Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 80
Vi ð a r H r e i n s s o n 80 TMM 2018 · 1 Þínum börnum þykir best þegar þau hafa svefninn fest, sem lengst á góðu að láta frest og lifa í holdsins megni. Þetta voru „vélræði holds og heims“ sem einmitt er titillinn á einu kvæði Sig- fúsar sem fjallar um hans eigin glímu við veraldlegar og holdlegar freistingar. Í kvæðum Sigfúsar eru drambsamir ríkisbubbar einungis syndugir, sekir um græðgi og ágirnd. Skáld-Sveinn og séra Sigfús eru beiskir, beittir og yrkja af snilld, en vega ekki að samfélagslegum rótum þeirra meinsemda sem þeir lýsa. Gagnrýnin er siðferðisleg og í samræmi við viðteknar hugmyndir. Dramb og ágirnd hinna ríku voru lestir sem bitnuðu á hinum fátæku. Jón lærði hafði nokkra innsýn í veröld hinna ríku því hann var að öllum líkindum undir handarjaðri Svalbarðsmanna á yngri árum sínum en þeir voru ein ríkasta valdaætt landsins. Stórættirnar þrjár, Svalbarðsmenn, Skarð- verjar og Hlíðarendamenn, voru ríkustu ættirnar sem oft giftust innbyrðis til að styrkja þá iðju auðmanna að sölsa undir sig jarðir og auðævi um leið og þeir kvörtuðu undan lötum almúga sem þeir töldu ógn við samfélagið. Svalbarðsmenn voru afkomendur Jóns ríka Magnússonar á Svalbarði við Eyjafjörð (1480–1564) og því var trúað að galdrakunnátta stæði á bak við auðsæld ættarinnar. Sumir Svalbarðsmenn voru menntaðir erlendis og höfðu veður af ýmsum evrópskum hugmyndastraumum. Magnús sýslumaður prúði Jónsson (um 1525–1591) safnaði til að mynda málsháttum undir áhrifum frá Erasmusi frá Rotterdam sem hann þekkti vel til og Staðarhóls-Páll (um 1538– 1698) bróðir hans var menntaður í Þýskalandi og þekkti Furstann eftir Macc- hiavelli, rit um kaldrifjaða valdapólitík. Jón lærði hafði góð kynni af þessum bræðrum og hefur sennilega haft töluvert veður af þekkingarstraumum frá meginlandi Evrópu í gegnum þá. Skipti Jóns við afkomendur þeirra voru misjöfn. Ari í Ögri (1571–1652), sonur Magnúsar prúða, ofsótti hann fyrir að afhjúpa fjöldamorð á baskneskum hvalveiðimönnum, en dóttursonur Páls, Brynjólfur biskup Sveinsson, studdi Jón og hvatti til skrifta síðustu æviár hans. Aðrir Svalbarðsmenn voru helstu forkólfar galdraofsóknanna um miðja sautjándu öld. Jón hafði skýra og krítíska yfirsýn yfir samfélagið, valdaafstæður og hugmyndagrunn þess í víðu samhengi. Hann kannaði fornar heimildir og hugmyndir og bar upp að samtíma sínum og margt sem nútímamönnum er framandlegt var honum lifandi veruleiki. Fræðaiðjan skerpti ugglaust sýn hans á samtíð sína sem hann gat metið á gagnrýninn hátt í ljósi fortíðarinnar. Gott dæmi um það er þessi klausa úr ritinu um Íslands aðskiljanlegar nátt- úrur þar sem vættir landsins mynduðu skjól gagnvart siðspilltum heimi mannanna: Í vorum gömlu Íslands landnámsbókum skrifast margt um aðskiljanlegar náttúrur landsins, einnin um þá heiðnu vísu formenn, sem hingað komu frá Hálogalands,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.