Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Síða 124
U m s a g n i r u m b æ k u r
124 TMM 2018 · 1
eða einhverju rassgati hitans og Mið-
jarðarhafsins.
Nafnið mitt kemur líka úr bók.
Sjálfstæðu fólki eftir Laxness.
Þú ert þá eiginlega ekki til frekar en ég.
Það er plús. (126)
Textatengslin notar Jón Kalman svo
bæði sem pólitískt samtal við hefðina og
söguna og sem leið til að takast á við til-
vistarlegar spurningar.
Samtalið við hefðina
Strax í upphafi veltir sögumaðurinn upp
þeirri spurningu hvort það sé til eftir-
breytni að nefna persónu eftir Ástu Sól-
lilju „sem dó uppi á kaldri heiði, hóst-
andi blóði á altari föður síns“ (11). Les-
andinn situr uppi með spurninguna og
fleiri tengingar við Sjálfstætt fólk, til
dæmis þegar Ásta lendir í sumardvöl á
einangruðum sveitabæ þar sem per-
sónur virðast geta best átt heima í Sum-
arhúsum. Kristín gamla býr þar með
þumbaralegum syni sínum sem sinnir
verkum með hund á hælunum og les
„helst ævisögur, Íslendingasögur, frá-
sagnir af sjómennsku og hrakningum“
og einstaka skáldsögur eftir dauða höf-
unda – alls ekki Halldór Laxness. Það
verður næsta skiljanlegt að Kristín
gamla hverfi stundum aftur í tímann,
og telji þá til dæmis að nú sé árið 1910,
sem er einmitt á sögutíma Sjálfstæðs
fólks, og ítreki tenginguna við sögu Ástu
Sóllilju með því að hlaupa upp í fjalls-
hlíð, finnast grátandi í gömlum, rósótt-
um sparikjól og vera svo borin örmagna
heim. (215)
Við fáum einnig að vita að foreldrar
Ástu, Helga og Sigvaldi, reyna að skapa
„mótvægi við Halldór Laxness“ og
„gæta jafnvægis“ með því að kaupa rit-
röð Gunnars Gunnarssonar. Það fer þó
„lítið fyrir jafnvæginu“ þegar ritröðin er
notuð sem vopn í átökum þeirra hjóna –
enda bókmenntasagan yfirleitt frekar
vígvöllur fremur en huggulegt samsæti
jafningja.
Helga náði að kasta fimm eða sex bókum
í áttina að Sigvalda, hitta hann með
tveimur, Svartfugli og Skipum heið-
ríkjunnar, öndvegis bækur, hreinustu
dýrgripir, en hin síðarnefnda er góðar
500 síður og það er þungt að fá þannig
bók í sig. (249–250)
Jón Kalman hefur m.a. átt feminísk inn-
legg í átök og valdabaráttu bókmennta-
heimsins með því að „endurrita“ eldri
skáldkonur inn í samtímann með vísun-
um í verk þeirra. Og í Sögu Ástu gengur
bróðir Sigvalda, skáldið, svo langt að
lýsa því yfir að konur skilji andspyrnu-
eðli bókmenntanna betur en karlar sem
hafi í gegnum aldirnar „almennt orðið
grófari, heimskari, grynnri vegna óverð-
skuldaðra eða ímyndaðra yfirburða.“
(138) Jón Kalman beinir því spjótum að
hinu karllega bókmenntalega hefðar-
veldi um leið og hann nýtir sér það.
Rósa María Hjörvar hefur bent á að
Saga Ástu virðist fela í sér „allar íslensk-
ar nútímabókmenntir“ og nefnir þar tvo
karla sem upphaf og endi.
[…] öll einkenni íslenskra skáldsagna
eru til staðar: eymdin í sveitinni, harkið
á mölinni, Íslendingurinn sem stranda-
glópur í útlöndum og íþyngjandi áhrif
ættar og uppruna á örlög einstaklingsins.
Samhliða þessu þræðir höfundur bók-
menntasöguna aftur á bak, en verkið
hefst á Laxness og endar hjá Jónasi Hall-
grímssyni.10
Hins vegar umbreytir eða endurritar
höfundurinn allar þessar bókmenntir
sem koma við sögu. Eins og aðrar per-
sónur sögunnar lesa Jósef og Ásta bækur
og sem unglingar í sveitinni á sjötta ára-
tugnum lesa þau m.a. nútímabókmennt-