíburabróður, hinn þroskahefta Jósef. Sögumaður sér ákveðin tengsl með sjálfum sér og heilögum Jósef þegar hann skoðar af honum málverk, en dýrlingurinn minnir hann líka á bróðurinn (196). Sem tvíburar eru þeir í einhverjum skilningi eitt, og þá erum við komin með óbeina en nokkuð áhugaverða ættarlínu, sem hefst með Önnu og endar með dóttur Arnljóts, Flóru Sól. Þegar við bætist eitt af gælunöfnum Arnljóts, Dabbi, má halda því fram að barnið sé í einhverjum skilningi af ætt Davíðs! Vísbendingarnar hrannast upp um að Flóra Sól standi í sérstökum tengslum við Jesú Krist og að þau tvö eigi ýmsa eiginleika sameiginlega. Í kirkju klaustursins er mynd af Maríu í hásæti með Jesúbarnið sem sögumaður sér í fyrstu heimsókn þeirra feðgina í kirkjuna að er nauðalíkt barninu (132) og í annarri heimsókn þeirra talar sögumaður um barnið á myndinni sem „tvífara“ dóttur sinnar. Hann er ekki einn um að sjá þessi líkindi: „Það krýpur kona fyrir framan myndina og þegar hún stendur upp horfir hún undrandi á dóttur mína og síðan aftur á barnið á myndinni, nokkrum sinnum til skiptis. Ég veit hvað fer um huga hennar“ (197). Gamlar konur í þorpinu telja að hún hafi lækningamátt. „Síðan barnið flutti í húsið er ég miklu betri af exeminu“, segir nágrannakonan (220) og skömmu seinna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.