Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 46

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 46
K r i s t í n G u ð r ú n J ó n s d ó t t i r 46 TMM 2018 · 1 bakgrunni. Þetta skýtur dálítið skökku við í ljósi þess að píramídar hafa aldr- ei verið á þessum slóðum, hvað þá pálmatré í eyðimerkurborginni Tijuana. Og svo er það vagninn, þetta er bara alls enginn vagn, heldur þykjustuvagn. Þykjustu vagn, þykjustu sebrahestur, þykjustu hveitibrauðsdagar, þykjustu knapi í þykjustu borginni Tijuana. Er hér þá allt í plati? Eða er verið að snúa á túristann? Sebra-asninn hóf reyndar feril sinn sem ósköp venjulegur asni. Eins konar tákn fyrir „old Mexico“, ferðafólkið úr norðri virtist sækjast eftir einhverju fornu og ósviknu, tengslum við hið upprunalega. Margar gamlar ljósmyndir sýna dálæti ferða- manna á ösnum. Eitt af atriðum Ritu Hayworth á Agua Caliente hótelinu var einmitt að koma fram með asna í taumi.15 Sagan segir að með gömlu ljósmyndatækninni hafi asninn oft ekki náðst á mynd og því tóku menn upp á því að mála rendur á hann.16 Þannig varð þykjustu sebrahesturinn til. En bak við sebra-asnann var alltaf gamli saklausi sveitaasninn, eins konar tákn- gervingur fyrir sveitalífið, lífið í Mexíkó með sínar sterku rætur og tengingu við jörðina. En sveitaasninn saklausi átti eftir að taka á sig enn aðrar myndir og verða ímynd kynlífssvalls dýra og manna, réttara sagt dýra og kvenna. Sönnun fyrir því að engar hömlur voru í syndaborginni Tijuana. *** Hvernig hafa heimamenn brugðist við þessari ímynd borgarinnar, þessum utanaðkomandi hugmyndum um Tijuana sem syndaborg? Rithöfundar frá borginni hafa ekki látið sitt eftir liggja. Það eru ekki ýkjur að segja að borgin sé eitt helsta viðfangsefni rithöfunda þaðan. Flestir hafa þeir fundið mikla þörf fyrir að kafa niður í borgina sína og rannsaka allar hliðar hennar – með utanaðkomandi augum, út frá staðalmyndinni en einnig með innri augum þess sem þekkir borgina og mannlífið þar. Það eru nánast eins og álög að lifa og hrærast í fyrirfram mótuðum hugmyndum annarra um það hvernig borgin manns er. Fræðimenn og blaðamenn hafa verið ötulir við að útbreiða fyrrnefndar hugmyndir um Tijuana. Sumir rithöfundanna hafa nýtt sér hugmyndina um þykjustuborgina, gengið beint inn í goðsögnina myrku, og ýmist hafa þeir hæðst að henni eða kollvarpað, aðrir leggja sig eftir að leið- rétta misskilning, ýta klisjum og staðalmyndum frá og skrifa um óþekktari hliðar borgarinnar, ósköp venjulega borgara og hversdagslegt líf þeirra í borg sem gæti verið hvar sem er í heiminum. Hér verður minnst í fáum orðum á fjóra rithöfunda sem hafa gefið út verk sín á undanförnum áratugum og viðbrögð þeirra við ímynd borgarinnar. Luis Humberto Crosthwaite (f. 1962) er einn af þekktari rithöfundum Tijuana. Hann hefur sent frá sér fjölda verka: skáldsögur, smásögur og alls kyns stutta texta. Höfundarverk hans er að miklu leyti einhvers konar gagn- rýninn óður til borgarinnar og landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna, bæði í nútíð og fortíð. Oft kýs hann að líta framhjá goðsögninni myrku og fjallar um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.