Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Qupperneq 77

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Qupperneq 77
A n d ó f s m a ð u r i n n J ó n l æ r ð i TMM 2018 · 1 77 Viðar Hreinsson Andófsmaðurinn Jón lærði Með endurreisninni svokölluðu og húmanismanum á 16. og 17. öld tóku menn að efast um boðvald að ofan og þau viðteknu sannindi sem vald í samfélaginu hvíldi á. Með efanum kviknaði gagnrýni á ríkjandi skipan þess og hugmyndir um nýja. Greinar á þeim meiði voru til að mynda Erasmus frá Rotterdam, Thomas More, Rabelais, Macchiavelli og Lúther, þó að hans framlag hafi kannski endað í breyttu valdakerfi og jafnvel dauða guðs en það er önnur saga. Ótal þræðir hugmynda ófust saman í bland við tæknibyltingar á borð við prentlist og náðu ákveðnu hámarki með upplýsingunni sem kallaði á uppgjör við allt æðra vald. Hugmyndir um lýðræði mótuðust en voru þó ekki fullkomnari en svo að í dag ríkja önnur valdakerfi sem ekki eru síður harðsvíruð og mannfjandsamleg. Andóf er víðtækt hugtak sem getur náð yfir allt frá því sem kallað var villutrú fyrr á öldum til ýmissa aðgerða í dag, t.d. Occupy Wall Street og aðgerða frumbyggja í Norður Dakota gegn olíuleiðslu. Þá má nefna vaxandi og víðtækt andóf gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta sem víða birtist. Háskólakennarar setja saman róttæk og gagnrýnin námskeið í andófsskyni, borgarstjórar stórborga ganga gegn vilja Trumps í loftslagsmálum, Antifa hreyfing andfasista er orðin meira áberandi en áður og vel má vera að hegðun Trumps hafi ýtt undir metoo byltinguna. Í þessari grein er miðað nokkurn veginn við merkingu ensku hugtakanna dissent og dissident sem fyrst og fremst snúast um það að andæfa hvers konar valdakerfum í orði eða verki hvort sem þau eru smá og stór, allt frá flokksaga til alræðisvalds. Andóf ristir því dýpra en einföld andmæli eða mótmæli sem geta hæglega farið fram innan viðurkenndra hugmynda eða stofnanaramma. Valdakerfi byggjast á hugmyndafræði og andóf vegur að rótum þeirra. Það var og jafnvel er æði oft kallað villutrú og andófsmenn hafa verið ofsóttir á öllum tímum. Andóf snýst því um meðvitaðan atbeina (sem á ensku er kallað agency) einstaklinga eða hópa, gegn því sem valdakerfin ætlast til að sé viðurkennt. Að miklu leyti er um að ræða vald yfir umræðu, skilgreiningarvald til að ákvarða hvað gera megi, hvað telst gott eða illt. Á miðöldum ríkti einsleitur mælikvarði guðstrúar á athafnir manna og naumast er hægt að segja að vegið hafi verið að þeim grunni fyrr en með endurreisninni. Því var andóf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.