Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Qupperneq 81

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Qupperneq 81
A n d ó f s m a ð u r i n n J ó n l æ r ð i TMM 2018 · 1 81 Finnmerkur og Gandvíkur endimörkum, þann tíð sem Ísland var í byggingu og nokkrir komu síðar. Þar í bland voru nokkrir sem lært höfðu Dofra konstir (sá búið hafði í Dofrafjöllum í Noregi). Þeir kunnu jörð og berg að opna og aftur að lykja, þar út og inn að ganga, so sem að voru þeir Bárður í Jökli, Hámundur í Hámundarhelli, Bergþór í Bláfelli, Ármann í Ármannsfelli, og Skeggávaldi sem fann Áradali, og gjörðist guð yfir, því so biður þar fólkið: Skeggávaldi skygg þú yfir land þitt, so ekki verði Áradalir fundnir. Slíkir gamlir formenn útvöldu sér í soddan leynifylgsnum, hellum eður fellum að búa, so þeir væri helldur frí fyrir öllu ráni, öfund og ásóknum landsins innbyggjara, því annars hefðu þeir ekki kunnað frið að hafa með sína nátt- úrusteina, nægt silfurs og annars málms í jörðu vitandi, með þeim góðu áfengu vínberjum og ölkeldum, sem bernskir menn hafa fundið bæði að fornu og nýju, og ei verður með sönnu neitað.5 Þessi útópíska vættabyggð er nátengd náttúrum landsins og myndar hjá Jóni sterka andstæðu við mannheima og kemur einnig fram í kvæði hans um Ára- dali.6 Ármanns rímur eru um Ármann í Ármannsfelli, þar yrkir hann um guðlausa höfðingja og segir í mansöng: „Réttan jöfnuð ríks og fátæks milli/ leitað hef eg um lönd og sjó,/leizt mér ekki að finna hann þó.“7 Jón verður þó varla fyrsti jafnaðarmaður á Íslandi fyrir þessar ljóðlínur. Hugmyndin um jöfnuð snýst um hlutföll eða náttúrulegt jafnvægi í samfélaginu sem átti að vera í réttum skorðum. Það er sama jafnvægi og Skáld-Sveinn segir að hafi raskast en spurningin er fyrst og fremst um það hverjum augum þeir eru litnir sem raska þessu jafnvægi. Í ritinu „Um ættir og slekti“ hneppir Jón djúpstæðar samfélagsbreytingar eftir svartadauða, gegndarlausa samþjöppun auðs, í eina meitlaða setningu: „Þegar fólk á Íslandi var fullfjölgað upp aptur eptir stóru plágu, voru öll jarðagóss komin í stórhrúgur.“8 Hin krítíska sýn birtist ekki síður í því riti sem hiklaust má kenna við andóf, Sannri frásögn af spanskra manna skipbroti og slagi, sem afhjúpar með nöturlegum og stórbrotnum hætti grimmdarverk Ara Magnússonar sýslumanns sem réð yfir Vestfjörðum í krafti embætta og auðs. Rúmlega 80 baskneskir skipbrotsmenn fóru á bátum frá Ströndum fyrir Horn og til Vestfjarða. 13 voru drepnir í Dýrafirði, líklega að undirlagi Ara en 18 voru drepnir á Ísafjarðardjúpi (Æðey og Sandeyri). Jón afhjúpar af miskunnarlausri skarpskyggni misbeitingu Ara í Ögri á valdi sínu og skelfilega afmennskun fórnarlambanna, aðferð sem enn er við lýði í marg- víslegum hernaði nútímans, hvort sem það eru hryðjuverk eða barátta gegn hryðjuverkum. Ritið um Baskavígin vekur spurningar: Skrifaði Jón sem einstaklingur eða með trúarhugmyndir að bakhjarli? Hvað varð til þess að hann tók sér þá stöðu sem hann gerði? Af hverju ákvað hann að gagnrýna gerðir Ara í Ögri sem jafnvel var vinur hans? Var þetta samviskuatriði eða uppreisn? Eða meðvitað andóf? Yfirleitt er talað um að atbeini manna hafi dvínað mjög á miðöldum. Menn töldu að allt væri í höndum guðs. Sú guðsmiðjuhugmynd fór að trosna með endurreisninni og einstaklingurinn varð virkari og sýni- legri. Þessi þróun setti mark sitt á Jón lærða sem gekk í berhögg við ríkjandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.