Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 122

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 122
U m s a g n i r u m b æ k u r 122 TMM 2018 · 1 þetta samband veruleika og skáldskapar, heldur einnig og kannski fyrst og fremst um samband texta við texta – og bendir í sífellu á eigin textatengsl. Hver talar og við hvern? Saga Ástu er um leið saga foreldra hennar, Helgu og Sigvalda, annarra fjöl- skyldumeðlima og fólks er tengist fjöl- skyldunni beint eða óbeint. Mikið er flakkað um í tíma og rúmi þannig að ákveðin heildarmynd liggur ekki fyrir fyrr en í lokin – og sumir lesendur hafa kvartað yfir því að þar vanti enn of mörg púsl í spilið.3 Þótt einstaka kaflar, eins og sá sem segir frá gleðskap heima hjá Markúsi, afa Ástu, fyrrum stór- söngvara, gangi út á að endurskapa tíð- aranda, setja á svið andartak á ákveðn- um tíma og stað, fletur þessi aðferð að einhverju leyti út tímavídd frásagnar- innar: „Það er ekki hægt að segja frá án þess að villast,“ segir sögumaðurinn undir lokin, „fara hæpnar leiðir, eða halda áfram án þess að fara til baka, ekki einu sinni heldur minnst tvisvar – því við lifum samtímis á öllum tímum.“ (419) Frásögnin er einnig margsamsett og sögumaðurinn hefur í upphafi áhyggjur af því að hann hafi ekki tök á henni. „Það voru mistök“ segir hann strax á blaðsíðu 33 um þá ákvörðun sína að byrja „þessa frásögn af ævi Ástu með að segja frá því þegar líf hennar kvikn- aði“, og láta þannig undan þránni eftir samfellu. „En án mistaka er auðvitað ekkert líf.“ (34) Og sagan reynist samt sem áður vandlega skipulögð þannig að ákveðnum hápunkti er náð í lokin þegar hin mörgu straumhvörf sögunnar hafa verið afhjúpuð, eitt af öðru. Frásagnaraðferðin byggir einnig upp spennu varðandi það hver talar og við hvern. Frásögnin er rofin reglulega með bréfum frá Ástu til viðtakanda sem aðeins verður ljóst seinna hver er. Þá er sögumaðurinn persóna sem fær sviðið í sumum köflum bókarinnar, dapur höf- undur sem leitar í einangrun og einveru, og undir lokin kemur í ljós að hann tengist sögupersónum ættarböndum og er þá líklega jafn skyldur höfundinum Jóni Kalman og sögupersónan Ásta er skyld Jóhönnu frænku hans. Þar með kemst á einhvers konar samræða við sjálfsævisögulegan skáldskap, sem hefur verið einn af helstu straumum bók- menntaheimsins um nokkuð langt skeið en undanfarið verið endurskilgreindur út frá viðmiði skáldævisagna Karls Oves Knausgård.4 Eitt af einkennum skáldævisagna í anda Knausgårds eru hugleiðingar, stundum hálfgerðar esseyjur, m.a. um samfélagsleg málefni, og þær má einnig finna í orðum sögupersóna í Sögu Ástu. Dóttir sögumannsins vill líka að hann skrifi „til að bjarga heiminum“ (236), myrkum heimi, en hann á í vandræðum með að finna rétta leið: „Hvernig klýfur maður myrkrið?“ (394) Jón Kalman hefur sjálfur sagt að ekki megi „þröngva einhverju inn í skáldskapinn“ sem ekki þurfi að vera: „Ef þú nefnir Donald Trump án þess að það þurfi að nefna hann í sögunni þá er allt unnið fyrir gýg og Donald Trump búinn að vinna enn einn sigurinn.“5 Að mínu mati er helstu veikleikana í Sögu Ástu reyndar einmitt að finna í að því er virðist handahófs- kenndri ádeilu sögumanns, Ástu og annarra sögupersóna á samtíma okkar, hugleiðingum sem t.d. snúa að Donald Trump og því höfuðatriði markaðsfræða „að gera fólk ósátt við sjálft sig“ (258). Slíkir kaflar gera stundum lítið annað en draga frásögnina á langinn og bæta litlu við söguna sjálfa eða samfélagsum- ræðuna. Helsti styrkur bókarinnar er þá hins vegar tenging hennar við aðra texta, virkni hennar innan bókmennta- heimsins og skáldskaparins. Því Jón
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.